Vikan - 10.08.1967, Síða 44
Expó
Framhald af bls. 29.
fæturna. Kringum okkur er
skvaldrað á ensku og frönsku, —
franskensku og enskufrönsku og
við rifjum upp það fyrir okkur
að við vitum ekki hvar við eigum
að fara úr metrónum og þaðan af
síður strætónum þegar við förum
heim. Hljómar þá ekki glað-
leg rödd við hliðina á okkur: —
Týpiskir skandinavar! Geta val-
ið úr dýrustu krásum allra
þjóða en hafa ekki lyst á neinu
nema sullinu úr SAS! Og svo
sezt hún hjá okkur með rjúk-
andi kaffið sitt og brosir bjart,
hún Þórdís Árnadóttir; hún er
reyndar að vinna en jafnvel ís-
lenzkir þrælar á Expogrund fá
fimm mínútur í kaffi við og við
og á meðan segir hún okkur eitt
og annað um Expo, því á Expo
er varla annað umræðuefni til.
Svo er kaffið búið og hún er
þotin aftur. Samt næðir ekki
lengur eins kalt um fæturna á
okkur. Okkur rámar meira að
segja í hvar við eigum að fara
úr metrónum og það verða ein-
hver ráð með bússinn. Og af því
að Kaninn er þarna alveg hjá
metrónum væri kannski ekki
fráleitt að líta inn og byrja svo
á honum af fullum krafti með
morgninum.
Svo rennur upp nýr dagur,
sjálfur aldarafmælisdagur sam-
einingar Kanada, 1. júlí. Okkur
þótti nóg um manngrúann dag-
inn áður, en íslendingamir sögðu
okkur, að það væri fámenni. Við
sjáum það líka þennan morgun.
Sólin skín, en það er móða í
lofti. Töluverður vindur, svo ekki
er óþægilega heitt. En fólks-
mergðin er eins og á Arnarhóli
17. júní, maður við mann, varla
smuga á milli. Biðröðin við
bandarísku kúluna mjög löng,
enda er þess gætt að hleypa ekki
svo mörgum inn í einu að eng-
inn geti séð neitt.
Bandaríkin eru það stórveldi,
sem hæst ber víðast um heim.
Enda er kúlan þeirra á Expo ein
þeirra, sem allra mest ber á. Hún
er tiisýndar líkust því mynstri,
sem maður bjó til sér til dægra-
styttingar í skólanum hér í eina
tíð, þegar áhuginn var ekki allt-
af bundinn við námið: Pikka
ósköpin öll af punktum á blað
og teikna svo þríhyrninga með
því að draga strik á milli punkh
anna. Strikin eru rammarnir,
sem halda kúlunni saman, á
milli þeirra er svo glært plast.
Á daginn lýsir sólin upp þessa
glerhöll, en þegar dimma tekur,
fyllist hún innri ljóma. — Mér
fannst bandaríska kúlan alltaf
mjög falleg og eiga vel heima í
sínu umhverfi.
Þegar kemur þar inn úr dyr-
um, beinist leiðin að rennistiga,
sem liggur upp á fyrstu hæð.
Við hliðina á honum er flenni-
stór mynd af L. B. Johnson, sem
hefur tekið ofan gleraugun og
horfir alvarlegur í bragði yfir
gestahópinn. Þegar upp kemur,
rekur maður fyrst augun í sýn-
ingarskápa með fornum listmun-
um, sem frumbyggjar Ameríku,
indíánarnir, hafa gert. Síðan
liggur leiðin kringum svera súlu,
og á henni hanga gítarar og fleiri
strengjahljóðfæri. Þessi hljóð-
færi eru öll í eigu frægra, ame-
rískra listamanna, segir þar á
spjaldi hjá, sem túlka í tónlist
sinni, hvort sem er söngur, þjóð-
lagaraul, rock'n roll eða „nýrra
rokkið“, hugmyndaauðgi og vídd
hins ameríska anda. Hér er gít-
ar Burl Yves, rafmagnsgítarar
The Kingsmen, Monkees, Chet
Atkins; venjulegir gítarar úr
eigu Peter, Paul and Mary, raf-
magnsgítar Elviss Prestleys og
fleiri og fleiri. Og gítarinn er
ekki aðeins þjóðsagnagripur í
bandarísku þjóðlífi, sem nú er
aðeins til að horfa á hér uppi á
vegg, því tvívegis á göngu okk-
ar upp á þessa hæð rekumst við
á hópa bandarískra unglinga,
sem hafa tekið sér stöðu og
syngja bandarísk þjóðlög við
eigin gítarundirleik. Þetta virð-
ast ekki vera fyrirfram þjálfað-
ir hópar, heldur aðeins ungling-
ar sem eru hér á ferð og spila
og syngja af því þeir hafa gam-
an af því. Þegar okkur ber að
síðari hópnum er hann að syngja
um ferðina niður Missisippi nið-
ur að Mexíkóflóa. En sönnum
föðurlandsvinum er ekki nóg að
heyra sungið bara um einhverja
staði innan Bandaríkjanna og að
söngvurunum vinda sér ung
hjón og vilja fá að heyra eitt-
hvað um Texas. Og fá ósk sína
uppfyllta.
