Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 20

Vikan - 10.08.1967, Page 20
EFTIR EVRflNU Andrés Indriðason Þeir láta ið sér hvela The Kiriks hafa heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Fyrst kom hér á markaðinn lagið „Mr. Pleasant“ á tveggja laga plötu, en þessi plata var af einhverjum ástæðum ekki sett á mark- að í Bretlandi. í staðinn kom plata með laginu „Waterloo Sunset“, en það komst óðara í efsta sæti vinsældarlistans. The Kinks hafa með þessu sannað, að þeir eru í hópi fremstu hljómsveita í Bretlandi — og þeir þykja ganga næst Bítlunum sjálfum að vinsældum, ásamt The Hollies. Skömmu áður en lagið Waterloo Sunset byrjaði að heyr- ast, lýsti Ray Davies yfir því, að hann hyggðist hætta hljóðfæraleik en helga sig í þess stað tón- smíðum. Hann hefur nú horfið frá þessari fyrir- ætlan sinni en hefur sannarlega í mörg horn að líta þessa dagana. Hann er að semja músik fyrir sjónvarpsþætti um hljómsveitina, en þeir munu verða í svipuðum dúr og þættir The Monkees, sem sjónvarpið okkar mun hefja sýningar á í ágúst- byrjun The Kinks eiga það sameiginlegt með Bítl- unum, að öll lög, sem þeir láta frá sér fara, eru eftir þá sjálfr. eða réttara sagt eftir Ray Davies. Þessa mynd af The Kinks tókum við uppi í Mos- fellssveit á sínum tíma, og það fer víst ekki milli mála að þeir líta heimasætuna á Reykjum hýru auga! Lilu uu Siriuev Peitier « , h Skozka söngkonan Lulu er nú aftur komin á vinsældalista með lagið sitt „The boat that I row“. Hún hefur nýlega lokið við að leika í kvikmyndinni „To Sir With Love“. Lulu fer með stórt hlutverk í þessari mynd, og mótleikari hennar var enginn annar en Sidney Poitier. Hún syngur líka titillag myndarinnar, og svo má líka geta þess, að hljómsveitin Mindbenders kemur einnig fram í myndinni. Lulu lét vel af samstarfinu við Sidney Poitier og sagði, að hann hefði hjálpað sér mikið meðan á kvikmyndinni stóð. Iíann er líka mikill fjörkálfur, sagði hún, og hann þekkir alla helztu dansstaðina í London, en þangað fór hann oft með okkur og við skemmtum okkur aldeilis konunglega.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.