Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 26

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 26
DAUBIFORSETA ember, 1963, og horfði á myrkrið leggjast fast að köldum rúðunum, þegar rödd sagði lágt: „Hún er komin.“ Hún sneri sér við og sá Jacqueline Kennedy, sem stóð í horni stof- unnar. „Þarna“, svo að vitnað sé í orð Bens Bradlee, for- stjóra skrifstofu tímaritsins Newsweek í Wasliington og vin- ar Kennedys, „stóð þetta vesalings dæmda barn, í þessu hroðalega útleikna pilsi, sagði ekkert en leit út eins og hún brvnni lifandi.“ Hún hljóp í faðm Bens og gaf frá sér kvein- andi kjökurhljóð. Hann leiddi Iiana lil konu sinnar, Toni. Toni tók utan um hana og sagði: „Mamma þín er hérna.“ Jackie sneri sér, hrosandi dauft, að frú Auchincloss og kyssti hana. Móðir hennar sagði: „Ó, Jackie, fyrst þetta þurfti að koma fvrir, Guði sé þá lof fyrir að hann er ekki lemstraður.“ Ekkjan faðmaði Nancy Tuckerman, sem hafði verið skipuð félagsmálafulltrúi fyrir Hvíta húsið fáeinum mán- uðum fvrr. „Aumingja Tucky“, sagði hún hæglátlega. „Þú kemur hingað alla leið frá New York til að taka við þessu starfi, og svo er þessu öllu lokið. Það er svo dapurlegt. Þú verður hjá mér smátíma, er það ekki?“ Bobert Kennedy stóð á bakvið hana. í augum Bradlees „var ekki hægt að hugsa sér sterkari mann. Hann var sjálfur bugaður af sorg, en stappaði samt stálinu í Jackie og aðra viðstadda.“ Bob leiddi Jackie afsíðis og sagði við liana: „Þeir halda að þeir hafi fundið manninn, sem gerði það. Hann segist vera kommúnisti.“ Hún starði á hann. Ó, Guð minn, hugsaði hún, það er fjar- stæðukennt. Síðar áttu hugur hennar að hvarfla að hatrinu, sem þrúgaði andrúmsloftíð í Dallas, en á þessari stundu fann hún aðeins til viðbjóðs og velgju. Þetta var einhvern- veginn existensíalískt, gersamlega án tilgangs, og hún liugs- aði. Þetta rænir jafnvel dauða hans allri þýðingu. Hún sneri sér að móður sinni. „Hann hlaut ekki einu sinni þá umbun að vera drepinn vegna mannréttindabaráttunnar,“ sagði hún. „Það — það þurfti endilega að vera heimskur lítill kommún- isti.“ Janet Auchincloss bauð dóttur sinni að dvelja hjá sér i Georgetown. Hún fékk ekkert svar. Þá sagði frú Auchincloss sem af tilviljun. ,.Þú veizt að börnin eru í 0 Slreet.“ Frú Kennedy varð liissa og spurði: „Hvers vegna eru þau þar?“ „Nú, það er út af skilaboðunum, sem þú sendir frá flug- vélinni.“ „Ég sendi engi skilaboð. Þau hefðu átt að vera liáttuð i sínum eigin rúmum. Guð minn góður, mamma, þessi vesa- lings börn. Það má ekki ldeypa lífi þeirra úr skorðum, sízt af öllu nú! Segðu ungfrú Sliaw að fara með þau til baka og koma þeim i rúmið.“ Frú Auchincloss hringdi i Maude Shaw, en barnfóstran hafði þegar fengið fyrirmælin. Jafnvel lægsta hvískur var fljótt að berast um ibúðina. Clint Hill öryggisvörður hafði heyrt orðaskipti mæðgnanna og hringt í Tom Wells frá síma- borði bjúkrunarkvennanna, sem var fvrir framan ibúðina. „Jackie, ætlarðu að segja börnunum það sjálf, eða viltu að annaðhvort ég eða ungfrú Shaw geri það?‘“ spurði frú Aucliincloss. Frú Kennedy spurði um álit hennar. „Það mætti bíða með Jolin“, sagði frú Aucliincloss. „En það þyrfti að segja Caroline það, áður en hún fréttir það bjá vinkonum sínum.“ „Það er rétt, mamma. Hvað ætli bún hugsaði ef hún allt í einu . ..“ Hún hugsaði sig um andartalc og sagði svo: „Ég vildi gjarnan segja þeim það, en segðu ungfrú Shaw að gera eins og henni sýnist.“ Móður hennar fannst þetta skyn- samlegt. Janet Auchincloss gerði eklci nákvæmlega það, sem fyrir hana var lagt; hún gerði eins og lienni sjálfri sýndist. Hún hringdi i barnfóstruna og spurði: „Hvernig liður börnunum?“ Það var allt i lagi með þau, svaraði ungfrú Sliaw. Þau höfðu kannski verið svolítið rugluð í ríminu, en á þeirra aldri væri fólk fljótt að jafna sig. Þau höfðu nú fengið að borða og voru syfjuð. „Frú Kennedy vill að þér segið Caroline það.“ Ungfrú Sliaw svaraði lágri, örvæntingarfullri röddu: „Nei, fyrir alla muni ekki. Takið frá mér þann kaleik.“ „Þér verðið að gera það. Enginn annar getur það.“ „Ég fæ það ekki af mér — ég get eklci hugsað mér að hryggja liana.“ „Ég skil það, en þér verðið að gera það.“ „En fyrir alla muni, getur enginn annar gert það?“ „Nei, frú Kennedy er í of mikilli geðshræringu.“ Móðir Jacqueline liafði staðráðið að létta af herðum hennar að minnsta kosti þessari byrði, sem ef til vill gæ'ti orðið henni ofraun — ofan á allt annað. Fleira var ekki að segja; þær lögðu á. Klukkan hálfníu hátlaði ungfrú Shaw John. Þá var röðin komin að telpunni. Ungfrú Sliaw sagði hægt: „Pabbi þinn hefur verið skotinn. Það var farið með hann á sjúkrahús, en læknarnir gátu ekki bjargað honum.“ Litla stúlkan grúfði andlitið niður í koddann og fór að gráta. Ung- frú Shaw stóð hjá rúminu og neri ráðalaus saman hrjúf- um höndunum, unz barnið sofnaði. Síðan blúði hún að henni, gekk að rúmi Jolins og hlúði að honum og tók sér svo sæti á stól á milli rúma þeirra. SEYTJÁNDI KAFLI. Koma fylgdarliðs Kennedys til viðhafnaríhúðarinnar i Bethesda hafði lileypt af slað einskonar helgisiðakenndum dansi. Hópar mynduðust, dreifðust og runnu saman aftur, menn skiptu í sifellu um viðmælendur og raddir þeirra voru málmkenndar; þátttakendur horfðu hver á annan ákefðar- fullir og ef einhver varð niðurdreginn, var annar jafnskjótt kominn að hlið hans. Einstaka manneskjur drógu sig út úr meginhópnum. Evelyn Lincoln sat á einni gluggakistunni, hélt á slitnu, svörtu krókadilaskinnstöskunni forsetans í fanginu og lét hugann reika. Bob Kennedy var oft í síman- um. Ilann lalaði við ekkju J.D. Tippits, lögreglumanns, við 26 VIIvAN u- tbl' Herbergið í Parkland-sjúkrahúsi, þar sem síðustu, vonlausu tilraunirnar voru gerðar til að bjarga liti Kennedys forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.