Vikan - 10.08.1967, Síða 49
(loftpúðaskipum), sem þeir kalla
Sormovits, en í sýningarskápum
í kring eru svo al-óskyldir hlutir
sem þessar frægu, rússnesku
brúður, sem upp á síðkastið hafa
reynzt ágætis smygltæki, því eng-
inn nennir að taka þær í sundur
allt til innsta kjarna.
Plastið ryður sér ákaft til rúms
í flestum greinum iðnaðar og
framleiðslu. Sovétríkin eru þar
sízt annarra eftirbátar. Hér má
sjá meðal annars skipsskrúfu með
blöðum úr plasti; þvermálið er
þrír metrar. Þetta lítur út fyrir
að vera mjög sterkt.
Eitt af því, sem Sovétmenn
gera hér fallega, er myndaupp-
stilling, sem nær í boga, svo að
segja yfir þveran vestari hluta
þessa salar. Annars vegar sýnast
þetta vera háabstrakt myndir eða
symból, en hins vegar reynast
þetta hreinar ljósmyndir af ýmsu
því, sem einkennandi má telja
fyrir fiskveiðar, sjávarútveg og
siglingar Sovétmanna. Á lágum
borðum eru þeir svo með líkön
af atómstöðvum, stöðvum til að
vinna ferskt vatn úr sjó, jafnvel
vel skipulögðum íbúðahverfum.
Við höldum áfram að reika um
sýninguna. Uppi á annarri hæð
víkur sér að mér enskumælandi
maður og segir: — Ég sé, að þú
ert frá pressunni. Skilur þú allar
þessar vélar? Ég varð að viður-
kenna, að mér gengi það ekki
nógu vel. Þá leit hann á mig
hugsi og spurði: — Heldurðu,
að mér gengi það nokkuð betur,
ef ég fengi mér einn vodka?
Uppi á þriðju hæð sjáum við
aftur nokkuð tæknilegt, sem vek-
ur áhugann. Það er litasjónvarp.
Það er verið að varpa út sjón-
varpssendingu frá tízkusýningu,
sem á sér stað niðri á hæðinni
fyrir neðan, og litirnir hér hjá
Rússunum eru merkilega góðir.
Sjónvarpið er skýrt og litirnir
nærri sanni. Eins og annars stað-
ar hér, þar sem eitthvað er sýnt
á skermi, sitja Ameríkanamir
eins og stjarfir og stara. Aðeins
einn viðstaddra hefur notað sér
þægilegan stól til að hvílast í
með lokuð augu og kollinn rorr-
andi ofan á bringu. Þetta er sjálf-
sagt ekki Ameríkani.
Uppi á þriðju hæð er ýmis-
konar listiðnaður, vasar, útsaum-
ur, tesett, brúður í þjóðbúning-
um, freskómálverk, leirker, kryst-
all, útskurður, og fleira, og yfir
þessu hangir ýmislegt varðandi
geimferðir. Hér er ekki mikið um
skýringar, en þetta stóra þarna,
silfurgljáandi og svart með öng-
um út úr, nýtt og ónotað og hef-
ur aldrei komið öðru vísi út í
geiminn en hangandi hér neðan
í spottum, þetta er greinilega
rússneskt geimfar.
