Vikan


Vikan - 06.04.1967, Síða 24

Vikan - 06.04.1967, Síða 24
Síðan síðast Tæknifræðinemendur í Catham, Kent, Suður-Englandi, reyndu nýlega að slá met sem sett hafði verið í að troða fólki inn I BMC Mini. Gamla metið var 24 í einn bíl. En hvernig sem tæknifræðinni var beitt, lánaðist ekki að slá metið, aðeins að jafna það; þarna komust 24 verð- andi tæknifræðingar í pútuna. En ökumaðurinn hafði ekki svigrúm til eins eða neins, enda hefði honum örugglega verið bannað að aka með allan þennan hóp í bílnum. Myndin var tekin þegar Bluebird, hraðbátur Donalds Campbell lyftist upp úr vatninu, fór 1 boga aftur fyrir sig og splundraðist. Campbell hafði rennt hina útmældu kíló- meters leið einu sinni og fór þá með um 477 km hraða, en gamla metið hans, sett 1964, var um 448 km á klst. Svo sneri hann við eins og áætlað var og bjó sig undir að fara sömu leið til baka. Að þessu sinni fór hann mun hraðar, eða vel yfir 490 km hraða, en þegar hann átti aðeins eftir um 150 metra að marki, lyftist hinn tveggja tonna þungi bátur upp að framan, fór í boga aftur yfir sig og stakkst á nefið ofan í vatnið. Verksmiðjuframleidd hús, sem hér á landi ganga öll undir nafn- inu „innflutt hús“, eru nú mjög á dagskrá. Margir álíta í þeim fundna lausnina á öllum okkar húsnæðisvanda og hinir ýmsu innflytjendur hafa víðfemar hug- myndir um heil hverfi sem þeir ætla að reisa hús sín á og bjarga alþýðunni undan húsaleigu- okrinu. Ekki vitum við til, að neinn hafi umboð fyrir þetta hús hérlendis, en það er framleitt i Englandi með útflutning fyrir aug- um. Húsið er um 130—140 fermetr- ar að stærð og bílskýli að auki, og framleiðendur segja, að óvanir menn reisi það á 200 vinnustund- um. Það þýðir eftir því, að 20 menn gætu reist það á 10 tímum. — Þetta er þá ekki mikið meira verk en að tjalda. g4 VIKAN 14- »»■

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.