Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 34
Framleíöum ýmsar tegundir af leikföngum ur plasti og fré. Sterk, létt og þægiíeg leikföng, Jafnt fyrir telpur og drengi. Ffölbreytt úrval ávallt fyrirliggjandí. Vinnuheimilíö aö Reykjalundi Sími um Brúarland Aöalskrífstofa í Reykjavik Bræðraborgarstíg 9, Sími 22150 LeikiS fyrir... Framhald af bls. 18. ins hlotið meiri vinsældir. Leiktjöld og búningar voru eftir höfundinn sjálfan, en þýðinguna önnuðust þau f félagi, Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk, er þýddi söngtexta. Þau þýddu einnig ann- að leikrit Egners, Dýrin í Hálsa- skógi, sem frumsýnt var 1962. Það hlaut einnig miklar vinsældir og var sýnt 53 sinnum. Mjallhvít og dvergarnir sjö var sýnt 1963, alls 50 sinnum. Þeir Stefán Jónsson rithöfundur og Klem- enz Jónsson leikari bjuggu leikinn til flutnings með hliðsjón af leikriti eftir Margarete Kaiser og kvikmynd Walt Disneys. A síðasta leikári var svo flutt Ferðin til Limbó, eftir Ingi- björgu Jónsdóttur, alls 25 sinnum. Sönglög við það verk samdi Ingi- björg Þorbergs. Leikstjórn allra þessara leikrita annaðist Klemenz Jónsson, og hef- ur hann með því leyst af höndum þýðingarmikið starf í þágu íslenzkr- ar leikmenningar. „Með barnaleik- ritunum er verið að ala upp góða leikhúsgesti", sagði Kiemenz ný- lega, er Vikan kom að máli við hann, ,,og það skiptir því miklu máli að vel takist til. Það verður að vanda mjög til alls, til sýning- anna sjálfra og kosta kapps um að velja góða leikara, því börnin eru óhemju harðir dómarar. í því sam- bandi vil ég nefna þá Bessa Bjarna- son og Arna Tryggvason, menn sem hafa sýnt að þeir kunna lagið á krökkunum og hafa lagt fram ó- metanlegan skerf til að sýningarnar tækjust vel. Svipað má raunar segja um þá Ævar, Róbert og Baldvin". A þessu leikári verður barna- leikrit Þjóðleikhússins Galdrakarl- inn frá Oz, öðru nafni Ferðin til Regnbogans, byggt á bandarískri barnasögu. Kvikmynd eftir þessari sögu hefur hlotið miklar vinsældir og meðal annars verið sýnd hér á. landi. Leikur Judy Garland þar aðalhlutverkið. Er rétt að... Framhald af bls. 11. athafnaþrá sinni, því færri verða árekstranir, sem „enda með löðrungi." HVAÐ SKEÐUR, ÞEGAR BÖRNUM ER REFSAÐ.“ Það er greinilegt að á þeim ár- um sem börnin eru að aðlagast umhverfi sínu, verða árekstrar milli barnsins og þeirra sem umgangast það. Hvers eðlis þeir eru, er fyrst og fremst undir því komið hve foreldrarnir þekkja skapgerð barnsins. Hvernig þeir bregðast við þessu vandamáli, er það sem meginmáli skiptir. Ef við beinum athygli að litlu barni, er ekki hægt að komast hjá að sjá þá orku og fjör, sem lýsir sér í hreyfingum þess. En þegar barnið er orðið þriggja til fjögra ára, hefur þetta tekið breytingum. Barnið er hætt að sýna þessi augljósu orkumerki og hegðun þess er þvingaðri. Sannleikurinn er sá, að við reynum á vöfðakerfið, þegar við bælum niður tilfinningar okkar og geðshræringar. Með því að halda í sér andan- um, getur maður bælt niður grát, reiði og önnur merki sterkra tilfinninga. Þessu eru börnin ekki lengi að kynnast. Ef foreldrarnir slá börnin eða hóta þeim í stað þess að leiða athygli þeirra og orku inn á aðrar braut- ir, þá venur barnið sig fljótlega á Þennan hátt þrjóskueinkenna. Já, það getur orðið fastur vani, sem það notar alla ævi, og þá við stöðuga orkueyðslu. Þetta er það fyrirbæri sem sál- fræðingar kalla hömlur, og það eyðir töluverðu af þeirri orku, sem annars væri til framkvæmda og til að njóta lífsins. BARNIÐ EINS OG ASNI ESÓPS. Ef nú barnið stendur andspænis árekstri miUi sinna eigin óska og óska foreldranna um að láta í minni pokann, þá er það mikil andleg áreynsla. Það verður þá „eins og asninn frægi, sem úti í flekk úr sulti lézt, því hann gat ekki úr því skorið, hver útheys- tuggan væri bezt.“ Þessir árekstrar í sálarlífi barnsins eru hættulegir. Þagar þeir eru orðnir of miklir og ekki hægt að innbyrgja áhrifin, verða þau að brjótast út og þá skeður það venjulega í gegnum einhverj- ar „bakdyr" og foreldrarnir eiga það á hættu að barnið verði taugaveiklað og sýni það í hegð- un sinni. Svo koma líka til þær hömlur, sem orsakast af því að barnið er hrætt við refsingu og fyrir- litningu. Börn sem alast upp við slík skilyrði verða tortryggin, óörugg og ósjálfstæð. Það verð- ur þá að vana hjá þeim að finn- ast að aðrir hafi rétt til að taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd og dæma hvað rétt sé eða rangt, þau missa eigin persónuleika og verða háð áliti foreldranna og síðar ef til vill annarra hús- bænda. ÁST GETUR ORÐIÐ AÐ HATRI. Það er oft þannig að það eru minnstu börnin sem oftast verða fyrir líkamlegri refsingu, þau fá annað hvort löðrung eða rass- skell. Eftir þær aðgerðir er barnið oftast í uppnámi. Það eru líklega fæstir foreldr- ar sem trúa því, að með því að refsa börnum sínum, geta þau snúið ást þeirra upp í hatur. Það er erfitt að komast að því hvort barnið ber hatur í brjósti. Hið hræðslukennda hatur, sem skapast við refsinguna víkur oftast fljótt fyrir öðrum áhrif- um, en það er ekki þar með sagt að það gleymist. Það getur komið fram í leik barnsins, í mörgum tilfellum orsakað að barnið misþyrmir dýrum og læt- ur hatur sitt bitna á sér yngri börnum. Greind börn eru oft opinskáust, eins og drengurinn, sem bað í kvöldbæninni sinni: — Góði guð, rífðu handlegginn af henni mömmu, svo hún geti ekki slegið mig!“ Það er sérstaklega hættulegt, þegar barnið skilur ekki sjálft hvers vegna því var refsað. Þannig fór fyrir litla drengnuin sem ætlaði að gleðja ömmu sína og sagði „Fjandinn í hel- víti.“ Hún var alltaf svo hrifin þegar hann hafði lært ný orð, en í þetta sinn sagði hún að hann væri ljótur strákur, og þegar pabbi hans kom heim var hann flengdur. Þetta vakti bæði hræðslu og reiði hjá drengnum, hann gat ekki skilið að faðir hans, sem annars var svo góður við hann, 34 VIKAN 50-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.