Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 15

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 15
gefa yður grið, fyrr en Þér komið þangað, sem örlögin ætluðu yður að fara. — Hvert Osman Bey? — Ég veit það ekki. En þar til Þér hafið náð þangað, munuð þér leggja allt i rúst Það, sem liggur á braut yðar, jafnvel yðar eigið líf... Hún myndi sjá Samuel de La Moriniére aftur. Hún yrði. Hún byrjaði að bölva honum í hjarta sínu, pirruð af hinni óttaslegnu freistingu, sem enn bjó í brjósti hennar og sem myndi yfirþyrma hana aftur, næst þegar hún yrði 1 návist hans. Maðui'inn var að minnsta kosti tuttugu árum eldri en hún. Hann var villutrúarmaður, gersneyddur allri kimnigáfu, myrkur og hrottafenginn. En hugsunin um hann gagntók hana, og hún skoðaði i hug sér i von um að uppgötva, hvort hann væri i rauninni svo gífurlega viljasterkur, að það gæti hafa skelft hana vona illa. Þegar hún hugaði um smáatriðin í viðureign þeirra, herptist háls hennar saman. Hún dýfði fingurgómunum í eina krukkuna og byrjaði að nudda gagnaugun létt með smyrslinu. Spegillinn, sem var jafn tær og skógar- tjörn, varpaði ljósinu aftur á hár hennar, og í speglinum sá hún, dauft í fyrstu, en síðan óhugnanlega skýrt eins og I martröð, gulrót- _arrauða í miðjunni, myndina af yfirskeggi Montadours kapteins. Hann hafði laumazt hljóðlega að dyrum hennar tekið í handfangið, og honum til undrunar komst hann að raun um að hurðin opnaðist fyr- irhafnarlaust. Fyrst fann hann til sigurkenndar og siðan ótta, og hann gægðist inn í myrkrið, sem ekkert lýsti nema eitt kerti. Hanri sá Angelique standa fyrir framan spegilinn. Var hún að breytast í hind? Síður, gagnsær sloppurinn sýndi fullkominn líkama hennar. Hárið féll slegið niður yfir axlirnar eins og glansfeldur. Hún drúpti höfði ofurlítið fram á við og fingur hennar mynduðu fingerðar rósir í kinn- unum. Hann læddist nær. Angelique sneri sér við, gagntekin af undrun. — Þér? — Voruð þér ekki svo almennileg að skilja dyrnar eftir ólæstar? Svitinn bogaði af honum, augun voru næstum eins og sokkin yfir rjóðum, þrútnum kinnunum, svo ákafur var hann að setja upp sitt fieðulegasta bros. Hann angaði af vini, og framteygðar hendur hans skulfu. — Svona nú, stúlka mín, hafið þér ekki haldið mér nógu lengi í spennu? Þér hljótið að vera orðin sæmilega áköf sjálf, þér eruð ekki svo gömul. Okkur gæti liðið dável saman, haldið þér það ekki? Þetta var klaufalegt og hann vissi það, en hann kom sér ekki að Því að hefja þær fögru ræður sem hann samdi í huganum til að nota við þetta tækifæri. Hann áleit betra að hefjast handa og láta verkin tala, þar sem hann myndi standa betur að vígi. Hann þreif um hana með báðum höndum. Henni varð næstum flökurt, Þegar hún fann hvap- kennda ýstruna þrýstatst að sér, og hún kastaði sér aftur á bak og sló við það einn af smyrslastaukunum í gólfið, svo hann brotnaði. Karlmannshendur, allsstaðar fálmuðu karlmannshendur eftir henni; konungsins, málaliðans, húgenottans og fjölmargra annarra, alltaf fálmandi karlmannshendur og líkamir karlmanna, sem þrýstu sér upp að henni.... Hún þreif rýting Rodogone egypzka upp úr skríninu og bar hann fyr- ir sig i vörn, í einni snöggri hreyfingu, eins og Marquise des Polacks hafði kennt henni. — Burt, eða ég sker þig eins og grís. Kapteinnin hörfaði nokkur skref, augun kringlótt af undrun. — Hvað? stamaði hann. — Og hún er vís með að standa við það! Þrumu lostið augnaráð hans hvarflaði á víxl á glitrandi blaðið og glampandi augu konunnar, sem hélt á því. — Svona nú .... þetta er allt saman misskilningur.... Svo sneri hann sér við, og sá þjónana, sem höfðu Þyrpzt inn í her- bergið og lokuðu undankomuleiðinni. Malbrant með nakið sver í höndum. Þjónarnir og sveinarnir. Elnn með staf, annar með liníf og jafnvel Lin Preaux matsveinninn, með hvítu húfuna sína og eldasveinana fyrir aftan sig. Allir vopnaðir með