Vikan


Vikan - 06.04.1967, Síða 45

Vikan - 06.04.1967, Síða 45
LILfJU LILJU LILJU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu bdS Dýrustu aðgöngumiðarnir kostuðu hundrað lírur, á sama tíma sem venjulegir leikhúsmið- ar kostuðu fimm. Sarah kom og Eleonora sat í þrengslunum í einni stúkunni og gleypti hana í sig með aug- unum. Hún fann túlkun Söru Bernhardts titra í sínum eigin taugum, og á því augnabliki var henni það ljóst að hún gat líka orðið mikil leikkona. Sarah Bernhardt hafði kastað ljóma yfir starf leikkonunnar. Næsta skipti sem Eleonora lék, var það í leikriti eftir Dumas, sem hét „Prinsessan frá Bagdad“, og allir sem sáu hana í því hlut- verki höfðu það á tilfinningunni að það sem vekti fyrir hinni ungu leikkonu var: — Ég heiti Eleo- nora. Ég er líka til! En hún varð aldrei Eleonora fyrir umheiminum, hún var alltaf kölluð einfaldlega Duse. Hún varð stöðugt vandlátari í vali leikrita og fljótlega komst hún í kynni við Ibsen, sem svo varð uppáhalds leikritahöfundur hennar. Hún lék í „Hedda Gabl- er“, „Rosmerholm", „Aflurgöng- ur“, „Brúðuheimilið“ og „Konan frá hafinu." Hinar þjáðu konur úr leikritum Ibsens, veittu henni tækifæri til að túlka sína eigin sálarkvöl. Hún lék þær víða um heim og oft við mjög erfið skil- yrði. Allsstaðar var henni vel tekið. Það geislaði svo ótrúlega mikil blíða og viðkvæmni úr andliti þessarar fíngerðu ítölsku konu, að allir sem sáu hana komust við; það var hún ein, sem stóð fyrir þeim töfrum á leiksviðinu, sem fólkið fékk hlut- deild í. En það varð stöðugt erfiðara fyrir hana að standa á leiksvið- inu. Viðkvæm líkamsbygging hennar, fátækt og vosbúð á æskuárunum, gerðu það að verk- um að hjarta hennar og lungu urðu æ veikari með árunum. Á leiksviðinu virtist hún næstum gegnsæ, og eftir leiksýningar var hún ekki fær um að sjá fólkið í krigum sig, svo mikið tók það á hana að túlka tilfinningar sínar á sviðinu. Engum ókunnugum var leyft að koma að tjaldabaki. þegar hún var að leika, ef hún hitti ókunnugt fólk, varð hún dauðskelkuð, og gat ekki farið inn á sviðið aftur, Eftir að hjónaband hennar fór út um þúfur og margra ára vin- átta við d’Annunzio ekki lengur fyrir hendi, varð hún fljótt elli- leg. Hún var hvít fyrir hærum, áður en hún var fimmtug, og hrukkótt í andliti, vegna sjúk- dóms og sorga. En alltaf var brosið sem lék um varir hennar dularfullt og unglegt. Þegar hún var í Rómaborg, gekk hún oft um Piazza de Spagna og keypti Nýju BRILLO sápu svamparnir gijáfægja pönnurnar fljótt og vel. Aðeins með BRILLO er hægt að gljáfægja pönnur og potta, auð- veldlega, vandlega, og undra-fljótt. BRILLO'S drjúga sápulöður leysir alla fitu upp á augabragði og pönnur og pottar gljá og skína og svo endist BRILLO svo lengi af því að í hverjum svampi er efni, sem hindrar ryðmyndun. Brillo sápu svampar

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.