Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 15
5. tilutí (ökosopu nnar: Peking - Paris 1907 undir hjólin. Loks stóð bíllinn eins og á sokknum vörðum, en það var eftir að ná honum út úr feninu. Þeir spenntu þrjá uxa fyrir bílinn og drógu hann afturá- bak upp úr. — Vísið okkur veginn til Ki- ahkta, sagði Borghese á rúss- nesku, meðan hann taldi fram björgunarlaunin. Einn Mongólinn skildi og svaraði á sama máli: -— Það eru tvær leiðir. Önnur er yfir fjöllin, hin eftir sléttunni. — Hvor er betri? spurði Borg- hese. — Þú ert á þeirri betri. — Vertu svo vænn að sýna okkur þá verri, sagði prinsinn og var vísað upp í fjöll. Þeir fikruðu sig upp eftir fjöll- unum, sem umluktu Urga. Svo var að fara niður. Brekkan var brött niður að gljúfri og stráð með stórgrýti. Slóðinn lá á barmi hengiflugsins. Þeir óku með mestu varúð, og loks komst bíll- inn ekki lengra. Tveir stórir steinar voru sinn fyrir hvoru framhjóli. Þeir reyndu að hnika steinunum frá, án árangurs. Að lokum settist Guizzardi undir stýri og tókst að aka yfir stein- ana, með því að þenja vélina til hins ýtrasta. Um leið og billinn skrapp yfir björgin, reyndist þessi mikla vélarorka og snar- brattinn Guizzardi óviðráðanleg; það hafði líka farið olía og alls konar skítur á bremsurnar og þær voru óvirkar. Bíllinn rann á ofsaferð niður eftir gljúfurbarm- inum og Ettore gat ekki margt annað gert en reyna að halda sér — í stýrið. Barzini hljóp eins og fætur toguðu á eftir og hróp- aði: STOPP! — en tafðist drjúg- Á sléttum Síberíu. Verstustengurnar voru milusteinar á þessum slóðum. um við að forða sér undan verk- færum og öðrum farangri, sem þeyttist eins og skæðadrífa af ítölunni, þegar hún hentist yfir stokka og steina. Að lokum tókst Guizzardi að beina henni nægi- lega mikið upp á móti og með skárri bremsunni — handbrems- unni — lánaðist honum að binda endi á þetta gönuskeið. Það tók þá drjúgan tíma að safna saman dótinu sem losnaði — sumt af því lenti ofan í gljúfrinu og varð að sækja það þangað — binda það aftur og líta eftir skemmd- um á bílnum. Borghese ákvað að snúa baki við fjollunum. Það var fásinna að fara þau, svo fremi minnsti möguleiki væri að komast fram hjá þeim. Sléttan var fen, Hann ætlaði að reyna milliveginn og Framhald ó bls. 20. Italan neyddist til að aka eftir teinum Trans-Síberíu lestarinnar. Með í ferð- um v?.r síberískur lögreglumaður með rautt flagg til að stöðva komandi lestir. Það hreif ekki alltaf. Yfir sumar síbersku árnar var óhjá- kvæmilegt að fara á ferjum, og það var stundum viðsjált að aka út í þær og aftur í land. (Sjá mynd efst til hægri). Síbersku bændurnir höfðu al- drei séö vélknúið farartæki fyrr (sjá mynd til hægri) ... og fannst það hlægilegt fyrirbrigði. (Sjá mynd að neðan.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.