Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 32
DAIIfll FORSETA áttum, ])ólt ])að væri ekki einkennandi fyrir liann. Hann ákvað að lialda fyrst lil vesturálmunnar. Jerry Behn, yfirmaður leyniþjónustudeildar Hvíta liúss- ins, var vanur að ávar])a samstarfsfólk sitt þessum orðum: „Nokkuð nýtt?“ Þetta margþvælda og hversdagslega ávar]) var orðið brandari í munni starfsfólksins. Þennan morgun, er þau Evelyn Lincoln og Behn hittust, varð hún fyrri til að koma auga ó hann og taka til máls. Hún leit l)örkulega í augu lians, og ])að sem hún sagði, ber vott um þá andúði á leyniþjónustunni, sem útbreidd var meðal starfsfólksins: „Jerry, það er nokkuð nýtt.“ Hann sneri sér undan án þess að svara. Evelyn vissi að dómsmálaráðherrann vildi að eignarmunír Kennedvs forseta yrðu fluttir úr vesturálmunni, en henni fannst ekkert liggja á. Ilún hað jafnvel ljósmvndara for- selaemhættisins, Cecil StoughtOn höfuðsmann, að taka mynd- ir af herbergjunum, seni voru nýskreytt, meðan gamlir list- munir og annað, sem JFK tilheyrði, væri þar ennþá. En ])á kom LB.T alveg ó óvart og hað Iiana að koma með Sér inn í sporöskjulöguðu skrifstofuna. Johnson settisl á annan sófanna, sem stóðu ])ar andspænis hvor öðrum. Evelyn gekk i áttina að ruggustólnum, en beygði af leið og setlist á hinn sófann. Hana minnir að liann hafi sagt. „Ég þarfnast yðar meira en þér mín. En vegna samskipta við útlönd þarf einnig að koma umskipt- unum í kring“ — hér var liann sennilega að höfða að nauð- svn þess, að vekja traust erlendis — „og ég þarf á skrif- stofunni að halda klukkan hálftíu. Geta stúikurnar mínar fekið við skrifstofunni þinni klukkan hálftíu?“ Hann gaf lienni aðeins tæprar klukkustundar frest. Hún svaraði veikum rómi: „Já, herra forseti." Siðan sagði Johnson: „Heldurðu að ég gæti komið Bill Moyers fyrir í skrifstofu Ken 0‘Donnells?“ Hún vissi ekki hverju svara skyldi. Hún hafði ekkert yfir þeim manni að segja, er var yfirmaður stai’fsliðs Ivenne- dys forseta. Eftir vandræðalega þögn svaraði hún hikandi: „Eg veit ekki, herra forseti.“ Ráðalaus dró hún sig í hlé og hitti dómsmálaráðherrann í eigin skrifstofu. Hún sagði kjökrandi: „Veiztu að hann hað mig um að vera komin út um hálftíu.“ Kennedy ungi varð skelfdur. Hann var nýkominn inn frá svðri flötinni og hafði þar séð, að þegar hafði verið* hafizt handa við flutningana, en ])essu hafði hann ekki húizt við. Hann sagði: „0, nci!“ Robert Kennedy hitti nýja forsetann i forstofunni. Þetta var i fyrsta sinn seni þeir hiltust eftir að morðið var framið. Forsetinn sagði: „Ég þarf að tala við þig.“ „Ágætt,“ sagði Roberl Kennedv. En liann vildi ekki að þeir ræddust við inni í skrifstofu forsetaembættisins. Þeir fóru inn í litla biðstofu andspænis þvottaherbergi forsetans, og .Tohnson sagði Robert að hann þarfnaðisl lians meira en bróðir hans hafði gert. Þegar hér var komið, hafði hálf tylft stjórnarmanna sagt þetta sama við Kennedy. Og hvað sem því leið, kærði hann sig ekki um að ræða hugsanlega setu sína i stjórninni áfram á þessari stundu. Hann sagði við Johnson að annað mál og svipminna væri meira áríðandi. Það fjallaði um húsgögn. Það tæki ekki langan tíma að koma húsgögnum bróður hans úr vegi, útskýrði hann, og spurði síðan: „Geturðu ekki heðið?