Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 11
sem stöðugt voru á hreyíingu, eins og eftir tónlist. Svo var það röddin, það var nóg að heyra röddina þá gleymdu menn raunum sínum. Þegar lófatakið dundi yfir hana, reis Sarah Bernhardt upp, hún hafði setið hálfpartinn í felum í stúku sinni. Hún sneri sér að áhorfendum, festi ást- leitin kattaraugu sín á þeim, og þegar áhorfendur urðu hennar varir, dundi lófatakið til hennar líka, Parísarbúar afneita ekki sínum eigin borgarbörnum, og það gerðu ekki heldur elskulegir leikdómarar Söru. Blöðin voru full af lofi um Eleonora Duse, hún hafði réttlætt orðróminn um leikhæfileika sína, en Sarah var líka mikil leikkona. Þær gátu báðar verið ánægðar með sitt hlutskipti. Þetta kapphlaup í leiklistinni átti ekki við Eleonoru Duse. Hún hafði, þrátt fyrir það hve ung hún var að árum, leikið í Evrópulöndum og í Ameríku. En það var ekki lófatak og peningar sem hún sóttist eftir. Hún elskaði hið raunverulega líf meira en leikhúsið og fyrirleit allt sem var óraun- verulegt við leikhúsið, hún vildi t.d. aldrei nota andlitsfarða eða önnur hjálp- armeðul til að auka áhrifin af leik sínum. Hún þurfti þess heldur ekki. En áreynslan við að opna þannig sál sína fyrir áhorfendum, varð henni eigin- lega um megn, hún varð stöðugt veikari, og það leið ekki sá dagur að hún væri hitalaus. Þegar hún fór í Parísarferðina, var hún fyrir löngu búin að koma upp sínum eigin leikflokki, en hún gat ekki leikið nema sextíu kvöld á ári, heilsa hennar leyfði ekki meiri áreynzlu. Hún var því engin baráttumann- eskja. Sá sem kom því til leiðar að Eleonara Duse fór til Parísar, var elskhugi hennar, skáldið Gabriele d’Annunzio. Eleonora Duse hafði mjög sterka ætt- jarðarást. ítalska þjóðin var ung, hafði mótazt af blóðugum bardögum, og skáldið d'Annunzio var rödd hinnar ungu ítalíu. í leikritum hans fann hún sannari mynd, en í þeim leikritum sem hún hafði- á leikskrá sinni. Gabriéle d’Annunzio var ekki fölleitur draumaprins, hann var ungur og kátur, og hin elskandi Eleonora fann í honum markmið og uppfyllingu drauma sinna. En d’Annunzio vantaði nokkuð í sitt, að öðru leyti auðuga líf; hann hafði ekki hjartað á réttum stað. Hégómleiki hans og dramb höfðu brennt hann í báða enda. Hann lifði eingöngu fyrir heiður sinn sem rithöfundur og fyrir Ítalíu. Eleonora Duse vissi þetta, og þegar hann bað hana um að fara til Parísar og sigrast á Söru Bernhardt, til að undirbúa jarðveginn fyrir eigin leikrit hans, þá hlýddi hún honum. Þegar d’Annunzio sá að Sarah Bernhardt hélt velli í París, gerði hann það sem hann var vanur að gera gagnvart þeim konum sem hann var ákveðinn í að sigra, hann ákvað að ná áslum Söru. Fyrsta kvöldið sem hann sá hana á leiksviðinu, flýtti hann sér heim á hótelið og lrringdi í ástmey sína: — Elskan mín, ég held að þú hafir verið brjáluð, að láta þér detta í hug að stilla þér upp á móti þessari goðum bornu veru! Hún er mesta leikkona sem ég hefi augum litið! Nú hefi ég bara eitt takmark í lífinu og það er að fá hana til að leika í öllum mínum leikritum! Eleonora Duse hafði fórnað d’Annunzio allri ást sinni, stolti og peningum. Nú varð hann eftir í París, til að skrifa leikrit fyrir Söru Bernhardt. Hún fór alein aftur til ítalíu, hrein- lega flýði, með sitt særða stolt til Flórenz þar sém hún hafði komið sér upp íbúð. Þar hafði hún komið bókum sínum fyrir, og þar fyllti hún allt af rósum, hvítar rósir voru uppáhalds- blóm hennar. Þessutan var þetta heimili hennar bert og nakið, eins og klaustur, sól og gott loft var það eina sem henni fannst hún hafa þörf fyrir. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem lífið fór um hana ómjúkum höndum. Hún var leikhúsbarn, fædd á dimmri haustnóttu, í þriðja flokks járnbrautarklefa, á leiðinni milli Venezia og Vigevano. Foreldrar hennar voru í flokki farandleikara. Þau voru mjög fátæk og á stöðugum ferðalögum. Þegar lestin kom til Vigevano, lagði faðirinn dóttur sína í kassa, sem hann hafði fundið í leiktjaldageymslunni. Kassinn var úr gleri og klædd- ur gylltu brókaði. Hann fór með barnið í kassanum til kirkjunnar í Vigevano, en þar sem þetta var á byltingar- tímum, var hann stöðvaður af hermönnum, sem voru á verði fyrir utan kirkjuna. Hermennirnir héldu að hann væri með einhverja helgigripi í gullkassanum og heilsuðu með vopnum sínum. Hann lét skíra telpuna: Eleonora Guilia Amalia. Þeg- ar hann kom heim, sagði hann við konu sína: — Dóttir okkar á eftir að verða fræg persóna, hermenn- irnir heilsuðu henni með byssum sínum! Framhald á bls. 44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.