Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 16

Vikan - 10.08.1967, Page 16
nTFUM I I TICIIISTONH MQDESTY BLAISE ÆVINTÝRI EfftlP Peter O’Donnel 2. HLUTI Teikning Baltasar Með innri höndunum gripu tví- burarnir samon um hjöltu sverðs- byssustingsins. Hægt lyftu þeir blað- inu, þar til oddurinn hvíldi ó hjarta- stað Vallmanya. Titrandi óp barst upp úr þurrum kverkum hans. Tví- burarnir sneru til höfðunum, brostu hvor við öðrum, litu aftur á Vall- manya og ýttu síðan hægt og stöð- ugt. Ópið margfaldaðist ofurlitla stund, síðan þagnaði það snögg- lega. Vallmanya sé niður á hnén, blind augun störðu ó byssustinginn, sem stóð í gegnum líkama hans. Hjöltun glumdu ó klöppinni, þegar hann valt fram yfir sig. Hægt og ónægjulega tóku tví- burarnir af sér glófana. Svo tóku þeir hvor um annars axlir og gengu ( óttina til Karz og fyrirliða hans. Áhorfendur vörpuðu öndinni léttar, og svo hófst kliðurinn ó ný. Karz leit ó Liebmann og sagði: — Venjuleg æfing seinni partinn, liðskönnun klukkan 14.30. Foringja- fundur í stjórnarsal aðalstöðvanna klukkan 14. Hann snerist frá þeim og gekk niður hallann í áttina að jeppanum og ökumaður hans fylgdi. Undir Liebmann sem æðsta manni undir Karz, voru tveir foringjar, auk Sarrats, Hamids og tvlburanna. Annar var dökkur, þrekinn Georgíu- maður að nafni Thamar. Hann var sá eini, að Liebmanns áliti, sem ekki fann til minnsta ótta í návist Karz. Þetta var ekki vegna hug- rekkis, heldur af efnafræðilegum ástæðum. Einhversstaðar í Thamar voru kirtlar eða taugar eða heila- frumur, sem unnu öðruvísi en t(ðk- aðist og gerðu hann ónæman fyrir ótta, en þetta var allt í lagi, því hann bar lotningu éyrir Karz, eins og hundur fyrir húsbónda slnum. Hinn var Brett, slétthærður Eng- lendingur, miðlungshár, stæltur eins og keyri með hörkuleg grá augu og eiturtungu. Karz settist við borðsendann, ( stjórnarsal aðalstöðvanna sem var á neðstu hæð f stóru höllinni. Hinir settust einnig, nema Liebmann stóð kyrr upp við skjalaskápana. — Varðandi fyrirliðana, sagði Karz og lagði stóra hrammana á borðið fyrir framan sig. — Eins og þið vitið, þurfum við tvo í viðbót. Þeir þurfa að vera komnir hingað innan fjögurra vikna. Hann leit af einum viðstöddum á annan. — Mæl- ið þið með nokkrum þeirra, sem þegar eru teknir til starfa hér? Það var þögn um stund. Að lokum sagði Sarrat: — Toksvig, f minni deild, er góður. Snillingur með öll vopn. Áreiðanlegur, kjark- aður og þolinn . . . Karz skellti hramminum einu sinni á borðið og Sarrat þagnaði. — Þessir eiginleikar, segja ekk- ert í sjálfu sér, sagði Karz. — Get- ur hann stjórnað? Getur hann rek- ið mannskapinn áfram? Getur hann skipað fyrir, Sarrat? Ég skal gefa fimmtfu góða liðsmenn fyrir einn góðan foringja. Sarrat hristi höfuðið efins. — Ég myndi segja, að Toksvig væri sá efnilegasti, ekki meira. — Það er ekki nóg. Karz leit á Liebmann. — Eigum við enga fleiri umsækiendur á pappírunum. — Ekki sem fyrirliða. Aðeins handfylli af möguleikum. Skilyrðin eru of ströng. Og þeir, sem hafa allt til brunns að bera, eru þá