Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 45
LILfJU LILJU LILJU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu bdS Dýrustu aðgöngumiðarnir kostuðu hundrað lírur, á sama tíma sem venjulegir leikhúsmið- ar kostuðu fimm. Sarah kom og Eleonora sat í þrengslunum í einni stúkunni og gleypti hana í sig með aug- unum. Hún fann túlkun Söru Bernhardts titra í sínum eigin taugum, og á því augnabliki var henni það ljóst að hún gat líka orðið mikil leikkona. Sarah Bernhardt hafði kastað ljóma yfir starf leikkonunnar. Næsta skipti sem Eleonora lék, var það í leikriti eftir Dumas, sem hét „Prinsessan frá Bagdad“, og allir sem sáu hana í því hlut- verki höfðu það á tilfinningunni að það sem vekti fyrir hinni ungu leikkonu var: — Ég heiti Eleo- nora. Ég er líka til! En hún varð aldrei Eleonora fyrir umheiminum, hún var alltaf kölluð einfaldlega Duse. Hún varð stöðugt vandlátari í vali leikrita og fljótlega komst hún í kynni við Ibsen, sem svo varð uppáhalds leikritahöfundur hennar. Hún lék í „Hedda Gabl- er“, „Rosmerholm", „Aflurgöng- ur“, „Brúðuheimilið“ og „Konan frá hafinu." Hinar þjáðu konur úr leikritum Ibsens, veittu henni tækifæri til að túlka sína eigin sálarkvöl. Hún lék þær víða um heim og oft við mjög erfið skil- yrði. Allsstaðar var henni vel tekið. Það geislaði svo ótrúlega mikil blíða og viðkvæmni úr andliti þessarar fíngerðu ítölsku konu, að allir sem sáu hana komust við; það var hún ein, sem stóð fyrir þeim töfrum á leiksviðinu, sem fólkið fékk hlut- deild í. En það varð stöðugt erfiðara fyrir hana að standa á leiksvið- inu. Viðkvæm líkamsbygging hennar, fátækt og vosbúð á æskuárunum, gerðu það að verk- um að hjarta hennar og lungu urðu æ veikari með árunum. Á leiksviðinu virtist hún næstum gegnsæ, og eftir leiksýningar var hún ekki fær um að sjá fólkið í krigum sig, svo mikið tók það á hana að túlka tilfinningar sínar á sviðinu. Engum ókunnugum var leyft að koma að tjaldabaki. þegar hún var að leika, ef hún hitti ókunnugt fólk, varð hún dauðskelkuð, og gat ekki farið inn á sviðið aftur, Eftir að hjónaband hennar fór út um þúfur og margra ára vin- átta við d’Annunzio ekki lengur fyrir hendi, varð hún fljótt elli- leg. Hún var hvít fyrir hærum, áður en hún var fimmtug, og hrukkótt í andliti, vegna sjúk- dóms og sorga. En alltaf var brosið sem lék um varir hennar dularfullt og unglegt. Þegar hún var í Rómaborg, gekk hún oft um Piazza de Spagna og keypti Nýju BRILLO sápu svamparnir gijáfægja pönnurnar fljótt og vel. Aðeins með BRILLO er hægt að gljáfægja pönnur og potta, auð- veldlega, vandlega, og undra-fljótt. BRILLO'S drjúga sápulöður leysir alla fitu upp á augabragði og pönnur og pottar gljá og skína og svo endist BRILLO svo lengi af því að í hverjum svampi er efni, sem hindrar ryðmyndun. Brillo sápu svampar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.