steikarteinum og kjötnálum. — Óskið þér einhvers, kapteinn? spurði Sverðfimur með rödd, sem boðaði ekkert gott. Montadour leit snöggt á opinn gluggann og svo á dyrnar. -— Hvað eru allir þessir djöflar að gera hér, með illskulegt augnaráð? Burt! muldraði hann. — Við tökum aðeins við skipunum frá húsmóður okkar, svaraði Malbrant kuldalega. La Violette renddi sér yfir að glugganum og lokaði honum. Það var tilgangslaust fyrir Montadour að reyna að kalla. Hann gerði sér grein fyrir því, að hann gæti ekki komið i veg fyrir að hann yrði myrtur hér og nú. Menn voru á sinum stöðum úti, og meira að segja aðeins fjórir, hinir höfðu verið sendir til þorpsins, þangað sem von var á hópi mótmælenda. Kaldur svitinn brauzt út á enni hans, og draup niður yfir feitar kinnarnar. Af gömlum hernaðarvana lagði hann höndina á sverðið, á- kveðinn að selja lif sitt dýrt. — Leyfið honum að fara. sagði Angelique við þjónana, Hún bætti við með Isköldu brosi: — Montadour kapteinn er minn gestur... Ef hann hagar sér eins og manni sæmir, kemur ekkert fyrir hann undir mlnu þaki. Hann hunzkaðist út, hræddur og tortrygginn. Hann kallaði menn sína inn í höllina. Honum fannst hann ekki lengur öruggur i þess- ari guðs gleymdu holu. Þetta var glæpamannahreiður undir stjórn hættulegrar konu, og hann sat í miðri súpunni! Ekkert rauf þögnina annað en ugluvæl, og blóðið stifnaði í æðum hans. Hann setti einn hermannanna á vörð við dyrnar hjá sér, það sem eftir lifði nætur. ELLEFTI KABLI. Tvær grannar verur bar dökkar móti sólarbjörtum dyrunum. — Florimond! h»ópaði Angelique. Hún endurtók, þfctt hún tryði ekki sínum eigin augum; Florimond! Faðir de Lesdiguiéáe!..... Hann gekk brosamii í áttina til hennar. Florimond lét fallast á ann- að hnéð og kyssti á hönd móður sinnar. Presturinn fór eins að. — En hversvegna? ... . Hver? .... hvernig í ósköpunum? Frændi þinn sagði.... Spurningarnar komu hver eftir aðra fram á varir hennar. Eftir fyrstu undrunina var hún sem þrumu slegin. Presturinn útskýrði, að þegar hann hefði frétt að Madame du Pless- is væri komin aftur, hefði hann átt eftir nokkuð af ráðningartíma sín- um hjá de La Force marskálki, en þar fékk hann starf sem aðstoðar- prestur eftir brottför Angelique. Um leið og hann var laus, hafði hann lagt af stað til Poitou, og á leiðinni kom hann við til að gá hvernig Florimond gengi í skólanum í Clermont. Þar hafði faðir Reymond de Sance verið afar ánægður að sjá hann og falið honum umsjá nemanda síns og frænda, svo þeir gætu ferðazt saman, því Florimond var í þann veginn að leggja af stað einn til Poitou. — En hversvegna? Hversvegna? endurtók Angelique. — Bróðir minn sagði.... Faðir de Lesdiguiére leit vandræðalega niður fyrir sig: —- Mér skild- ist, að þeir væru ekki ánægðir með Florimond, og hann hefði verið látinn fara. Augnaráð Angelique hvarflaði af viðkunnalegu andliti unga prests- ins, að syni hennar. Hann var allt öðru vísi en hana minnti, og Þó var þetta óumdeilanlega hann. Hann hafði stækkað mikið, og undir svörtum skólajakkanum var hann tággrannur. Mitti hans, gyrt belti, sem við hékk blekhorn og pennahylki, var grannt eins og á konu. Hann var tólf ára! Hann náði henni rétt i öxl. En þegar hann hnykkti til höfðinu, til að losna við óþægilegan lokk af siðu hárinu, og sló á eftir honum með snöggri hreyfingu, gerði hún sér ljóst, hversvegna hún varð svona yfii'komin, þegar hún sá hann. Hann líktist föður sín- um stöðugt meir. Hreinskorinn vangasvipurinn, ofurlítið innfallnar kinnararnar, þessar þéttu og stríðnislegu varir, allt var þetta að vlkja barnsandlitinu til hliðar. Þetta var andlit Joffrey de Peyracs, vantaði aðeins örin. Hár Florimonds virtist tvöfalt þykkara en nokkru sinni fyrr, og tinnusvart. 