úti- lokaðir af öðrum ástæðum. — Lof mér sjá. Liebmann opnaði stálskáp og tók upp tólf rauðbrún kort. Hann rétti Karz þau, og sá síðastnefndi tók að fletta þeim hægt, virti fyrir sér upplýsingarnar, sem gefnar voru á hverju einu. Eftir stundarkorn lagði hann öll til hliðar nema tvö. — Þessi hafa bezt meðmæli, sagði hann. — Annað er kona — kölluð Modesty Blaise. Hitt er karl- maður, Garvin. Hann litaðist um: —Hver þekkir þau? — Hún rak Netið. Það var Brett sem talaði. — Willie er vöðvakarl- inn hennar. — Hæfileikar? — Hvort? - Bæði. — Ég þekki ekki konuna. Aðeins orðróm. En ég veit ofurlftið um Garvin. Ég hef einu sinni hitt hann. Brett leit á Chu og Lok. — Ég myndi bera hann saman við tvfburana. — Getur hann stjórnað? Þetta var Thamar, sem bergmálaði sjón- armið Karz. Brett yppti öxlum og Sarrat svar- aði spurningunni. — Ég kynntist Garvin í útlendingaherdeildinni. — Hann hefur það, sem þú ert að leita að, Karz. Það kom ekki f Ijós þá, ekki fyrr en Blaise tók við hon- um. Þá munaði um það. Hann sá um mörg stórverk fyrir hana. — En konan, sagði Hamid og starði. — Getum við notað konu? — Ég nota apa eða kameldýr, ef það hefur það, sem ég er að leita að, sagði Karz kuldalega. — Netið var stórkostlegt — reglu- lega stórkostlegt, sagði Sarrat. — Ef hún er nógu góð til að Garvin vilji þjóna henni, ábyrgist ég hana. Karz leit á Liebmann aftur með spurn í svörtum augum, undan loðn- um augabrúnum. — Hæfileikarnir eru fyrir hendi, sagði Liebmann. — Það er engin spurning um það. Ég ræddi um þessi tvö við yfirráðningarstjórann, þegar við vorum í undirbúningi. — Hann hefur nákvæma skýrslu yfir starfsemi þeirra á liðnum árum. Liebmann hristi höfuðið. — Þau eru fullkomin, en þau eru ekki til leigu. — Hversvegna ekki? spurði Ha- mid snarplega, og Karz þaggaði niður í honum með snöggri hreyf- ingu og benti Liebmann að halda áfram. — Þau hafa dregið sig ( hlé og þau eru auðug, sagði Liebmann. — Vellauðug. Þar að auki eru þau ekki málaliðar. — Laun foringjanna eru fimmtíu þúsund sterlingspund, sagði Tham- ar. — Eru þau svo rík? — Já. Og jafnvel þótt hægt væri að kaupa þau, er annað á móti þeim. Þau eru óheilbrigð. Það var löng þögn f herberginu. Rafmagnsvifta murraði lágt, þar sem hún hreyfði loftið í herberg- inu. Karz rauf þögnina. Djúp rödd hans var fjarlæg eins og rödd, sem kemur úr steingerfingi, og kveður upp óhagganlegan æðri dóm. — Það er mögulegt að nota óheilbrigð- ar persónur, sagði hann, — ef full- komið eftirlit á að vera tryggt. — Fyrir þá, sem ekki er hægt að kaupa með peningum, getur verið mögulegt að finna annað — sem bindur betur. — Vogarstöng, sagði Liebmann. — Það eru engar upplýsingar á okkar kortum sem gefa til kynna að slík vogarstöng sé til. Karz leit á hann: — Hraðboð til yfirríkisstjórnas. Hann á að láta það, sem eftir er af vali og ráðn- inu, f hendur sinna fjögurra að- stoðarmanna. Hann á að einbeita sér að þeim möguleika að tryggja sér Blaise og Garvin, á þann hátt Framhald á bls. 18. 16 VIKAN 32-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.