Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 37

Vikan - 10.08.1967, Page 37
að vegamótum hjá bænum Brekku, sem stendur þar sem nesið er mjósf. Þar beygjum við til vinstri, fyrir botninn á Lambhúsatjörn út að Bessastaðahliði, en þar eru kross- götur. Við skulum fyrst aka afleggj- arann til hægri og aka hring um utanvert nesið. Þó að þessi hring- ur sé ekki langur er hann mjög skemmtilegur, sérstaklega nyrzt á nesinu, þar sem hann liggur alveg meðfram sjónum. Þar stendur bær- inn Breiðabólstaður, norðan við Bessastaðatjörn. Við bregðum okkur heim að Bessastöðum að hringnum loknum, því það er leyfilegt að skoða kirkj- una þar. Eftir að æðstu embættis- menn konungs hættu að sitja á Bessastöðum, seint á 18. öld varð þar skólasetur í 4 áratugi. Til þess skóla rekja margir endurreisn ís- lenzkrar tungu enda sátu Fjölnis- menn þar á skólabekk, einnig Jón Sigurðsson og aðrir foringjar f sjálf- stæðisbaráttunni á 19. öld. Á sfð- ustu áratugum aldarinnar sat Grím- ur Thomsen staðinn, en eftir hans dag fór vegur hans minnkandi. — Sigurður Jónasson, forstjóri (nú lát- inn) gaf ríkinu jörðina, með því skilyrði að hún yrði gerð að for- setabústað og svo varð. Bessastaða- húsið er um 200 ára gamalt en kirkjan er nokkuð yngri og var lengi í smíðum. Kirkjan er all veg- leg og ný viðgerð. Höfuðprýði hennar munu þó vera hinir nýju mósaikgluggar með myndum úr kristnisögu landsins. Ég hefi aldr- ei komið í kvöldfegurri stað en Bessastaði á lognkyrrum vorkvöld- um. Nú er síðasti áfanginn eftir, spöl- urinn til Reykjavíkur. Við höldum til baka sömu leið að vegamótun- um hjá Brekku og tökum þar vinstri vegarálmu. Upp úr Gálgahrauninu á vinstri hönd rís frekar lágur hraundrangur en það er Gálga- klettur. Þar létu margir lífið fyrir litlar sakir og hinum jarðnesku leif- um var hent í djúpar hraungjótur. Við komum á Hafnarfjarðarveg f Engidal og stefnum til höfuðborg- arinnar. Arnarvogur er á vinstri hönd en Arnarnesið norðan hans og þar er „villuhverfi" f smíðum. Er við komum upp á hálsinn blasir Kópavogurinn við okkur og norðan við botn hans er hinn forni þing- staður. Þar hefur verið reistur lítill minnisvarði um stóran atburð, erfðahyllinguna, árið 1662. Þessi varði vitnar um umkomuleysi lið- inna alda innan um velmegunarein- kenni nútímans og þar skulum við segja að leiðir skiljist. Blóðbaðið á Valentínusardaginn Framhald af bls. 15. Meðan á þessu stóð boðaði A1 Capone til fundar í Hawthorne hóteli í Chicago, og mættu þar allir forsprakkarnir. Capone vildi nú binda endi á ófriðinn, en ekki með friði, heldur fól hann McGurn að fara og drepa Moran, — hvað sem það kost- aði. Hinir bófaforingjarnir and- mæltu þessum aðförum og sögðu sem satt var að almenningi væri farið að leiðast þessi hjaðninga- víg, og betra mundi vera að fara öðruvísi að. En það mátti Capone ekki heyra nefnt. RÁÐGERT VAR AÐ MYRÐA YFIRMANN MAFÍUNNAR Moran var ekki aðgerðalaus heldur. Hann kallaði fyrir sig forustumenn sína og lét uppi við þá fyrirætlanir sínar. Ekki voru þær smávægilegri en tillögur A1 Capones, því nú skipaði hann svo fyrir að ein af hetjum sínum, Joe Aiello, skyldi myrða annan ítala, sem hét Patsy Lolordo. Patsy var ekki einungis yfirmað- ur glæpafélags þess, sem alræmt er og nefnist Mafía, heldur var hann einnig nákominn vinur Cap- ones, og hafði fengið honum öll umráð yfir mafíunni og því sem henni heyrði til. Handbendum Morans varð um og ó þegar þeim var skýrt frá þessu, því hversu fúsir sem þeir voru annars til frækilegra verka, þótti þeim þetta einum of mikið. Þá sló Moran út því trompi að minna þá á morðin á góðvinum þeirra Dion O’Bannon og Hymie Weiss, en þeir voru myrtir þeg- ar þeir komu til A1 Capone til þess að bera sættarorð milli bófa- flokkanna, og undirbúa friðar- samninga. Báðir voru skotnir skilmálalaust. Auk þess lét Moran þá skilja að sig fýsti ekki að etja kappi við mafíuna, heldur taka höndum saman við hana. Það hafði verið tilætlunin að Aiello, sem var frægur bófi, skyldi taka við for- ustunni þegar búið væri að ganga af Lolordo dauðum. Honum var ætlað að slíta öll tengsl milli mafíunnar og Capone, og átti þetta að nægja til að koma hin- um síðarnefnda fyrir kattarnef. Nú var hafizt handa um fram- kvæmdir. McGurn, sem átti að sjá um að Moran yrði myrtur, gerði samning við Nick nokkurn Sorrello, smáglæpamann, sem annars hafði það að atvinnu að aka vörubíl. Hann skýrði Sorr- ello frá málavöxtum og samn- ingarnir milli þeirra gengu greiðlega. Sorrello átti að „stela“ einum af vínflutningabílum Capones, fullum af brennivíni, og fara með hann til norðurhluta borg- arinnar, og selja Moran það sem í honum var. Svo átti að gefa loforð um meira síðar, og vinna sér þannig traust Morans. Fáein- um dögum síðar átti Sorrello að látast færa honum annað eins af víni, en í stað víns átti þá að fylla geyminn af hinum æfð- ustu skotmönnum, og skyldi þeim falið að ganga af Moran dauð- um. Fyrri ferðin heppnaðist vel, Moran beit á agnið og svo var ENSKAB nostySíisveoofiísar ★ Srvai aldrei meira ei m, yfir 30 litir. ★ VerO hveroi iiaostæOara. LITAVER SF. Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Sfmar 30280 og 32262. 32. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.