Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 41

Vikan - 10.08.1967, Page 41
TakiO tltir - Gerii lóð kini 2 m. tjöld með himni ó aðeins kr. 1.545,— 4—5 m. frönsk tjöld með himni ó kr. 3.555,— 3 m. tjöld ó kr. 1.885,— 4 m. tjöld ó kr. 2.195,— 5 m. tjöld ó kr. 2.724,— Sænsk Manzardtjöld ó kr. 2.985,- Hústjöld, svefntjald og stofa ó kr. 5.850,— Vindsængur fró kr. 470,-. Uppblósnir hörpudisklagaðir tsólar. Svefnpokar, margar gerðir fró kr. 594,—. Gúmmibótar, margar gerðir. Ennfremur: Pottasett, Gasprímusar, Nestistöskur, tjaldsúlur og hælar og yfirleitt flest, er þarf í við- leguna og að ógleymdri veiðistönginni, en hún fæst einnig í Póstsendum — Laugavegi 13. hratt og lengi við hana á hennar eigin málýzku. Hún svaraði með miklum hávaða og handapati. Svo sneri Ah Ping sér aftur að Mary. Hún sussaði á konurnar, til að heyra skýringuna. — Þær segja, fjölskyldan búa á ströndinni, eiga mikil stykki börn. Fengu nýtt í nótt, ekki vilja meiri börn, vilja dollar. Mui á dollar, vill barn. Allir glaðir. — En til hvers vill Mui eiga þetta barn? — Mui alltaf ein, kannski langar til að tala, svaraði hann. Mary sneri sér undan. Ah Ping var oft ákaflega kjánalegur, en þessi einföldu orð virtust skýra svo vel þessa þörf sem Mui hafði fyrir félagsskap, þótt hún gæti með engu móti skilið hvernig þetta litla barn ætti að geta hjálpað henni í málleysinu.- Eftir kvöldmatinn fékk Mary loksins tækifæri til að segja manni sínum frá þessari morgun- heimsókn — ... og ég held að hugboð mitt sé rétt, að þetta sé Wei barnið, heldurðu það ekki? — Mér finnst það ekki ósenni- legt. Auðvitað eiga þau ekki að losa sig við barnið, frá siðferði- legu sjónarmiði, en samt held ég að þetta séu ekki verri örlög fyrir þessa litlu stúlku, en að vera kastað í ruslatunnuna, eins og svo oft skeður hér, því miður. Það þýðir ekkert að blanda sér í þetta, þú veizt hvernig viðbrögð- in eru hjá þessu fólki. Ah Ping mundi horfa á þig með sakleys- issvip, og það gera kournar líka, án efa. Enginn veit neitt. Næstu vikur gerði Mary sér far um að hafa gætur á fljóta- bát Muis. Þar var allt skínandi fágað, eins og venjulega, og and- litið á litlu stúlkunni ljómaði af ánægju, þar sem hún var bund- in við bakið á Mui, með tand- urhreinum klút. Það var sýni- legt að barnið var vel hirt. Rigningatíminn kom snemma þetta ár, og Mary hafði mörgu að sinna, öðru en því að hafa gæt- ur á Mui og bát hennar. Svo kom að því að hún og maður hennar fóru heim, í langt frí. Meðan á fríinu stóð, fékk lækn- irinn tilkynningu um að hann yrði fluttur til Singapore um tíma, svo það liðu fjögur ár þangað til Mary og maður henn- ar komu aftur til Hongkong. Þá voru allir búnir að gleyma því, hvernig Mui eignaðist litlu stúlk- una sína, Litla Blóm, nema Mary. Nokkrum dögum eftir að hún kom aftur, gerði Mary sér er- indi niður að hafnargarðinum. Hún kom strax auga á fljótabát- inn, þar sem Mui var að berja rykið úr stólsessunum. Við og við veifaði hún sópnum og leit bros- andi í áttina að barnahóp, sem lék sér með miklum hávaða í grenndinni, stukku upp á hafn- argarðinn og um borð í bátinn, og svo upp á garðinn aftur; fremst var hraustleg telpa, skáeygð og glansandi, svart hárið var bund- ið upp á kollinn með rauðu bandi. í nokkrar mínútur virti Mary þetta fyrir sér, án þess að nokk- ur tæki eftir henni. Svo kallaði hún: — Mui! Mui þekkti hana strax, sleppti sópnum, og varir hennar mynd- uðu hljóðlaus kveðjuorð. Börn- in hættu að leika sér og störðu á Mary. Þá sneri litla stúlkan sér að Mui og horfði á varir hennar ,svo sagði hún á skrækri pidgin ensku: — Missie læknir velkomin. Missie lengi í burtu. Missie komin að sjá Litla Blóm, stór stúlka, mikið tala. Mui glöð að sjá Missie. Andlitið á Mui var eitt skín- andi bros, og hún benti Mary að koma um borð í bátinn. Litla stúlkan tók sópinn upp, stuggaði hinum börnunum frá borði og kom svo hlaupandi um hæl, til Mary og Mui. Augu barnsins störðu á varir fósturmóðurinnar, og í fyrsta sinn gat Mary talað við Mui; þegar Mui bærði var- irnar, túlkaði telpan jafnóðum. Samtal þeirra vakti athygli kvennanna á hinum bátunum og eftir andartak voru þær komnar og töluðu, hver upp í munninn á annari, skýrðu Mary frá því, hvernig Mui hefði kennt telpunni að tala fyrir hana. Meðan á þessu stóð, sátu Mui og Litla Blóm og brostu til Mary, yfir borðið þar sem gerviblómunum velt svo snyrtilega raðað í vasa . ★ Njósnarinn sem kom niður úr loftinu Framhald af bls. 11. þorði ekki að bíða lengur, og ákvað að láta til skarar skríða. Rinaldi var handtekinn fyrir utan hús eitt í Torino 15. marz, eins og áður er sagt. Og eigin- kona hans var gripin í fomverzl- un þeirra hjóna. Samtímis var Armando Girard handtekinn um leið og hann fór yfir ítölsku landamærin. Girard var ekki hátt skrifaður innan hreyfingar- innar. Hann var bílstjóri hjá Rin- aldi, þ.e.a.s. flutti mikrófilmur milli landa. Giorgio Rinaldi játaði sekt sína þegar í stað og bætti við: — ÞiS hafið unnið snjallt verk, strákar! Ég verð að viðurkenna að ég hef vanmetið getu ykkar. En segið mér: Hvernig komust þið á sporið ... — Við vitum allt — tíu ár aftur í tímann, sagði lögreglan. Antoniola og Girard vom erfið viðureignar. Það fékkst ekki aukatekið orð upp úr þeim, sem hægt var að byggja á. Öðru máli gegndi um Rinaldi. Þegar hann fékk að vita, að lögreglan vissi 32. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.