Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 12
Það bjuggu einu sinni tvær tvíburasystur ó Nötterö, þær voru
dætur prests. Það lá við að tólk fengi taugaáfall, þegar þær
opnuðu krambúð, eftir að faðir þeirra, presturinn, hafði afklæðzt
hempunni, í síðasta sinn. Það hafði enginn áður fengið svo
bíræfna hugmynd, að setja upp krambúð á eynni, — bærinn var
þarna rétt fyrir innan, aðeins í mílu fjarlægð. Þar voru nokkrar
smáverzlanir, þar sem íbúar eyjarinnar gátu fengið flestar
nauðsynjar. En prestdæturnar tvær hnekktu fljótlega öllum spá-
dómum um það að þær yrðu gjaldþrota.
Þær voru nákvæmlega eins ( útliti og framkomu, rétt eins og
tvær prédikanir, sem bera upp á sama sunnudag í aðventu.
Og dag nokkurn kom með bátnum frá Tönsbergi, ótrúlega stór
kassi, og eftir utanáskriftinni, var hann kominn alla leið frá
Kaupmannahöfn. Það sýndi sig að innihald kassans var tveir
stráhattar. Það var hattur fyrir Agnetu og annar fyrir Amalíu,
og meiningin var að þessir hattar ættu að verja þær fyrir sólar-
Ijósinu, þegar þær færu að vitja um gröf foreldranna. Nú mátti
segja að það væri eiginlega alveg útilokað að þekkja þær í
sundur, — og þegar séð var aftan á þær — voru þær, — vegna
breiðra mjaðmanna, ef maður mætti segja svo, — einna lík-.
astar þriflegum bjöllum, sem röltu heim frá moldarköggli, að
kvöldlagi. En séðar að framan, þegar andlitin komu í Ijós, var
það greinilegt að systurnar voru betur ættaðar en hinir hvers-
dagslegu sjómenn, sem bjuggu í kofunum í grendinni, því að
þá voru þær líkastar hálf útsprungnum rósahnöppum, sem hafa
stöðvazt í vextinum, og eiga aldrei eftir að opnast.
Afi var sá af íbúum eyjarinnar, sem þekkti þær bezt. Hann
óls upp í nágrennið við prestssetrið, og hann átti að hafa læðzt,
einu sinni fyrir löngu síðan, í æskugalsa, 'inn í svefnherbergi
prestdætranna. Þar hitti hann fyrir aðra þeirra, en hvor þeirra
það var, hafði honn aldrei getað gert út um. Að sumu leyti
var þetta nokkuð hentugt, þegar hann verzlaði hjá þeim, þá
gat hann alltaf ímyndað sér að það væri hin, sem afgreiddi
hann. Ef hann ætlaði að láta skrifa hjá sér, — það var fyrir
öllu að gæta siðgæðis, jafnvel í huganum, — þá var hann viss
um að hann ætti viðskipti við þá saklausu. En ætti hann pen-
inga og staðgreiddi vöruna, var hann giettinn og þá var hann
viss um að sú sem afgreiddi hann, væri sú hin sama sem hann
einu sinni átti ævintýri með, einu sinni fyrir óra löngu, þegar
himinninn var blár og þegar jafnvel prestsdóttir átti það til að
rífa klæði sín, eins og æðsti prestur í musterinu.
Systurnar lifðu ákaflega rólegu lífi og voru háttprúðar í öllu
dagfari. Þær buðu sjaldan til sín gestum, en þegar það skeði,
var það alltaf betra stands fólk. Það kom fyrir að afi ferjaði
einn og annan, frá Tjöme til eyjarinnar; — eldri liðsforingja og
konuna hans, eða kannski gamlan prófast, sem hafði verið vinur
föður þeirra, þegar hann var á Iffi. Yngri eða miðaldra menn
komu aldrei inn á þeirra heimili.
Systurnar höfðu ákveðnar reglur, sem þær fylgdu mjög ná-
kvæmlega. Þær höfðu ekki efni á því að hafa þjónustustúlku,
tiK þess hrukku ekki tekjur þeirra, þessvegna ákváðu þær að
þjóna hvor annari til skiptis. Með því fengu þær að kynnast
þeirri sjálfsögðu gleði, sem var því samfara að vera frú, — að
skipa fyrir og láta þjóna sér.
Mánudagsmorgna var það Agneta sem öllu réði. Þá sat hún í
stól prestsins, föður síns, en Amalía kom inn, með hvíta svuntu,
og lagði á borð fyrir hana. A þriðjudögum var þetta svo öfugt,
og þannig gekk það alla vikuna. En á sunnudögum fóru þær
samtímis á fætur, og fylgdust að til kirkju, — svo líkar, að jafn-
vel afi, sem hafði þó kynnzt annari svo vel, vissi ekki hvor var
hvor, þegar hann sá þær.
Þær skiptust líka á með að afgreiða í búðinni. En kæml upp
eitthvert vandamál, eins og til dæmis ef einhver bað um lán,
þá kallaði alltaf sú sem var í búðinni til þeirrar sem inni var,
til að ráðgast við hana og heyra álit hennar. Þær sögðu alltaf
sömu setninguna og hún var orðin að orðtaki meðal eyjar-
skeggja: — Það verð ég sannarlega að spyrja hana systur m(na
um . .. .
Það var einu sinni að afi hætti á nokkuð, sem enginn annar
þefði þorað að gera. Hann var í perluskapi, nýkominn úr sjó-
róðri, og kannski hefur hann líka verið búinn að skola niður
nokkrum ölglösum. Þegar hann gekk framhjá verzlun systranna,
sá hann að engir viðskiptavinir voru þar, svo hann snaraðist
inn, tók ofan og sagði: — Segðu mér, varst það þú sem ég hitti,
eða var það hún . . . .?
12 VIKAN 14- tbl