Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 16
16 VIKAN 50-tbl- I. Ungi Ameríkumaðurinn var að gera það, sem hann hafði gert, ef veður leyfði, flest kvöld þeirra þriggja ára, sem hann hafði dvalið í Madrid. Hann gerði sérstakt far um að gera nákvæmlega þetta. Það var mikilvægt, skelfilega mikilvægt. Eftir að hafa rennt sér í dökk- bláa 'jakkann, sem hann hafði keypt hjá Abercrombie síðast þegar hann heimsótti New York, lagaði hann bindið einu sinni enn, strauk í síðasta skipti yfir hárið og var tilbúinn. Hann sneri sér frá speglinum, gekk út úr svefnherberginu, gegnum setu- stofuna og út úr íbúðinni, læsti dyrunum vandlega eins og æv- inlega. Þetta var Ijómandi júní- kvöld í Madrid. Veðrið leyfði hugsaði hann beisklega. Fáeinum minútum seinna skálmaði hann eins og svo oft áður í áttina til Teatro Real de la Opera, áfram framhjá stóru, þöglu húsinu, sem nú stóð á þrítugasta ári endalausar end- urbyggingar, gekk í gegnum skóg af glæsilegum styttum á Plaza de Oriente, síðan áfram til Plaza de Espana, umhverfis styttu Cervantes, minnismerkið um fyrsta smásagnaskáld heims- ins, síðan að lokum út á Gran Via, iðandi, öskrandi Spán hversdagsins. Þar nam hann staðar og keypti pakka af ame- rískum sígarettum af fötluðum manni í hjólastól. Hann átti í vandræðum með að kveikja í sígarettunni, ekki vegna vinds- ins, né heldur vegna brigðulla spánskra eldspýtnanna, heldur vegna þess að hann var ofboðs- lega skjálfhentur. Fullur samúðar rétti sá fatl- aði honum logandi sígarettu- kveikjara, og hann neyddi sig til að þakka honum og tala eðli- lega um svalt kvöldið. Svo lagði hann aftur af stað, gekk upp eftir Gran Via, hikaði andartak frammi fyrir Posada del Mar, eins og hann væri að bræða með sér að fá sér drykk þar bak við gangstéttarborð, snerist síðan hugur, gekk yfir götuna að öðru gangstéttarkaffihúsi. Hann pant- aði bjór og sat og dreypti rólega á honum, maður sem hafði næg- an tíma. Hann var viss um það nú, að honum hafði ekki verið veitt eftirför, en hann varð að vera meira en viss. Þegar hann hafði að hálfu lokið við bjórinn, setti hann tvo fimm peseta peninga á borðið. Síðan, eftir að hann hafði dreypt á í annað sinn, var eins og honum flygi allt í einu eitthvað ákveðið í hug. Hann stökk á fætur og þeyttist fimm- tán metra að strætisvagnabið- stöð og kastaði sér inn í stræt- isvagninn, þegar dyrnar voru að lokast. Hann sat í vagninum þar til hann var kominn út í nyrðri hluta Parque del Retiro, þar til Calle de Alcalá var orðið Carr- etera de Aragon. Þá stökk hann skyndilega úr strætisvagninum, þegar hann sá leigubíl standa á götuhorni. Hann sagði leigubíl- stjóranum að aka að flugaf- greiðslu Iberia flugfélagsins. Honum þótti sárt að þurfa að yfirgefa Madrid svo skyndilega, sömuleiðis að ástæðan fyrir skyndilegri brottförinni var ekki aðeins skelfileg, heldur einnig óumflýanleg. Óviljandi, svo ó- viljandi, að það hafði komið eins og tvöfalt taugaáfall, hafði hann uppgötvað að í hinni raunveru- legu áætlun varðandi morðið á Panamamanninum Carlos Ferr- az, sem myrða átti meðan stóð á ráðstefnu Spánar og spænsku- mælandi Suður-Ameríkumanna í Madrid, fólst hans eigið morð. Það átti ekki að hjálpa honum og veita honum skjól handan járntjaldsins. Hann átti að deyja með hræðilegum hætti. Þeir hötuðu hann ekki; þeir höfðu ekkert á móti honum. Það var einfaldlega, að hann var þeim meira virði dauður en lifandi, staðreynd, sem erfitt var að kyngja fyrir nokkurn mann, jafnvel þótt hann hefði hugsjón. Hann hafði haft heppnina með sér á skrifstofu Iberia. Einn far- þeginn hafði afpantað sæti sitt á ferðamannafarrýminu, svo hann gat yfirgefið Madrid á leið til New York eftir eina klukku- stund og fimm mínútur. Þótt af- greiðslumaðurinn hefði beðið hann um að koma til Barajas flugvallarins eins fljótt og mögu- legt væri, lét hann leigubílstjór- ann aka í svo mörgum hlykkjum og fara svo marga króka, að það hefði verið ómögulegt að veita honum eftirför, án þess að hann vissi Hann andaði léttar; hann var farinn að láta sér detta í hug, að hann myndi lifa nógu lengi til að stíga upp í flugvélina. — Enginn farangur, senor? Vigtarmaðurinn á Barajas var ofurlítið undrandi, en honum var í rauninni alveg sama. — Eng- inn farangur? — Ég hafði engan tíma til að pakka, sagði ungi maðurinn. — Ég kem beint frá skrifstofunni. Bólusetningarvottorðið hans var falsað. Vegabréfið, sem hann bar, var ekki hans eigið, aðeins hans mynd í því. Það væri ekki hægt að rekja för hans út úr Madrid, og þegar farþegaþotan tókst á loft, birti töluvert yfir von hans um að sleppa heilu og höldnu. Framhald á bls. 52. 5o. tw. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.