Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 35

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 35
avo n ^Avonx K>tK a uisr ' NAlLPNAMtí. eiga, að það var góður- matur hjá hernum. Þeir voru búnir að stela þessu af herteknum þjóðum, síld og skinku frá Hollandi og Danmörk. Maður sá svo sem hvaðan þetta kom. En í svona hita er matarlystin léleg. Mann langar bara í ávexti. Og það var lítið um þá. Þetta var Rommelsherinn frægi. Ég sá að vísu aldrei Rommel, en þetta var hans pansaraherdeild. Ég hef oft heyrt og séð síðan, að hann hafi verið svo vel útbúinn. Drottinn minn dýri, það var þá útbúnaður! Ósamsett skran sitt úr hverri áttinni, sem þeir höfðu hirt af herteknum og sigruðum þjóðum. Bretar kom- ust náttúrulega að því síðar, hvað hann var illa útbúinn, en þeir flösk- uðu á því að trúa því allt of lengi, að útbúnaðurinn hjá honum væri jafn góður og látið var í veðri vaka. Öllu nýtilegu sem kom nýtt var sökkt á Miðjarðarhafinu. Bretar sátu á Möltu og réðu nákvæmlega hvað komst yfir Miðjarðarhafið og hvað ekki. Það eina, sem Þjóðverjar voru nokkuð öruggir um að koma yfir, kom með gömlum Junkers flugvél- um með diselhreyflum. Smám saman tókst þeim að kraka saman föt á okkur, nóg til að geta látið okkur fara í hóp og vorum við sendir til Tunis, til að sækja þang- að bíla, sem Þjóðverjar höfðu tekið sem stríðsskaðabætur af Frökkum, eftir stríðið í Frakklandi. Þar tókum við á móti alls konar farartækjum, allt niður í pínulitla Fíata, og það var ekki til það ameríska merki, sem ekki var í þessum flota. Vöru- bílar, fólksbílar — allt, sem hugs- azt gat. Við fórum að athuga þessi farartæki, og þau voru í alls konar ásigkomulagi, þótt það ætti að skila þeim í fullkomnu standi. Svo lögð- um við af stað, en vorum ekki komnir nema svona 20 kílómetra, þegar einn ók beint á stórt pálma- tré og steindrap manninn, sem hjá honum sat. Stýrið hafði farið úr sambandi, og það kom í Ijós, að eitt og annað hafði verið fiktað við öryggistækin. Það voru skemmdar- verk. Þá var öll lestin stöðvuð og allt yfirfarið; það var ýmislegt að. Ég veit ekki hvernig hefur farið fyrir aumingja mönnunum, sem skiluðu þessu af sér. Jæja, við héld- um svo áfram til Tripoli og þaðan alla leið til Tubruq: Þar sátu Bretar en Þjóðverjar voru komnir allt í kring. Þar var okkur skift milli her- deilda, af því við höfðum misst allt með skipinu og vorum ekki herdeild lengur. Ég var sendur til lítils arabaþorps, As Sallum (?) al- veg við Miðjarðarhafið. Þar var ég svo heppinn að vera settur með öðrum á vatnsflutningabíl, Fíat, sem tók 16 tonn af vatni, og við fórum til Darnah strax daginn eftir, en þangað var drykkjarvatnið sótt, 600 kílómetra leið! Þetta var úrvals vinna. í raun og veru enginn, sem sagði okkur til verka. Við áttum náttúrlega að vera alltaf á ferðinni og það voru „kjaftakerlingar" (Línuritar, sem skrá allt varðandi aksturs bílsins) á vatnsbílunum, en það gat ýmis- legt komið fyrir. Gúrkarnir, málaliðar Breta, ollu mikilli skelfingu meðal þýzkra og ítalskra hermanna í Afríku. Þeir læddust að herbúðunum á nóttinni og skáru hermennina á háls, hljóð- laust og snyrtilega, svo jafnvel þeir sem næstir voru vissu stundum ekki af því fyrr en eftirá. Ef þeir voru þá ekki teknir líka. Við t vatnsflutn- ingunum höfðum sérstakt ráð við þessu og ég varð aldrei fyrir nætur- árásum gúrkanna. Við höfðum ó- grynni af bensínbrúsum, sem við hlóðum í kringum bílana á nóttunni og létum þá standa mjög tæpt hvern á öðrum, svo ekkert mátti við þá koma, svo þeir hryndu ekki. Og það var öruggt, að ef þessi girðing félli, myndu allir vakna um leið. Þetta voru afar rólegar ferðir hjá okkur, þangað til einn góðan veðurdag að Bretar byrjuðu aftur og króuðu okkur af. Og við sátum inni í þessu Halfaya Pas (?) sem þeir kölluðu svo. Bretar ráku Þjóð- verjana alla leið til Bengasi, sem er ennþá lengra en til Darnah, og þar var svo ekkert að gera annað en bíða dauða síns. Þetta var 21. nóvember 1941, og við vorum inni- lokaðir þarna til 17. janúar 1942, að við urðum að gefast upp. Þá vorum við orðnir matarlausir og vatnslausir líka, því nokkrum dög- um áður kom indversk kommandó- sveit og sprengdi brunninn upp. Þjóðverjar urðu að yfirgefa allt bar- dagalaust. Það var súrt epli fyrir yfirmennina, og þeim var hótað, að Umboðsmaður: J. P. GUÐJÓNSSON HF., Skúlagötu 26, Reykjavík. Hendur og varir verða fegurri . . . fjörlegri með NYJU GLÆSTU GLJÁLITUM Fjörlegir gljálitir lýsa varir yðar og neglur með Ijómandi litum. Kynnið yður fjölmörg litbrigði á AVON-varalit og samsvarandi naglalakki - með rjóma-, silki- og perluáferð. ®Avon NEWYORK • LONDON • PARIS SNYRTIVÖRUR EX-31-66-EA 14. tbi. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.