Hér er heil deild með brúðum
af öllum stærðum og gerðum.
Sumar eru ótrúlega eðlilegar, til
dæmis er hér úti í horni brúða,
sem er svo nákvæm eftirlíking
af grettum, rauðbláum nýfæð-
lingi í skírnarkjól, að það er
nánast óhugnanlegt. Það sem
mest ber þó á í þessari deild er
hár og breiður standur með af-
ar ófríðum tuskubrúðum af ýms-
um stærðum, allar þessar brúð-
ur eru nær eins að útliti fyrir
utan stærðarmismuninn. Ég er
kominn svo langt að ég sé ekki
lengur á spjaldið, sem fylgir, og
mannastraumurinn er of þungur
til að hægt sé að komast aftur
til baka, en mig minnir að þess-
ar brúður séu af tveimur kynj-
um og heiti karlkynið Andy en
kvenkynið Ann, og frægð þeirra
eigi sér lítil takmörk. Að sjálf-
sögðu eru þau bandarískir þegn-
ar.
Eitt er það, sem Bandaríkja-
menn hafa í ekki minni mæli
en aðrir, og það eru ýmsar hvim-
leiðar skepnur, bæði spendýr,
skordýr og skriðdýr. Maðurinn
byrjaði snemma að finna leiðir
til að losa sig við þessi óþæg-
indi, og hér á bandarísku sýn-
ingunni eru nokkrar fornar gildr-
ur, sem Ameríkumenn hugsuðu
upp og smíðuðu til þeirra nota.
Hér er til dæmis músagildra,
sem fljótt á litið virðist afar
flókin smíð og hugvitsamleg.
Ekki er glöggt að sjá, hvernig
hún hefur unnið, en líkast er
sem hún hafi safnað í sig reið-
innar fjölda í einu. Músin gekk í
hana upp eftir brú, sem snarað-
ist yfir, þegar músin var komin
ákveðið langt yfir miðju; um
leið féll annar hluti músabrúar-
innar á sinn stað til að lokka
næstu mús. Flugugildrur eru hér
margar, mest búnar til úr flösk-
um og glerkútum með litlum
götum á lokunum, sem flugurn-
ar hafa átt að álpast inn um en
eiga erfiðara með að komast út,
ef ekki hefur þá verið eitthvað
límkyns í ílátunum til að stöðva
þær að eilífu. Kannski hafa flug-
urnar líka bara sprungið úr hita
ofan í þessu.
Á þessari hæð má glöggt sjá.
að Bandaríkjamenn eiga auðvelt
með að skopast hóflega að sjálf-
um sér og jafnvel birta sér ým-
iss vandamál í léttu Ijósi gaman-
seminnar. Ef til vill er sá eigin-
leiki heilladrýgri en margt ann-
að í fari þeirrar stóru þjóðar og
líklegri til að fleyta henni yfir
margháttaða erfiðleika. Spaug-
semi þessi birtist meðal annars
í léttum, einföldum skopteikn-
ingum, sem hanga hér víða á
veggjum, en ein þeirra er þó
lang eftirtektarverðust. Það er
teikning af húsmóður, sem situr
í stól með hárþurrku um höfuð-
ið og barkinn liggur í annan
endann á ryksugunni. Við hinn
endann stendur svo eiginmaður-
inn með svuntu um sig miðjan
og mundar sogbarka ryksugunn-
ar. Þannig skýra Bandarikja-
menn í léttum dúr fyrirbrigði,
sem er töluvert vandamál hjá
þeim víða: Konan er að verða
aðeins puntudýr með ótakmark-
aðan frítima, en karlinn verður
ekki einasta að þræla fyrir dag-
legu brauði þeirra, kjúklingum,
hamborgurum og sjússum, held-
ur verður hann líka að sjá um
heimilisverkin að langmestu
leyti.