“ „Nú, auðvitað,“ svaraði nýi forsetinn, og'fór svo á næsla andartaki að draga úr svari sínu. í raun réttri kvaðst hann ekki vilja leggja undir sig Hvíta liúsið þegar í stað, en ráðunklitar hans leggðu áherzlu á það. Viðra^ður þeirra virðast hafa leitt til þess, að Jolinson ákvað að fara yfir lil Executive Office Buildibg. Sii saga, að Jolmson hefði gengið alll að jaðri nýja rauða leppisins, sagt hátíðlega: „Nei, þetta er ekki rétt,“ og snúizt síðan snarlega á hæli, varð fljótlega helgisaga meðal minniháttar starfsmanna nýja forsetans. Engu að síður gerði Johnson sízl of mikið úr þeirri álierzlu, sem á það var lögð að hann tæki þegar við í Hvíta lnisinu — en þeirri ásókn varðist hann af hörku eftir orðaskiptin við Kennedy. Hennálaráð- gjafi varaforsetans barðist fyrir því með kjafli og klóm að liann færi þegar inn í Hvíta húsið. Forsetinn lét sem liann heyrði ekld til hans. „Það yrði til að hughreysta almenning,“ útskýrði ofurst- inn. „Almenningur fæí^ nóga hughreystingu ef við leysum verk okkar af hendi óaðfinnanlega," sagði Johnson ónotalega. „Hættu þessu. Fyrst og fremst verðum við að taka lillil lil frú Kennedy og fjölskyldunnar.“ Hinum megin við götuna sagði Robert Kennedy við Eve- lyn Lincoln að hún þyrfti ekki að flýta sér. Engu að síður hafði hun hraðann á. Tveir ruggustólar í eigu Kennedvs voru bundnir saman í skyndi og þeim síðan ekið yfir West Executive Avenue á litlum hjólavagni. Það er óhugsandi að tekizt hefði að z-ýma lierbergi for- setans fyrir klukkan hálftíu, en Evelyn var staðráðin í að liafa lokið við að pakka öllu inn fyrir klukkan ellefu fyrir hádegi, og þó að hún gerði smáhlé á verkinu til að vera við guðsþjónustuna í Hvíta húsinu, tókst lienni ])að. Jafnóðum og húsgögn þjóðarleiðtogans lálna voru flutt út, voru önn- ur flutt inn i staðinn. Geysistór hrjóstmynd af Johnson í gylltum ramma var flutt handan frá skrifstofu varafor- setans og hengd upp í skyndi yfir horði Evelynar. Þar eð dómsmálaráðherrann var ekki við störf um sinn, var Nick Katzenbach þegar í rauninni orðinn dómsmála- ráðherra, og hann hafði þá þegar í hyggju stofnun rann- sóknarnefndar þeii rar, sem Earl Warren, yfirdómari, stýrði síðar. Sér lil skelfingar komst Kalzcnhach nú að því, að nýi forsetinn hafði ákveðið að ski])a i málið rannsóknar- nefnd, sem einungis Texanar ættu sæti í. Aðrir átlu ekki að fá sæti i nefndinni, meira að segja ekki embættismenn sam- handsstjórnarinnar. Katzenbach sneri sér heint til Abe For- tas, lögmanns ])ess í Washington, sem Johnson hafði nán- ast samband við. Framhald í næsta blaði. Hér er McCormack, forseti Bandaríkjaþings, ásamt þeim John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson. Hefðu þeir báðir fallið frá — og um hríð hélt hann að svo hefði farið — hefði hann orðið forseti Bandaríkjanna. 32 VIKAN 14 lbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.