Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 20
Hér sést Rommel marskálkur (til hægri) heilsa Hitler, meðan allt lék í lyndi milli þeirra. Hann stjórnaði þýzka Aíríkuhernum og varð Irægur af. Raunar var sá hluti hersins, sem þekktur varð undir nafninu Afríkuher Rommels, aðeins lítill hluti alls þýzka liðsins þar suður frá, en það var á víð og dreif um mikinn hluta Norður-Afríku. Ó Ungir menn á leið til ís- lands árið 1939. Uórenz er hægra megin og reykir pípu. í Afríkusól. Lorcnz situr vinstra megin á bílnum. £ Fjórir félagar úr vclaher- deild Rommels. ,,Ég hcld að þetta hafi verið eini bjór- inn, sem við fengum í Afríku," sagði Lorenz. Hann stendur til hægri. O naumindum að okkur tókst að urga fyrir farinu með Lyru gömlu, með því að selja myndavélarnar okkar og hjólin og annað sem við gótum við okkur losað. Loks komumst við þó til Bergen, en óttum ekki grænan eyri. Við fórum upp í danska sendi- róðið og báðum um lán. Eg man, að þetta var á afmæli danska kon- ungsins, líklega í septemberlok, því sendiráðið var fánum skreytt. Jú, við gátum fengið lánað, á þann hátt að sendiráðið borgaði fyrir okkur matinn á veit'ingahúsi þann dag, og svo gátum við komið dag- inn eftir niður á járnbrautarstöð og fengið farmiða til Kaupmannahafn- ar. Ekkert skotsilfur. Við notuðum daginn til að skoða okkur um í Bergen, og næsta dag mættum við á járnbrautarstöðinni. Þar kom mað- ur frá sendiráðinu og lét okkur hafa farmiðana og fimm krónur að auki í vasapeninga, allt gegn kvittun. Og ég man, að karlinn gekk fram og til baka á brautarpallinum, þar til lestin var komin á skrið, til að vera viss um, að við styngjum ekki af til að selja farseðlana. — Þeir sendiráðsmennirnir hafa víst haft slæma reynslu af sumum þeirra, sem komu til að fá lán hjá föður- landinu. Þegar til Danmerkur kom, flýtti ég mér að borga iánið, svo ekki 20 VIKAN 14-tbl- kæmist upp um mig. Ég átti þar nokkrar krónur, rétt rúmlega það sem ég þurfti til að borga lánið, en það var nókkuð há upphæð miðað við verðlag. Ferðin frá Bergen til Danmerkur kostaði 90 krónur, en mánaðarkaupið var 110 krónur.- Það þætti dýrt nú. Þá fór ég að vinna sem fjósa- maður í Danmörku og hætti að skrá mig sem þýzkan ríkisborgara. Vorið eftir hernámu Þjóðverjar Danmörk, og fór þá að fara um mig. Ég hafði fengið boð um að mæta til her- skráningar, en ekki í ábyrgðarbréfi, svo ég lét sem ég hefði aldrei feng- ið það í hendur. Ég reyndi að halda mig eins langt frá Þjóðverjum og mögulegt var, en það var erfitt f Danmörku á þessum tímum, því þeir voru um allt. Stundum hefði verið gaman að tala við strákana, en ég forðaðist að láta uppi að ég kynni orð í þýzkri tungu. En ein- hvern veginn komst upp um mig. Ekki veit ég hvernig, en Danmörk er ekki stór og tíðindi spyrjast þar sem annars staðar. Svo var hringt til mín frá þýzka sendiráðinu. Þjóðverjinn byrjaði strax að bölva. Ég greip fram í og hótaði að leggja á, ef hann væri að for- mæla mér. Þá skipaði hann mér að mæta í Arósum eftir fjóra daga til herskráningar. Hefði ég þá verið eins klókur og ég er nú orðinn, hefði ég aldrei farið þangað, heldur beint til Kaup- mannahafnar og þaðan einhvern veginn yfir sundið til Svíþjóðar. En ekki hugsaðist mér það þá. í lestinni hitti ég hóp af Þjóð- verjum, sem höfðu farið að eins og ég. Við bjuggumst við öllu illu vegna óhlýðninnar, en það var tek- ið vel og kurteislega á móti okkur, við fengum hádegismat og kvöld- mat, vorum munstraðir í herinn og svo fengum við að fara heim aftur. Því hafði enginn búizt við. Allra sizt ég, sem átti alltaf von á því að verða tekinn fastur út af því, að ég hafði mótmælt nasistafundi, meðan ég var á skóla í Danmörku. Og ég hafði ástæðu til að halda, að ég væri á svörtum lista. Þegar skólinn var úti, sama árið og ég mótmælti nasismanum, var farið í ferðalag til Þýzkalands. Skólastjórinn, Hans Lund, kallaði mig fyrir sig og sagði: — Þú ferð ekki með. Þú hélzt þessa ræðu, og þú ferð ekki með. Og þegar bíllinn kom að landamærun- um, var þaulleitað í honum — að mér. Svo það var varla nema von, að ég væri svolítið smeykur. Nokkrum dögum eftir herskrán- inguna fékk ég svo ábyrgðarbréf, þar sem mér var gert að mæta til þjónustu. Ég átti að koma til Wupp- ertal í Ruhrhéraðinu, og allt var á kafi í snjó í Danmörku. Járnbraut- irnar gengu ekki nema með höpp- og glöppum vegna ófærðar. En við komumst þetta samt, og allir vorkenndu okkur þessi ósköp, aum- ingjunum, sem voru að fara í stríð- ið. Ég var settur í „véladeild", það er hóp, sem átti að þjálfa í að aka þungaflutningabílum. Þótt við vær- um búnir að taka bílpróf einu sinni, sögðu þeir að það gilti ekki neitt, því við kynnum ekki einu sinni að ýta farartæki upp brekku sjálfir. Þetta var fjögurra mánaða erfið þjálfun, en ég komst kannski léttara út úr því en allur fjöldinn, því ég var sterkur og harður af mér, með- an ég var upp á mitt bezta. En það get ég sagt þér, að það er áreiðan- lega slæmt að vera hermaður, en hátíð móti þv( að vera hermaður fyrir þjóð, sem maður hatar meira en flest annað. Því ég var almn upp á dönsku, mjög þjóðlegu heim- ili, þótt það væri sunnan við landa- mærin. Maður er óánægður með allt og mótfallinn flestu, en þorir ekkert að segja, því í Þýzkalandi mátti ekki opna munninn á þessum tíma. Svo mikið vissi ég, frá því að var krakki. En þarna var sem sagt skotið og marsérað og bílpróf tekið upp á nýtt, við vorum látnir skríða og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.