Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 17
Myndir
Toxic
Það sem einkum einkennir Toxic er skemmtilegur hljómur og
gott jafnvægi milli söngs og undirleiks. Þessi hljómsveit er áreið-
anlega í hópi hinna betri, ef menn bara loka augunum fyrir ýmsum
hjákátlegum tilburðum, sem eru síður en svo heimatilbúnir, heldur
hrein og klár stæling á erlendri fyrirmynd. Þessir tilburðir hófust,
þegar söngvarinn tók upp á því að dingla hljóðnema sínum utan
í trommusettið. Einn félagi hans rauk þá til og gaf trommusettinu
vel útilátið spark og henti jafnframt einum hluta þess um koll!
— Ja, hvernig skyldu býflugur hugsa?
V___________’______________________________/
Það var ekki laust við að nokkur eftir-
vænting væri ríkjandi, þegar Hljómar
birtust á sviðinu. Hljómar hafa tiltölu-
lega lítið látið á sér kræla að undan-
förnu, en eru nú aftur komnir í sviðs-
ljósið. Þeir léku aðeins tvö lög — og
var einkum bragð að hinu seinna,
Good Vibration. Þótt Hljómar séu ekki
alveg eins sprækir nú og þeir voru
áður fyrri, er músíkin enn jafn kjarn-
mikil sem fyrr.
Oömenn
Oðmenn komu fram í nýjum múnder-
ingum og hrifu unga áheyrendur á
augabragði með laginu Dandy, sem
þeir sungu með eindæmum skemmti-
lega.. Það fer ekki á milli mála, að
þessari hljómsveit er alltaf að fara
fram, og víst er um það, að engin
hljómsveit hérlend hefur jafngóðum
söngkröftum á að skipa. Það var gam-
an að heyra Óðmenn flytja lagið „I'll
be there“, þetta fallega lag, sem The
Four Tops hafa gert vinsælt. Aukalag
piltanna á þessum hljómleikum ,,To-
night“ eftir Jóhann Jóhannsson er tví-
mælalaust með fallegri íslenzkri dæg-
uriögum, sem fram hafa komið 1 lang-
an tíma. Óðmenn unnu stóran sigur á
þessum hljómleikum enda var þeim
cspart klappað lof í lófa.
BJARNLEIFUR BJARNLEBFSSON
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON.
; ;
1
S :
§I|V'
KgSSS:; .