Vikan


Vikan - 06.04.1967, Síða 19

Vikan - 06.04.1967, Síða 19
O Heima í Melgerði. Lórenz hreiðrar um sig í sófanum með konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, Árna, syngsta syni sínum, og Lorenz, scm er næst yngstur. Sennilega eru ekki margir úr her Rommels hér á landi. Okkur er þó kunnugt um einn. Það er Lorenz Lorenzen, sem til skamms tíma var mjólkurbílstjóri í Mosfellssveit. Hann er nú á förum til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni og hyggst setjast þar aS. - Hann segir okkur frá því, sem á daga hans dreif á stríðsárunum, hvernig það atvikaðist að hann gekk í herinn, frá þjálfun ný- liðanna, sögulegri ferð sinni til Afríku og ósigrinum þar, fangavist sinni í Afríku og síðan Kanada, og loks heimkomunni. flytjast búferlum til Svíþjóðar. Það er eftirsjó að Lórens. Hann er maður jafnlyndur og glaður, og þó sjaldan hann reiðist er reiðinni lokið fyrr en varir og enginn brodd- ur eftir. Hann er jötunn til allra verka og samtímis ræðinn og segir skemmtilega og græskulaust frá á sínu eigin tungumáli, sem er listi- lega samtvinnað úr dönsku, þýzku ensku og íslenzku, en hverjum manni Ijóst og glöggt, sem á heyrir. Lórens er fæddur þýzkur ríkis- borgari í Suður-Slesvig, skammt suður af landamærum Danmerkur. Fólk hans lítur á sig sem Dani og heimilið er mjög danskt í háttum og hugsun, meira að segja töluð danska heima fyrir, þótt þýzka verði að gilda við nágrannana. Lórens segist sjálfur hafa verið orðinn tölu- vert stálpaður, þegar hann gerði sér grein fyrir, að hann talaði í rauninni tvö tungumál jöfnum hönd- um. — Þegar hann var að alast upp, var nazisminn allsráðandi ( Þýzkalandi, og til þess að losa syn- ina undan áhrifavaldi hans, sendi faðir Lórensar þá yfir til Danmerk- ur jafnóðum og þeir fermdust. Þann- ig atvikaðist það, að Lórens var á dönskum lýðháskóla, þegar Thor Jensen skrifaði einum kennara skól- ans árið 1939 og bað hann að út- vega sér nokkra röska stráka í vinnumennsku að Korpúlfsstöðum. — Ég ætlaði að fara til Finn- lands, segir Lórens, — en til þess þurfti ég vegabréfsáritun af þvt að ég var þýzkur borgari, sem ekki þurfti til íslands svo ég sló til. Fyrst var ég í útivinnu, en svo sáum við að það var hægt að hafa meiri frí með því að vera í fjósinu, svo ég kom því þannig fyrir, að ég fékk að fara í sumarfjósið frá Korp- úlfsstöðum, sem er núna nýbýlið Hamrafell. Þar voru 60 kýr, og með þær vorum við tveir strákar og kona, sem hjálpaði okkur að mjólka það sem var fram yfir 42 kýr. Þá var allt mjólkað með hönd- unum. Þetta var lúxuslíf, bara að mjólka og hreinsa fjósið og mjólkin var sótt einu sinni á dag. Þetta stóð aðeins einn sumar- tíma. Við áttum að fara heim aftur 3. september, að mig minnir. En svo skall stríðið á, og ég þorði ekki að sýna þýzka vegabréfið mitt. Allir héldu, að ég væri dansk- ur. Félagi minn, Dani, fór [ danska sendiráðið og fékk vegabréf út á ökuskírteinið sitt. Þetta var bráða- birgðavegabréf, sem gilti i þrjá mánuði og var kallað „skandina- visk resjepas." Ég var með honum og heldur aumur að sjá líklega, því stúlkan spurði mig: — Átt þú ekki neitt? — Nei, ég á ekki neitt, svar- aði ég. — Þá færðu þú heldur ekki passa, sagði hún. Þá mundi ég eftir þvi, að ökuskirteinið mitt var gefið út í Danmörku, svo ég sagði henni upp á von og óvon, að ég ætti raunar ökuskirteini. — Það er alveg nóg, sagði hún. En hún rak auðvit- að strax augun í það, að ég var fæddur í Þýzkalandi. — Fædd- ur í Þýzkalandi? spurði hún. — Já, svaraði ég, — þú manst þó líklega hvernig það var með norð- ur-Slesvig, það er komið undir Dan- mörk. Og til allra hamingju var hún svo þunn, að hún tók það gott og gilt og ég fékk passann. Ein- hverju varð ég að Ijúga, svo ég kæmist heim. Við áttum fríar ferðir vegna vinn- unnar hér, en nú höfðu fargjöldin hækkað svo mikið, að við urðum að bæta við. Það var rétt með H. tw. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.