Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 33

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 33
Endurminningar Rommelshermanns Framhald af bls. 21. „sigma A", sem þeir kalla. Allt í einu vissi ég ekki fyrr til, en voðalega stór Ijósakróna korri yfir hausinn á mér, alveg beint. Ég vissi ekki strax hvað var að gerast, ég hafði aldrei lent í sprengingu sjálfur, aðeins vitað af loftárásum í Þýzkalandi en aldrei nálægt mér. En þarna hrundi allt og fór á fleygi- ferð og skipið snarhallaðist um leið. Mér varð fyrst fyrir að fleygja frá mér byssunni, sem góður hermaður má aldrei gera, og hjálminum með, og svo ætlaði ég að þjóta upp. Mér lá mikið á, því hólkurinn, sem gas- gríman mín var í, var fullur af filmum og myndavél með. Og það vildi ég endilega ná í, því hólkur- inn var alveg vatnsþéttur. En það tókst ekki, því allt var á fleygiferð. Meðan ég var á leiðinni upp, urðu tvær sprengingar í við- bót. Þær flengrifu skipið svo að það snarhallaðist strax, svo mikið, að það var varla hægt að hlaupa upp móti hallanum. Það náðist aldrei einn einasti bátur niður, og kaðlar, sem átti líka að vera hægt að grípa til í neyðartilfellum (en það kemur aldrei til, því það verður alltaf hægt að setja út bátana, var sagt við okkur í upphafi) voru líka gagnslausir. Það varð ekki við neitt ráðið, ég flaug eins og mér væri kastað í sjóinn. Eitt var það, sem maður mátti aldrei skilja við sig á skipinu, hvorki í svefni né vöku, það voru björgunarbeltin. Þetta voru gamal- dags belti með korkkubbum, fjandi óþægileg að sofa á. Enda hafði maður þau oftast óbundin, til að þvingast minna af þeim. Um leið og ég skall í vatnið, var eins og ég fengi rokna hnefahögg á hök- una, það var björgunarbeltið mitt lausa, sem skall upp undir hana af þessu afli. En það var sama, fyrsta hugsunin var að komast burt frá skipinu, þótt maður hefði al- drei fengið fyrirmæli um það. Og það leið ekki nema ofurlítil stund, þar til skipið var gersamlega horf- i$. Á eftir var okkur sagt, að það hefði sokkið á þremur og hálfri mínútu. Svo lágum við þarna í ylvolgu vatni, afar þægilegu. Saltvatn ber vel, svo að það var ekki vont að halda sér fljótandi. Hausinn var alltaf upp úr. Það þýddi ekki að hugsa um að komast ( land, því það var ekkert land. Það var ekki annað að gera en reyna að vera rólegur,- en maður var náttúrlega hræddur um að drukkna, að það kæmi nótt og maður týndist alveg. Þarna var alls staðar fólk, bókstaf- lega í flekkjum, og alls konar brak úr skipinu, sem menn voru að reyna að fljóta á. Ég rakst þarna á góðan kunningja minn og við héldum sam- an. Allt í einu sáum við stóran fleka með tólf manns á. Við vorum báðir syndir og ekki lengi að taka skriðið af flekanum og ætluðum upp, en var miskunnarlaust spark- að út aftur. Það var trampað á fingurna á okkur þegar við tókum í flekabrúnina, svo að við óttuð- umst mest að fingurbrotna og hætt- um að reyna að komast á flekann. Með þessum þremur skipum var torpedobátur, og nú fór hann að kasta djúpsprengjum. Við sáum það ekki, en fundum það í sjónum svo ekki varð um villzt. I hvert skifti, sem svona sprengja springur, er eins og verið sé að slíta af manni fæturna. Það er vond tilfinning, maður reynir að kippa fótunum upp, en það bara þýðir ekkert. Þetta stóð í nokkra klukkutima, og það var komið fram undir kvöld. Allt í einu komu nokkrir fiski- prammar og fiskuðu okkur upp. Ég man eftir þessum bátum. Þeir voru með stáldekki, og það var svo heitt af sólinni, að það var ógerningur að standa á því. Við urðum að hoppa stöðugt til að brenna okkur ekki. Við vorum flestir aðeins á skyrtunum, allt annað hafði fengið að fokka til að draga okkur ekki niður, og nú rifum við skyrturnar í hengla og vöfðum þær um fæturna á okkur. Hversu margir fórust fengum við aldrei að vita. En mörg voru þau andlit úr okkar eigin hópi, sem við sáum aldrei aftur. Mest fórst þó af ítölum, þeir voru neðst í skipinu. Það var komið með okkur inn til Tripoli rétt áður en myrkrið skall á. Við vorum afar fegnir því, þá myndu þeir minnsta kosti bíða þar til aldimmt yrði áður en farið væri með okkur lengra, en ekki sýna svona hálfbera stráka í björtu. Þegar maður var um tvítugt skamm- aðist maður sín fyrir nektina. En þeir sögðu okkur að vera rólegum, við yrðum áreiðanlega settir í lok- aða bíla. Og þá var okkur alveg sama. Nei, nei, upp á opna vöru- bíla frá hernum og svo bara inn í gegnum aðalgötuna í bílnum, alla leið þangað sem heitir Kilometer Five, sem nú er stór amerísk her- stöð, rétt utan við borgina. En það mátti fólkið eiga, að það leit ekki á okkur. Það var náttúrlega orðið vant þessu, þetta var ekki fyrsti hópurinn, sem kom svona að landi. Þá vorum við komnir til Afríku á þennan hátt, gersamlega allslausir. Og þar var ekkert til. Ekki svo mik- ið sem jakkaræksni, þaðan af síður buxur eða skór. Það var ágætt, því kojur voru til handa okkur. Það kom sér vel, því við vorum allir svo slæmir á taugum eftir skip- reikann. Ef það stanzaði bíll fyrir utan og hurð var skellt, fukum við upp úr svefninum. Þessi hræðsla sat í mér í tvö ár. Það er gaman að segja frá þessu á eftir, en það var ekki gaman meðan það stóð. En okkur líkaði sem sagt vel að fá ekki úníform, nema hvað við komumst þá ekki í bæinn. Það þótti okkur galli, því Tripoli var afar falleg borg. En svona smám saman fórum við að fá eitt og annað, hnífa og gaffia, svo fékk einn skó og annar buxur. Um þjónustu var ekki að ræða, ekkert annað að gera en mæta til að fá matinn og helzt að rífa hann í sig með fingr- unum, því mataráhöld voru engin til framan af. En það mega þeir 14. tbi. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.