Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 29
verið gert ráð fvrir því að barnið, sem frú Kennedy átti von á, myndi fæðast í Washington, en tvö sjúkrahús komu til greina, Bethesda og Walter Reed. Dr. Walsh var úr land- liernum, svo að Walter Reed-sjúkrahúsið (það tilheyrir landhernum) varð auðvitað fyrir valinu. En Burkley hafði hegðað sér heimskulega. Hann hafði pantað þessa sömu íhúð fyrir liina verðandi móður og ]>egar hún heyrði það, hafði hún skrifað honum hressilega orðað hréf. Þótt almenningur vrði þess aldrei var, gátu skapsmunir Jacqueline Kennedy orð- ið ógnvekjandi. Burkley hafði því haldið sig í hæfilegri fjar- lægð frá henni þangað til nú. En hún gat einnig látið í ljós meðaumkvun, sem spratt fram sem af eðlisávísun, og þeg- ar liann byrjaði, lieldur klaufalega, að lýsa tilfinningum sín- um — hann gat ekki látið sér detta í hug neitt annað en venjuhundin orðatiltæki — þá sagði hún, hversu mikils þau forsetinn hefðu metið alúð iians í þjónustunni við þau. Siðan fór hún niður i jakkavasa sinn, tók upp eitl rauðu hlómanna, sem læknirinn hafði fengið henni í líkvagninum í Dallas, og fékk honum það. Mannfjöldinn í viðhafnaríhúðinni i sjúkratnisinu varð mestur næstsíðustu klukkustund föstudagsins. Klukkan tiu kom Margie McNamara aftur frá skátafundinum. Etliel Kennedy liafði kallað á vettvang Charlie og Mörthu Bartlett, og þar eð um það hil tveir tug'ir manna voru nú staddir i íbúðinni, var hún nokkurnveginn fullskipuð. Charlie fannst Jackie vera „í jafnvægi“ en framkoma hennar undar- leg. Hún talaði um morðið — mér skildist að hún liefði verið að tala um það um nokkurt skeið. Hún sagði mér-frá rauðu rósunum og nýja rauða teppinu, sem þau höfðu ætl- að láta setja á g'ólfið í skrifstofu forsetans þennan dag, og frá blóðinu. Hún grét ekki. Tárin voru örskammt undan, en þau brutust ekki fram. Bohbj’ gaf öllu gætur, þögull, reiðuhúinn. Hann var geigvænlegur, lágvær eins og alltaf.“ McNamara talaði um hversu stórkostlegt annað fjögurra ára stjórnarlímahil Kennedys hefði orðið. Charlie Barllett spurði hvort hann vissi, að honum hefði verið ætlað utan- ríkisráðherraemhættið það tímahil Charlie hafði það eftir forsetanum. Yarnarmálaráðherrann kinkaði liægt kolli. „Eg veit ekki liversu mikill stjórnvitringur ég liefði getað orðið,“ sagði hann, „en ég hcfði getað orðið til lijálpar í stjórninni.“ Jackie hætti að tala um athurðina í Dallas. Hún gerði lireystilegar tilraunir til að koma fram eins og vin- gjarnleg húsmóðir, jafnframt því sem hún hafnaði nýjum tilboðum um róandi lvf og endurteknum uppástungum móð- ur sinnar um að hún hefði fataskipti. Martha Bartlett liugs- aði: Það er næstum eins og hún vilji ekki að dagurinn taki enda. „Skyndilega,“ sagði Ben Bradlee siðar, „varð okkur ljóst að við höfðum verið þarna of lengi.“ Hann og Toni færðu sig í áttina til dyranna. Frú Kennedy hvatti Evelyn Lincoln, Nancy Tuckerman, Mary Gallagher og Pam Turn- ure til að aka heim og fá sér lúr. „Við verðum einhvern- veginn að lifa af þessa næstu daga,“ sagði hún við þær. Mary varð á munni spurningin: „Hvernig?