Efsta hæðin er tileinkuð him-
ingeimnum. Hér er önnur lítil
kúla áþekk þeirri sem fyrr er
lýst. Það er eftirlíking af hylk-
inu, sem fyrsta gervitunglið
var í. Þeir eru líka með tungl-
ið eins og vinir þeirra vestan
hafsins, öðru vísi gert þó, því
þeir hafa hér gert líkan af bak-
hlið tunglsins á lóðréttri plötu
um það bil mannhæð í þvermál,
þetta er líka mishæðótt eins og
tunglmynd Bandaríkjamanna,
með gígum og öðru eins og til
heyrir. Við suma gígana eru skráð
nöfn, hér er til dæmis Arkímedes,
Kóperníkus og fleiri og fleiri. Hér
á bakhlið tunglsins hefur einhver
gert það, af skömmum sínum lík-
ast til, að líma kattarauga með
glæru límbandi. Á sömu hæð eru
þeir líka með tvo hringlaga klefa,
annan með panórama af tungl-
inu en hinn af Venusi. Það eru
biðraðir við þessa klefa, því hér
á fólk að geta fyrirhafnarlítið
notið þeirrar tilfinningar að
þykja sem það sé í geimferð. Við
fáum að skyggnast inn bakdyra-
megin í Venusarklefann en það
er ekki nóg til að fyllast geim-
f erðatilf inningu,
í flugvéladeildinni sjáum við
meðal annars stóra Þyrlu, sem
getur tekið og flogið með á palli
milli hjólanna heilan strætisvagn,
og það þótt meira væri. Hámarks-
þungi, sem þyrla þessii getur
flutt, er um 43 tonn, og báknið
má vera þrír metrar á hæð. Með-
alflughraði kvað vera 180 km á
klst., en hámarkshraði 235 km/
klst. Hámarksvegalengdin er 250
km. Og hér er líka gríðarstór
þota, Yljusin 144, með fellinefi
svipað og Concord hljóðhverfan
brezkfranska á að hafa. Yljusin
144 á líka að vera hljóðhverfa
(supersonic). Að öðru leyti eru
ekki miklar upplýsingar um hana.
Á leiðinni niður aftur komum
við í þann hluta listdeildarinnar,
sem helgaður er myndlist. Hér
er allt með öðrum svip en hjá
Bandaríkjamönnunum, og ein-
hvern veginn finnst mér þetta
meiri listaverk í þeim skilningi,
sem venjulega er lagður í það
orð.
Það fyrsta, sem við komum að,
lítur einna helst út eins og mósaík
með birtu í gegn. Þetta verk er
eftir K. Morkunas og heitir
„Sálmur til vinnunnar,“ gert úr
lituðu og klofnu gleri. Þetta er
sett framan á kassa með ljósum
innan í, og verður ansi fallegt.
Við fyrstu sýn virðist það full-
komlega abstrakt, en við nán-
ari skoðun má greina í því ýmis
smáatriði, sem mynda heild, svo
sem andlitsmyndir og fleira. Hér
er líka bókasýning, en síðan taka
við olíumálverk, gömul og ný;
höfundanöfnin eru meðal annars
Riloff, Nesteroff, Kromas, Ser-
off, og fleiri og fleiri.
Hér er gamaldags en þó ný-
stárlegt málverk, sýnir ísfláka
með kletta á báðar hendur, tré
fremst á myndinni en sandur
fyrir miðju niður að ísflákanum
og þar staulast gömul kona og
vindurinn feykir til pilsinu henn-
ar. Undir klettinum lengst til
vinstri er fólk á sleða. Það ó-
venjulega við þetta fallega mál-
verk hér er flugvél, sem kemur
inn í myndina frá hægri, gul og
rauð, með hvíta rák á eftir sér
gegnum frosthimininn. Listamað-
urinn heitir Nissky, og hann kall-
ar myndina „Yfir snæinn.“
Skammt hér frá er höggmynd
af stórum, vöðvamiklum manni,
nöktum, með vélbyssu í annarri
hendi en sleggju í hinni. Um
lendar gengur hann út í eitt við
grjótið, sem hann er höggvinn
úr, og að aftan er kletturinn ó-
mótaður. Andlitið er svipmikið,
harðleitt og fráneygt, og kannski
gáfulegra en von er til með svona
vöðvabákn. Höfundurinn er Vuc-
hecich, og verkið tileinkar hann
orrustunni um Stalingrad. Það
heitir „Á verði til dauðans.“
Um leið og við förum frá þess-
ari deild, göngum við gegn um
sal sem kynnir umheiminum heil-
brigðiseftirlit í Sovétríkjunum,
þeim hluta þess sem fjallar um
heilsugæzlu mæðra og barna. Það
er skýrt með ljósmyndum, sem
lýst er í gegn um, en í kring eru
táknrænar myndir af blómum og
fiðrildum, gerðar með svörtum
og hvítum strikum, afar fínleg-
ar og fallega gerðar.
