Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 52

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 52
fllWA TIL FERMINGAGJAFA VINSÆLUSTOG ÓDÝRUST - VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA SiGULBDND QG UIDTÆKI BÆÐI FYRIR 220 V og RAFHLÖÐUR ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVlK: Keflavík: Akranes: Borgarnes: Stykkishólmur: Þingeyri: Flateyri: Bolungavik: Isafjörður: Skagaströnd: Blönduós: Sauðárkrókur: Skagafjörður: Siglufjörður: Ólafsfjörður: Akureyri: Húsavík: Vopnafjörður: Seyðisfjörður: Neskaupsstaður: Eskifjörður: Reyðarfjörður: Egilsstaðir: Fáskrúðsf jörður: Selfoss: Vestm.eyjar: VERZLUNIN RATSJÁ, LAUGAVEGI 47, SlMI 1-15-75. ÚTVARPSVIRKI LAUGARNESS, HRlSATEIGI 47, VIÐGERÐARÞJÓNUSTA. Kyndill h.f. Sími 2042. Verzl. Haraldar Böðvarssonar. Sími 1812. Kaupfélag Borgfirðinga. Stellubúð. Kaupfélag Dýrfirðinga. Allabúð. Virkinn h.f. Bókabúð Jónasar Tómassonar. Verzl. Andrésar Guðjónssonar. Kaupfélag Húnvetninga. Kaupfélag Skagfirðinga. Verzl. Varmilækur. Föndurbúðin. Sími 1477. H. Jóhannesson. Viðgerðarþjónusta. Grímur Sigurðsson, Skipagötu 18. Sími 11377 — Viðgerðarþjónusta. Radíóvinnustofan, Helgamagrastræti 10. Sími 12817. — Viðgerðarþjónusta. Bókabúð Þórarins Stefánssonar. Kaupfélag Vopnfirðinga. Ve'rzl. Dvergasteinn. Verzl. Baldurs Böðvarss. Viðgerðarþjónusta. Verzl. Elísar Guðnasonar. Kaupfélag Héraðsbúa. Kaupfélag Héraðsbúa. Verzl. Gunnars Gunnarssonar. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga. Radio & Sjónvarpsstofan. Sími 1492. — Viðgerðarþjónusta. Sigurbergur Hávarðsson, útvarpsvirki. — Viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: YGGDRASILL H. F. Umboðs og heildverzlun Suðurlandsbraut 6, Sími 3 05 40 Angelique Framhald af bls. 15. — Madame, hvíslaði presturinn. — Hvað voruð þér að segja? Eg er viss um, að þér getið fundið eitthvað starf handa mér. Gæti ég ekki haldið áfram að kenna Florimond latínu og yngsta syni yðar að þekkja stafina? Ég hef verið vígður, og ég get flutt messu á hverjum degi í kapellu yðar. Ég gæti hlýtt á skriftir þjóna yðar.... Það var skelfilegt, hve lítið hann skildi. Mildin í augum hans kom upp um aðdáunina; hún las í þeim sögu táranna, sem hann hafði út- hellt í leynum, þegar hann hélt, að hún væri horfin að eilífu, og yfirþyrmandi gleðina yfir að finna hana enn lifandi. Sá hann ekki, hve breytt hún var; að hún var mörkuð kona, að skuggi konunglegrar ónáðar grúfði yfir henni? Skynjaði hann ekki byltingarhættuna umhverfis þau? Fann hann ekki spennuna? Gat hann jafnvel ekki hér í höllinni íundið andrúms- loftið, þrungið tilfinningum, hatri og blóðdaun? — Flytja messu! Þér hljótið að vera orðin eitthvað verri. Hús mitt er undirlagt her. Ég er fangi hér, ég er auðmýkt og — og — ég er útskúfuð kona .... Án þess að gera sér grein fyrir, hafði hún talað lágri röddu, andlits- drættirnir stífir og hörkulegir, hún starði fast í augu unga mannsins; unga mannsins með barnsandlitið, eins og hún vildi leita sér verndar í sakleysi hans. Alvarleg ákefð færðist yfir svip de Lesdiguiéres. — Þá er einmitt þeim mun meiri ástæða fyrir mig til að flytja messu, sagði hann hljóðlega. Hann tók aðra hönd Angelique milli beggja sinna, og augu hans voru full af ómældu umburðarlyndi. Hún leit undan, vissi allt í einu ekki hvað hún vildi sjálf, hristi höf- uðið nokkrum sinnum, eins og hún væri að reyna að hrista af sér blæju, sem væri að kæfa hana, svo lét hún undan: — Allt í lagi þá! Verið kyrr! Og ílytjið