1 augunum var glaðlegur og skelmislegur glampi, sem braut í bága við prúða og fágaða skóladrengs framkomu hans. Hvað hafði gerzt? Hún hafði ekki kysst hann. Hún hafði ekki Þrýst honum að sér. En hann hafði heldur ekki þotið til hennar með út- breiddan íaðminn, eins og hann var vanur. — Þið eruð báðir kolkrímóttir af rykinu, sagði hún. — Þið hljótið að vera dauðþreyttir. — Já, raunar, svaraði presturinn. — Við villtumst af leið og fórum að minnsta kosti sextíu mílna krók. Skammt frá Champdeniers stöðv- aði okkur hópur Hugenotta, sem sætti sig ekki við prestsklæði mín. Florimond róaði þá með þvi að nefna nafn yðar, svo Þeir leyfðu okkur að halda áfram. Eftir það réðust að okkur betlarar, sem ætluðu að ná af okkur pyngjunum, en sem betur fór, hafði ég sverðið með mér.... Héraðið virðist vera allt í uppnámi.... — Komið og fáið ykkur að borða, sagði hún og var smám saman að ná sér eftir fyrstu undrunina. Þjónarnir þyrptust að. Þeir voru í sjöunda himni yfir því, að ungi húsbóndinn, sem ásamt bróður sínum Cantor hafði svo oft dvalizt á Plessis áður fyrr, var kominn heim. Þeir báru í flýti fram ávexti og ost. — Ég efast ekki um, að þér undrizt að sjá mig bera sverð, hélt presturinn áfram með þessari iágu og kliðmjúku rödd, sem henni fannst ekki fullkomlega eðlileg. — En Monsieur de la Force þolir ekki að sjá aðalsmann án sverðs, jafnvel þótt hann sé prestur. Hann fékk sérstakt leyfi hjá erkibiskupnum í París til þess að láta presta sína af aðalsættum bera sverð. Hann hélt áfram, meðan hann borðaði, að segja frá því, hvernig marskálkurinn hafði ávallt krafizt þess að hin daglega messa væri sungin með jafn miklum iburði og væru Þeir i kapellunni í höll hans, j?.fnvel þótt þeir væru á vígvellinum. Þetta hafði leitt af sér ýmsar undarlegar aðstæður, þegar prestarnir sungu messur undir veggjum borga, sem setið var um. og ilmurinn af reykelsinu blandaðist saman við púðurreykinn úr fallbyssunum. — Sáttmálsörkin undir veggjum Jerikó. sagði marskálkurinn iðulega. Þetta var maðurinn, sem faðir de Lesdiguiéres hafði ur.nið fyrir, meðan hún var í burtu. Hann hélt að hann myndi aldrei sjá hana framar, og hjarta hans skalf af ólýs- anlegri gleði, nú, þegar hann hafði fundið hana einu sinni enn. Meðan ferðamennirnir tveir voru að ljúka við matinn, gekk Angelique yfir að glugganum til að lesa bréfið, sem faðir de Sancé fól de Lesdigui- ére til varðveizlu. Það var um Florimond. Barnið tók engum fram- förum, þrátt fyrir allar þeirra tilraunir, sagði hann. Hann sinnti lítt um námið, og það gæti vel verið vegna þess, að hann hefði ekki næg- ar gáfur. Hann íaldi sig hvað eftir annað fyrir yfirboðurum sínum og grúfði sig yfir jarðlíkan eða stjarnfræðileg áhöld, þegar hann átti að vera í skylmingatímum eða Þá að hann stakk af, ríðandi á hesti, einmitt þegar reikningskennarinn. var i þann veginn að hefja kennslustund sína. t stuttu máli sagt, óhiýðni hans var viðurstyggileg, og Það, sem verst var af öllu, honum virtist liggja það í léttu rúmi. Bréfið endaði þannig, án frekari skýringa. Eg veit hvað þetta þýðir, hugsaði Ange- lique, um leið og hún leit upp, sá hún að skógarjaðarinn var tekinn að gulna, að villtir kirsuberjarunnarnir höfðu á fáum síðustu dögum feng- ið á sig blóðrauðan blæ. Vorið var komið. Öll þessi orð voru aðeins tylliástæða. Florimond hefði aldrei getað yfirgefið Jesúítakölann án leyfis konungsins. Hún flýtti sér aftur til ungu mannanna. — Þið verið að fara héðan þegar I stað, sagði hún við prestinn. — Þér hefðuð aldrei átt að koma aftur, né heldur að koma með Florimond með yður. Sverðfinnur Malbrant kom inn í herbergið og truflaði óánægjumót- mæli unga klerksins. — Jaeja, drengur minn, hvað er orðið af þínu góða sverði? Þið haf- ið liifói ryðgað, það og þú, af hangsinu yfir skræðunum. en við skul- umxomast í þjálfun aftur. Hérna! Hér eru þrjár eggjar eins góðar og hægt er að fá þær. Ég brýndi þær sjálfur handa þér. Ég var viss um að þú myndir koma fljótlega aftur. Framhald ó bls. 52. 14. tbi. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.