Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 39

Vikan - 10.08.1967, Page 39
 Bragðið leynir sér ekks MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar tii eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. SÚPUR FRÁ SVISS Umboðsmenn: I. Brynjólfsson 8l Kvaran • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle ® Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable um talað að Sorello kæmi aftur. En Sorrello kom ekki aftur, því áður en af því yrði gerðist nokkuð sem McGurn gat ekki grunað. A1 Capone hafði frétt hvað á seyði var, því hann hafði njósnara alstaðar. Hann kom boðum til vinar síns Lolordo og gerði honum viðvart um sam- særið. En mafíuleiðtoginn hélt þetta vera uppspuna, og trúði ekki þessum þrautreynda vini sínum, Aiello, til að ætla sér illt. AL CAPONE HUGÐI Á HEFNDIR En Lolordo komst samt að því, þegar daginn eftir, að fátt er það sem fulltreysta má, því Aiello og Gusenbergbræður brutust inn í hús hans daginn eftir og myrtu hann. Mafíuforinginn hafði sett lífvörð sinn á ýmsa mikilvæga staði umhverfis hús sitt og í grennd við það, en Aiello og liðsmenn hans gátu yfirbugað þá alla, hvern af öðrum. Lolordo var skotinn inni í stofu sinni, en kona hans var þá stödd í eld- húsinu. Meðan á þessu stóð var A1 Capone að halda fyrirmönnum Chicago og æðstu stjórn borg- arinnar dýrindis veizlu í bústað sínum. Fréttin barst honum þegar í stað, og varð honum mikið um. Grátandi sór hann þess dýran eið að vinar síns skyldi verða hefnt, og sjálfur tók hann að sér fram- kvæmdirnar. En fyrst þurfti öðru að sinna. Honum var sagt að Aiello, sem óttaðist nú um líf sitt sem von var, ætlaði að komast burt úr borginni með hraðlest þetta sama kvöld. A1 Capon laumað- ist inn í vagninn, þar sem Aiello vjjx* fyrir, og skar hann a hals með rakhníf. Svo tók hann til við að upp- ræta það sem eftir var af bófa- flokk Morans. Sorrello átti að afhenda næsta brennivínsfarm hjá Moran kl. 10,30 morguninn 14. febr. Allir forsprakkar bófa- flokksins áttu að vera til staðar í bílskúr þeim sem þeir geymdu í hinn ólöglega varning sinn. Capone ákvað að Sorrello skyldi ekki aka vínflutningabíln- um sínum inn í skúrinn, honum hafði dottið miklu betra í að x hug. Hann náði í fjóra lögreglu- þjónsbúninga, og málaði bíl nokkurn þannig að hann synd- ist vera lögreglubíll. Svo lét hann þennan flokk „lögreglu- þjóna" aka út að bílskúrnum og fara þar inn. Engan mundi gruna neitt, fólk sem fram hjá færi mundi halda að þarna væri lögregla á ferð, en Moran og menn hans mundu ekki veita viðnám. Þeir höfðu samið við lög- regluna, svo sem aður er sagt. Það var mikilvægt fyrir Capone að engum gæti dottið í hug að bendla hann við málið, og dag- inn áður en framkvæma skyldi dáðina, fór hann til Florida og settist þar að á hóteli, og skyldi þetta vera fullgild sönnun þess að hann væri ekki við málið rið- inn. „VINARGJÖFIN“ TIL MORANS Svo rann upp sá dagur, sem eftirminnilegastur varð. Það var dagur heilags Valentínusar, en á þeim degi er siðvenja í Banda- ríkjunum að gefa gjafir og votta vinsemd vinum sínum. A1 Capone hafði fyrirhugað þeim manni sem hann var einna minnst vinveitt- ur, sérstaka sendingu, en sá mað- ur var Moran. Félagar hans áttu ekki að vera afskiptir. Hann hafði til umráða íbúð nokkra hinum megin við götuna, og sást þaðan vel yfir að bílskúrnum. Þegar bezt stæði á, áttu þeir að gefa merki þeim sem í „lögreglubíln- um“ voru, um að hefjast handa. Moran og hans mönnum mátti virðast sem þetta ætlaði að verða happadagur, — þeir bjuggust við að hafa hendur á stórum farmi af ódýru brennivíni, — og að geta selt það með miklum hagnaði. Og voru þeir allir mættir í bíl- skúrnum á tilteknum tíma. Nema Moran. Það varð hon- um til lífs. Hann kom á stað- inn í sömu andrá og „lögreglu- bíllinn" bar þar að, en í stað þess að fara inn, fór hann yfir í næsta veitingahús til þess að fá sér kaffi. Hann ætlaði þann- ig að hafa þennan ímyndaða lög- reglubíl af sér, og það tókst. Menn Capones fóru nú inn í bílskúrinn, þar sem menn Mor- ans voru fyrir, og voru nú höfð hröð handtök, og þessum sjö mönnum skipað að rétta upp hendur og fara yfir að veggn- um og standa þar kyrrir með upplyftum höndum og snúa sér að veggnum. Síðan var beint að þeim vélbyssuskothríð og hnigu þeir allir. í sama mund og „lögreglu- þjónar“ þessir hurfu burt, hljóp Moran inn í skúrinn, en nú var of seint að ætla sér að hafast nokkuð að. Frank Gusenberg var með lífsmarki, og var hann flutt- ur á sjúkrahús ásamt Moran. Hann hafði fulla meðvitund fram 32. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.