Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 24

Vikan - 10.08.1967, Page 24
VIKAN HEIMSeiR EINN ÐflGBB HJfl TUEIHUB SIIRVELDUM Skærir litir, birta og glaðlegt fólk — þetta er ein kennið á Heimssýningunni miklu í Montreal, Expó ‘67. Tónlist kveður við úr mörgum áttum í senn og ekki ævinlega í samræmi, upplýsingar og tilmæli gella úr hátölurum og vagnalestir renna hjá bæði á spori og á hjólum með gagnorðar týsingar leiðsögumanna um það sem fyrir augun ber. Bílar eru hér sjaldgæfir nema einstaka bíll sem er í að- dráttum fyrir sýningarskálana eða lögreglubíll og sjúkrabíll með rauðu, blikkandi Ijósi, farandi ekki nema tæplega fetið, enda er varla að manngrúinn beri sig að víkja. Einu teigufarartækin eru reiðhjól með tveimur farþegasætum að framan og innan um annan klið blandast ómur hjólbjöllunnar. En fyrst og fremst blasir hvarvetna við auganu fólk og aftur fólk, létt- klætt í björtum litum. Expó ‘67 hefur stundum verið kölluð í gamni 30 milljón manna afmælispartý, af því að Kanada sótt- ist eftir að halda heimssýninguna einmitt núna, árið 1967, til minningar um aldar afmæli sitt sem samein- aðrar heildar. Greinarkornið, sem hér er að hefjast, er fyrsta frásögnin af Expó og Kanada, en fleiri eru væntanlegar fram eftir haustinu. Við heimsótt- um Expó fyrst í júlí, og vorum þar á sjálfan af- mælisdaginn og dagana þar í kring, þegar aðsóknin var orðin 17 milljón manns í staðinn fyrir 10 millj- ónir, eins og áætlað hafði verið, og þessa dagana kom milljónarfjórðungur gesla á svæðið á hverjum degi. — í þessari fyrstu grein fjöllum við aðeins um hluta af undirbúningi Kanadamanna og sérstaklega Mont- realborgar undir sýninguna, og lýsum sýningarskálum stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, — en höldum síðan áfram í komandi blöðum að lýsa því í Eftirliking af tungllandslagi með bandarískum geimförum. Nær er líkan að Surveyor I., sem lenti á tunglinu árið 1966, cn fjær er eftirlíking af farartækinu, sem á að flytja fyrstu mennina til tunglsins og aftur frá t>ví út að geimfarinu. Þessi kassi verður líka heimkynni þeirra meðan á tungldvölinni stendur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.