Frá þessari hæð verður helzt
ekki komizt utan eina leið:
Upp einhvern lengsta — ef ekki
allengsta — rennistiga heimsins.
Hann er nær 40 metrar á hæð
og nær upp á efstu hæð. Þar
kemur maður upp á háan pall
hringlaga með háum handriðum
í kring og veitir víst ekki af,
því sé stiginn góði um 40 metr-
ar, er varla minna en svo sem
55—60 metra fall hér ofan af
pallinum þar sem hæst er og
ofan á styttur frá Páskaey að
falla.
Yfir miðjum pallinum er stór,
hringlaga hjálmur. Undir honum
á maður að hafa það á tilfinn-
ingunni, að maður sé í geimferð.
Á innri brún hans er varpað í
sífellu litmyndum af hinum
ýmsu stigum geimferða og úr
málmgjallandi hátölurum innan
í honum glymja í sífellu fjar-
skiptasamtöl aðlútandi geimferð-
um. Hljóðið er svo gjallandi í
hátölurunum að ekki verður
greint nema orð og orð á stangli,
en lítið sem ekkert samhengi,
enda leiddist mér heldur undir
þessu gjallarhorni og hafði enga
tilfinningu því líka, að ég væri
í geimferð. — Að myndunum
slepptum, — sem er auðgert, því
þær sjást afar illa — var þetta
öllu líkara því að reyna að
hlusta á íslenzka útvarpið aust-
ur á fjörðum: Þá sjaldan að eitt-
hvað heyrist, eru það óskiljan-
leg hljóð. Innfæddir Ameríkan-
ar voru afar hrifnir af þessu; til
dæmis eru hér komin hjónin frá
Texas, sem vildu ekki láta syngja
fyrir sig um Missisippi og Mexí-
kóflóann áðan; þau stara hér í
leiðslu á ógreinilega bjarmana af
litskuggamyndum innan á hjálm-
brúninni og sýnast gagntekin.
Þegar kemur undan hjálmin-
um, verður fyrir manni hlutur,
sem mér finnst ólíkt skemmti-
legri, en það er geimfarið, sem
hann Shephard fór upp í forð-
um daga, það var fyrsta mann-
aða geimflugið fr'á Bandaríkj-
unum. Þetta er litil dós, líkt og
trekt í laginu, og sést ekki inn
í hana nema gegnum glugga á
hliðinni. En þar má glöggt sjá,
að Shephard hefur ekki haft
mikið svigrúm. Annars staðar
hér í kúlunni, á leiðinni niður,
eru stólarnir, sem gerðir voru
handa þessum fyrstu geimförum.
Þeir eru allir smíðaðir eftir máli,
hver stóll nákvæmlega handa
sínum manni, og þá sér maður
betur, að það er ekki ástæða til
að vera með stór geimför, því
stólarnir ná hálfa leið utan um
geimfarana og þeir eru ólaðir
ofan í þá, svo þeir hafa ekki
mikla möguleika á að sprikla
hvort sem er. Hér er líka ann-
að geimfar, eins í laginu, en
miklu stærra. Það hefur verið
setl á loft og tekið niður aftur,
það á að geta tekið þrjá, þegar
því verður loks trúað fyrir lif-
andi mönnum í geimferð. — Hér
og þar um loftin eru svo alls
konar tæki geimfluginu tilheyr-
andi, eins og miðunarstöðvar,
radar og annað þess háttar. Og
efst í kúlunni, drjúgum hærra
en efstu sýningarpallarnir, eru
svo þrjár þandar, litsterkar fall-
hlífar, en þeirra hlutur er kann-
ski ekki hvað veigaminnstur í
sambandi við mönnuð geimflug,
þegar allt kemur til alls.
Á heimssýningu, þar sem sýn-
ingar hinna ýmsu landa og deilda
eru byggðar upp á táknrænan
hátt, freistast maður ósjálfrátt
til að líta á það sem táknrænt
fyrir bandarískan hugsunarhátt,
að geimferðirnar skuli hæst sett-
ar en tunglið sjálft aðeins fyrir
44 VIKAN 32-tbl-