Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 22
Herbergið var tólfhyrnt og
gluggalaust. Óbein lýsingin var
rauð. Veggirnir voru þaktir með
þykku, rauðu efni, sem hékk í
fellingum frá lofti niður á gólf.
Þunglamalegur armstóll og rúm
í miðju herberginu voru klædd
með sama dökkrauða litnum. Og
til að kóróna allt, var hringlaga
spegill í loftinu, sem sýndi her-
bergið á hvolfi. Minni mitt brauzt
um í öllum þessum roða og fann
samanburðinn, sem það var að
leita að: Hóruhús samkvæmt
tízku frá Napóli, sem ég hafði
heimsótt í Mexíkó City — í starfs-
erindum.
— Engin furða þótt hann
drykki, ef hann hefur orðið að
sofa hér.
— Þetta var ekki svona, sagði
hún. — Hann hlýtur að hafa
látið gera þetta nýlega.
Ég gekk um herbergið. Á hverj-
um beinum fleti var útsaumað
með gulli eitt af hinum tólf
stjörnumerkjum — bogamaður-
inn, nautið, tvíburarnir og allt
hitt dótið.
— Hefur faðir yðar áhuga fyr-
ir stjörnuspádómum?
— Já, sagði hún skömmustu-
lega. — Ég hef reynt að rökræða
þetta við hann, en það hefur
ekkert að segja. Hann stakk sér
á kaf í aliskonar störnugrúsk,
þegar Bod dó. Ég hafði samt ekki
hugmynd um, að hann væri
svona djúpt sokkinn.
— Stendur hann í sambandi
við einhvern sérstakan stjörnu-
spámann? Það er allt fullt af
þeim.
— Ég veit það ekki.
— Ég fann skáp bak við eitt
veggtjaldið. Hann var fullur af
fötum og skyrtum og skóm, allt
frá golfgalla upp í kjólföt. Ég
fór kerfisbundið ofan í alla vas-
ana. í brjóstvasa eins jakkans
fann ég veski. í veskinu var
vöndull af tuttugu dollara seðl-
um og ein Ijósmynd.
Ég hélt myndinni upp að per-
unni, sem lýsti upp skápinn.
Þetta var spákonuandlit með
dökk og dapurleg augu og þrýst-
inn munn. Niður með vöng-
unum féll svart hár að háum
kraganum á svörtum kjól, sem
hvarf í listrænni móðu neðst á
myndinni. Kvenmannshönd hafði
skrifað með hvítu bleki, þvert
yfir kjólinn: Til Ralph frá Fay
með kveðju.
Þetta var andlit, sem ég hefði
átt að þekkja. Ég mundi eftir
þessum dapurlegu augum, engu
öðru. Ég stakk veskinu aftur í
jakka Sampsons en bætti mynd-
inni í myndasafnið mitt, sem
taldi eina mynd fyrir.
— Sjáið, sagði Miranda, þegar
ég sneri aftur inn í herbergið.
Hún lá á rúminu með pilsið rétt
ofan við hnén, það var eins og
líkami hennar logaði í rauðu ljós-
inu. Hún lokaði augunum. —
Hvað minnir þetta brjálaða her-
bergi yður á?
Hár hennar logaði allt í kring.
Andlitið, sem vissi upp, var lok-
að og dautt. Hún logaði öll eins
og fórn á allari.
Ég gekk yfir herbergið og lagði
höndina á öxlina á henni. Rauða
Ijósið skein í gegnum hönd mína
og minnti mig á, að innan í mér
var beinagrind. •— Opnið augun.
Hún opnaði þau og brosti: —
Þér sáuð það, var það ekki?
Fórnina á heiðnu altari — eins
og Salammbo. /
— Þér lesið of margar bækur,
sagði ég.
Ég hvíldi höndina enn á öxl
hennar og skynjaði sólbrúnt hör-
undið. Hún sneri sér snöggt að
mér og kippti í handlegginn. Var-
ir hennar voru heitar á andliti
mínu.
— Hvað gengur á? spurði
Taggert í dyrunum. í rauðri birt-
unni var andlit hans eins og hann
hefði blóðkreppusótt, og hann
brosti enn þessu sama hálfbrosi.
Hann hafði gaman af atburð-
inum.
Ég rétti úr mér og Iagaði jakk-
ann minn. Mér var ekki skemmt.
Miranda var það ferskasta, sem
ég hafði snert í háa herrans tíð.
Hún kom blóðinu til að þjóta
um æðar mínar eins og hestar á
veðhlaupabraut.
— Hvað ertu með svona hart
í vasanum? spurði Miranda háll
og greinilega.
— Ég er með byssu.
Ég dró fram myndina af kon-
unni og sýndi þeim báðum. •—
Hafið þið nokkurn tíma séð hana
áður? Hún kallar sig Fay.
— Ég hef aldrei séð hana,
sagði Taggert.
— Nei, sagði Miranda. Hún
brosti til hans útundan sér, sam-
særislega, eins og nú hefði hún
mark yfir.
Hún hafði notað mig til að
örva hann, og það gerði mig
reiðan. Þetta rauða herbergi jók
mér reiðina. Það var eins og að
vera staddur inn í brjáluðum
heila með engin augu til að sjá,
ekkert til að horfa á, nema öfuga
spegilmynd þess sjálfs. Ég flýtti
mér út.
5
Ég þrýsti á bjölluhnappinn og
innan stundar heyrðist djúp
kvenmannsrödd í dyrasímanum.
— Hver er þar?
— Lew Harper. Er Morris
heima?
— Já, gerið svo vel. Það urr-
aðí í áhaldinu, sem opnaði dyrnar
á blokkinni.
Hún beið, þegar ég kom upp
stigana, feit, ljóshærð kona, ofur-
lítið tekin að fölna, hamingju-
samlega gift. — Það er langt síð-
an við höfum sézt. Morris svaf
yfir sig í morgun. Hann er enn
að borða morgunmat. Ég leit á
úrið. Klukkan var hálf fjögur.
Morris Cramm var greinahöfund-
ur fyrir dagblöð, og vann frá sjö
á kvöldin til fimm á morgnana.
Konan hans leiddi mig í gegn-
um híbýli, sem voru sambland af
setustofu og svefnherbergi, þar
sem allt úði og grúði af blöðum
og bókum og óumbúnum rúmum.
Morris sal í baðslopp við eldhús-
borðið og starði á tvö steikt egg,
sem mændu á hann á móti. Hann
var lítill vexti, dökkur yfirlitum
með stingandi svört augu, bak
við þykk gleraugu. Og bak við
þessi augu var spjaldskrá, sem
geymdi allt það helzta um Los
Angeles.
— Góðan daginn, Lew, sagði
hann án þess að rísa á fætur.
Ég settist gegnt honum. — Það
er komið fram undir kvöld.
-— Það er morgunn fyrir mér.
Tíminn er afstætt hugtak. Hvaða
hluta heila míns hefurðu í hyggju
að nýta þér núna í morgunmálið?
Hann lagði á áherzlu á síðasta
orðið, og frú Cramm undirstrikaði
það með því að hella kaffi í bolla
22 VIKAN 14- tbl-