Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 24

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 24
Síðan síðast Tæknifræðinemendur í Catham, Kent, Suður-Englandi, reyndu nýlega að slá met sem sett hafði verið í að troða fólki inn I BMC Mini. Gamla metið var 24 í einn bíl. En hvernig sem tæknifræðinni var beitt, lánaðist ekki að slá metið, aðeins að jafna það; þarna komust 24 verð- andi tæknifræðingar í pútuna. En ökumaðurinn hafði ekki svigrúm til eins eða neins, enda hefði honum örugglega verið bannað að aka með allan þennan hóp í bílnum. Myndin var tekin þegar Bluebird, hraðbátur Donalds Campbell lyftist upp úr vatninu, fór 1 boga aftur fyrir sig og splundraðist. Campbell hafði rennt hina útmældu kíló- meters leið einu sinni og fór þá með um 477 km hraða, en gamla metið hans, sett 1964, var um 448 km á klst. Svo sneri hann við eins og áætlað var og bjó sig undir að fara sömu leið til baka. Að þessu sinni fór hann mun hraðar, eða vel yfir 490 km hraða, en þegar hann átti aðeins eftir um 150 metra að marki, lyftist hinn tveggja tonna þungi bátur upp að framan, fór í boga aftur yfir sig og stakkst á nefið ofan í vatnið. Verksmiðjuframleidd hús, sem hér á landi ganga öll undir nafn- inu „innflutt hús“, eru nú mjög á dagskrá. Margir álíta í þeim fundna lausnina á öllum okkar húsnæðisvanda og hinir ýmsu innflytjendur hafa víðfemar hug- myndir um heil hverfi sem þeir ætla að reisa hús sín á og bjarga alþýðunni undan húsaleigu- okrinu. Ekki vitum við til, að neinn hafi umboð fyrir þetta hús hérlendis, en það er framleitt i Englandi með útflutning fyrir aug- um. Húsið er um 130—140 fermetr- ar að stærð og bílskýli að auki, og framleiðendur segja, að óvanir menn reisi það á 200 vinnustund- um. Það þýðir eftir því, að 20 menn gætu reist það á 10 tímum. — Þetta er þá ekki mikið meira verk en að tjalda. g4 VIKAN 14- »»■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.