“ „Verið sterkar í tvo-þrjá daga í viðbót,“ var henni svarað. „Eftir það get- um við allar leyft okkur að falla saman.“ Viðvíkjandi sjálfri sér sagði Jacqueline Kennedv við Mörthu Bartlett: „Ég fer ekki liéðan fyrr en um leið og Jack. En ég græt ekki fyrr en þessu er öllu lokið.“ Boh Kennedy virtist á háðum áttum, er hann sá að menn tóku að hafa sig á hrott. „Hversvegna farið þið?“ spurði liann er liópur þeirra færði sig að liinni stóru lyftu hússins. Þeir tautuðu afsökunarbeiðnir og flýðu. Ken 0‘Donn- ell, Larry 0‘Brien og Dave Powers ætluðu ekki, frekar en frú Ivennedv, að fara á undan forsetanum. Um það þurfti ekki að ræða. Það lá í augum uppi. Hjúkrunarkona vísaði Ethel og Jean til annarra herbergja meðfram ganginum. Walsh læknir gaf .Tean svefntöflu, og hann, Bob McNamara og Boh Kennedy urðu kyrrir hjá Jackie. Rúmri klukkustund síðar tók dr. Walsh til hand- sprautu; hann var farinn að sjá merki þess, að kraftar liennar væru algerlega á þrotum. Með tilliti til atburða tveggja síðustu daganna var ótrúlegt að hún skyldi enn vera uppistandandi — Bob Kennedy og Bob McNamara voru báðir þrekmenni langt um fram ])að venjulega, en þeir höfðu ekki verið i Texas — og þar eð læknirinn gat á eng- an liátt gizkað á, hversu mikið yrði lagt á hana i viðhót, þá gerði hann ráð fyrir að það yrði lieilmikið. Hún þnrfti að fá algera hvíld i klnkkustund — að minnsta kosti. Hann hlóð sprautuna liundrað milligrömmum af vislaril, sem er geysimikill skammtur, og sýndi henni. Hún leit efablandin á sprautuna, en lét siðan undan. „Kannski þú ættir að gefa mér eitthvað, svo ég gæti íengið mér smáblund,“ sagði hún og rétti fram handlegginn. „En ég vil vera vöknuð þegar við förum heim.“ Walsh treysti lyfinu fullkomlega; hann var sannfærður um að hún vrði sofnuð innan þrjátíu sekúndna. Þegar hiin hafði lagzt fyrir, fór hann inn i stofuna, settist þar í stól og steinsofnaði. Frú Kennedy beið og beið. Tíu mínútur liðu og ekkert skeði. IJún litaðist um eftir sigarettu. Hún sá engar, svo hún reikaði inn í dagstofuna i leit að pakka. Þegar lnin gekk framhjá stólnum, sem læknirinn sat i, vaknaði hann og leit á hana vantrúaður. Hún brosti til hans og hélt áfram öruggum skrefum. Walsh starði á hana. Niðri í líkhúsinu voru mennirnir frá útfararstofnun Gawlers næstum þrjár klukkustundir að smyrja likið. Það var óhóflega langur tími, en það var ekki útfararstjóranum að kenna. Hvorki McHugh hersliöfðingi né Burkley læknir, sem voru stöðugt i sambandi við turníhúðina, gátu ábyrgzt að kistunni yrði lokað. McHugh sagði að hezt væri að fara sér liægt og rasa elcki um ráð fram. — „Fjölskyldan getur skipt um skoðun hvenær sem er,“ sagði hann. Burkley hafði talað við frú Kennedv. Hann vissi að hún vildi að kistunni yrði lokað. „En,“ sagði hann síðar, „ég vildi alveg ákveðið hafa líkið fullklætt og gengið fullkomlega frá and- litinu, ef svo skvldi fara að fóllc opnaði kistuna eftir þúsund H. tbi. VIICAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.