yðar messur, litli prestur- inn minn. Þegar allt kemur til alls, getur það orðið öllum til góðs. Þetta var tími endurkomunnar. Tveim dögum síðar kom Filpot heim frá Italíu, þar sem hann hafði lokið við að kenna syni ítalska að- alsmannsins, sem réði hann til sín í Livorno, það sem hann kunni af frönsku, meira og minna blandað götumáli. Hann hafði verið sex mánuði á leiðinni á múldýri. Upp heiðir og ofan í dali. Hann hafði lagt sér til heimsmannslegt fas og orðaforða trúðleikara, þar sem hann hafði unnið fyrir sér á leiðinni í skrautlegum höllum Adríahafsins. Sól- brúnt hörund hans og breiðar axlirnar voru árangurinn af ferðunum gegnum snjó Alpafjallanna og um rykuga vegi Frakklands. Hann var í senn stríðnislegur í framkomu og kænn, leit hæfilega vel út og var nægilega tungumjúkur til Þess að geta nákvæmlega átt heima á meðal betlaranna á Pont Neuf. — Datt þér aldrei í hug að fara frekar til Parísar? spurði Angelique. — Ég fór þangað að vísu, til að spyrja eftir yður, en þegar mér var sagt, að þér væruð aftur komin heim á óðal yðar, lagði ég af stað á ný. -• Af hverju varstu ekki kyrr í París, hélt hún áfram. — Röskur strákur eins og þú hefði ekki átt í neinum vanda með að finna gott starf. — Ég kýs heldur að vera í yðar þjónustu, Madame la Marquise. — En ég get ekki tryggt þér neitt öryggi hér. Ég er á svarta list- anum hjá konunginum. Þú hefur alltaf átt heima í París. Það hefði farið betur um þig þar. Hann var þegar allt kom til alls, alinn upp við Hirð Kraftaverkanna. — En hvert átti ég að fara, Madame la Marquise? spurði hann og gretti sig. — Þér eruð sú eina fjölskylda, sem ég hef nokkru sinni átt. Þér hafið næstum verið móðir mín, allt frá því að þér björguðuð mér frá barsmíðinni í Nestleturninum. Ég þekki sjálfan mig of vel. Ef ég færi aftur til Pont Neuf, yrði ég á ný pyngjuþjófur á engri stundu ... — Ég vona, að þú hafir vanið þig af þeim slæma sið. — Ja, það er önnur saga, sagði Filpot. — Strákur eins og ég verður að halda sér í þjálfun. Og stóðst ég ekki prófið mitt með fullum heiðri? Og hvernig hefði ég átt að halda mér lifandi á ferðum mínum? En það er ekki fyrr en slíkt er orðið eini lífsafkomuvegurinn, að það fer að verða of hættulegt. Þegar við vorum börn í Hirð Kraftaverk- anna, var einn gömlu mannanna — mig minnir að það hafi verið gamli faðir Hurlurot, vanur að segja við okkur á hverjum morgni: — Börn, munið, að þið voruð öll fædd til að hanga. Mér gazt ekki að þessu þá, og hef ekki sætt mig frekar við það siðan. Mér er sama, Þótt ég bregði þessu fyrir mig, en ég kýs heldur að vera í yðar þjón- ustu. — Jæja, úr því að þér er þannig farið, geturðu verið hér og ert velkominn, Filpot. Þú og ég höfum lent í ýmsu saman. Sama kvöldið kom umferðasali upp á hæðina að hallarhliðunum. Þjón- ustustúlka kom og sagði Angelique að maður nokkur væri kominn, beiddist þess að ná fundi hennar og segðist vera sendur frá „bróður hennar Gontran." Hún fann hvernig blóðið þvarr í kinnum hennar. Maðurinn var i eldhúsinu, þar sem hann hafði leyst upp föggur sínar og var að reyna að freista þjónustufólksins með borðum, nálum, mynd- um í glannalegum litum og meðalasulli. Hann bar einnig með sér búnað listmálara. — Er það rétt, að þér séuð komin frá Gontran bróður mínum? spurði Angelique. — Já, Madame le Marquise. Hans hágöfgi bróðir yðar, félagi minn, bað mig fyrir ofurlítið handa yður, þegar ég lagði af stað í ferð mína 52 VIKAN 14 tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.