Nú, þegar meira en vika er
liðin frá því að ég gekk um rúss-
neska skálann, get ég ekki rifjað
upp mikla fræðslu um Sovét eða
kallað að kynni mín hafi aukizt
af þeim þjóðum þrátt fyrir hálf-
an dag í skálanum stóra á Expó.
Hins vegar minnist ég þess, hve
margt var þar fallegt og fíngert,
hve þar var notalegt inni, þrátt
fyrir ýmiss konar tæknihluti sem
leikmaður botnar lítið eða alls
ekkert í.
En skálinn sjálfur, gerð hans
og arkítektúr, það er nokkuð,
sem ekki gleymist svo glatt. Skál-
inn er með þeim stærstu á sýn-
ingunni, allar hliðar úr gleri.
Þakið er með mjúkri sveigju og
lægst í miðjunni. En það sem
sérkennir skálann eru tveir vaff-
laga bitar, sem ganga frá undir-
stöðunni miðri og upp undir þak-
ið að aftan og framan. Það eru
þessir tveir bitar, sem halda hús-
inu uppi, það hvílir eingöngu á
þessum tveimur punktum, þar
sem vöffin koma niður. Þetta er
mikið mannvirki, bæði tækni-
lega og hvað arkítekúr snertir,
og mikil huggun að frétta eftir
á að Rússar ætli að flytja skál-
ann heim að Expó lokinni og að
hann á að fá að standa þar. Rúss-
neskir arkítektar teiknuðu skál-
ann og eru höfundar að hugmynd-
inni, en ítalskt verktakafyrirtæki
var fengið til að annast uppsetn-
ingu hans alla á Expó. Ekki verð-
ur annað séð, en ítölunum hafi
tekizt vel til og ætti smíðin held-
ur að auka við hróður þeirra en
hitt.
Ég hef nú leitast við að gefa
lesendum nokkra hugmynd um
hallir risanna, Bandaríkjamanna
og Rússa. Hvorug þeirra er þó
í flokki þess allra bezta, sem
skálar einstakra þjóða sýna á
Expó. Líklega er enginn skáli
fjölsóttari og að mörgu leyti for-
vitnilegri en sá Tékkneski. Við
komum að honum síðar, en í
næstu grein ætlum við að bregða
upp nokkrum myndum af fólkinu
á Expó, gestunum. Það er sund-
urleitur hópur og margvíslegur í
öllu fasi, en án þessa hóps hefðu
skálarnir einir orðið lítils virði,
það er fyrst og fremst hin gífur-
lega aðsókn að Expó ‘67 sem ger-
ir það að verkum, að þessi heims-
sýning er talin með þeim merk-
ari, sem haldnar hafa verið.
Og þriðja greinin — hún verð-
ur um íslenzku deildina!
UNGP1IU YNDISFRIÐ
býður yður hií landsþekkta
konfíkt fri N ö A.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA?
hal er allUf saml lelkurinn i henni Ynd-
Isfríð okkar. Hún hcfur fallð örkina hans
Nóa olnhvers siaðar i blafiinu og heitir
fóðum verðlaunum handa þeim. sem eetur
fundið örklna. Verðlaunin eru stór 'kon-
íektkassl. fuliur af bexta konfekti, og
framleiðandlnn er auðvlUfi Sælfsetisferð-
in NAi.
Nafn
Heimlii
ÖrklB tr á bli.
Siðast er drefið var hlaut verðlaunin:
Halla Pálsdóttir,
Rauðagerði 26.
Vinningaima má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 32.
32. tbi. vncAN 49