Vikan - 10.08.1967, Síða 26
illKftN HEIMSffiKIR
expo’67
máli og myndum, sem fyrir augu og eyru
bar, hvernig Expó ‘67 kemur fslendingum
fyrir augu.
EXPO heitir hún, EXPO ‘67. Það er dregið
af franska heitinu á svona sýningum, „expo-
sition universelle“. Og er ekki að undra, því
65% borgarbúa í Montreal telja sig frönsku-
mælandi, þótt að sögn séu um 80 % þeirra
jafn hraðmæltir á enska tungu. Expo stend-
ur á tveimur eyjum, Ile Sainte-Helene (eyju
heilagrar Helenu) og Ile Notre-Dame (eyju
vorrar frúar). Þegar EXPO var fyrst ákveð-
in árið 1963, var Ile Notre-Dame ekki til og
Ile Sainte-Helene ekki nema hálf á móti því
sem hún nú er, en Kanadamenn settu það
ekki fyrir sig. Þarna, úti í St. Lawrence River
skyldi sýningin standa og þá var bara að
búa henni stað.
Er ekki að orðlengja það; í júnílok 1964
var Helenareyja orðin helmingi stærri og
Vorfrúareyja, sem er álíka stór, risin úr öld-
um. í þetta fóru 15 milljón tonn af grjóti, möl
og jarðvegi. 6.825.000 tonn þar af voru graf-
in upp úr heilags Lárentíusarfljóti, en af-
gangurinn var tekinn undan borginni sjálfri;
Þannig slógu Montrealmenn tvær flugur í
einu höggi: Bjuggu sér til neðanjarðarbraut
um borgina sína og notuðu uppmoksturinn
til landvinninga. Alls er brautin um 26,5 km
og mest í gegnum kletta að fara, stöðvarnar
fjölmargar og stórglæsilegar. Farartækin sjálf
eru furðu þægileg af slíkum brautavögnum
að vera, enda er þetta eina neðanjarðarbraut-
in í heimi, sem rennur eingöngu á gúmmí-
hjólum. Það eina, sem að henni má finna
fyrir farþegann, er það að eitthvað gekk úr-
skeiðis með loftræstinguna, hún blés heitu
í staðinn fyrir köldu svo að það getur orðið
æði þrúgandi í henni loftið.
Annað, sem Montreal gerði beinlínis fyrir
Expo og kemur borginni að gagni síðar meir,
{ / * J J K k V' í - M
m~ i *Æ w 1 vljjH
IRB * J / { \
mmm
::
.
Yzt til vinstri:
Einsporinn geng-
ur gegnum
bandarísku kúl-
una. Þeir, sem
nennt höfðu að
standa í biðröð
til að komast í
hann sögðu, að
það eina sem sæ-
ist þar inni vœri
flennistórt skilirí
af Clark Gable.
0
Rauður hvoftur
með gulum tann-
garði yfir skær-
litum, yddum
flötum. Frá lista-
sýningu USA.
Kvikmynda-
kempur á mynd-
um, stórum og
smáum. Að ofan
er John Wayne í
nokkrum sinnum
eðlilegri stærð.