Vikan - 12.10.1967, Side 2
H El MILISTRYGGING
ER BETRI...
Innbúsbrunatrygging er talin sjólfsögð og fóir eru þeir einstaklingar eða heimilisfeður, sem ekki
hafa heimili sitt brunatryggt í dag.
Reynzlan sýnir, að með breyttum lífshóttum, fara vatnstjón, reykskemmdir, innbrot, óbyrgðartjón
o. fl. slík tjón mjög vaxandi.
Hin nýja HEIMILISTRYGGING er sérstaklega sniðin við þessar breyttu gðstæður. Hún tvyggir
innbúið m.a. fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og börnin
eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og óbyrgðartrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin.
HEIMILISTRYGGING ER ÓDÝR, KOSTAR FRÁ KR. 300.00 Á ÁRI.
Umboð okkar um allt land munu breyta tryggingu yðar í HEIMILISTRYGGINGU.
SAMYirVNUTRYGGINGAR
í FULLRI RLVÖRU
GOiiUL HUG-
TÖK OG MÝ ORO
Vetur er genginn í garð og
menntastofnanir landsins teknar
til starfa. Skólamál hafa verið
ofarlega á baugi að undanförnu,
enda sezt þriðji hver fslendingur
á skólabekk á hverju hausti, svo
að ekki er að undra, þótt menn-
ingarvitar landsins láti tjós sitt
skína á svo mikilvægt fyrirbæri.
Allmargar nýjungar eru nú
ræddar á sviði kennslumála og
tilraunir gerðar í mörgum skól-
um. Má búast við, að skólakerf-
ið allt taki stakkaskiptum á
næstu árum, og er það vel.
Atlt er stöðugum breytingum
ur.dirorpið og heimur þeirra, sem
komnir eru ti! ára sinna, á hverf-
anda hveli, hvort sem þeim lík-
ar betur eða ver. Nú er stærð-
fræði kennd með öðru móti en
áður var. Maður þakkar sínum
sæla fyrir, að tvisvar tveir skuli
þó enn vera fjórir, þótt ekki séu
færðar sönnur á það með því að
telja á sér puttana, heldur talað
um mengi og element og önnur
nútímaleg hugtök. Nýlega heyrð-
um við ágæta sögu af litlum
snáða, sem var að stíga sín fyrstu
spor á menntabrautinni og kom-
ast í kynni við stærðfræði nú-
tímans. Hann var að útskýra
þetta margumtalaða mengi og
gerði það þannig: — í>að er
svona hús, og þegar allir eru
farnir út í búð, þá er húsið tómt
— og það er mengi!
Vissulega er það ánægjuefni,
þegar nýjum aðferðum er beitt
við kennslu, — aðferðum, sem
gera námið auðveldara og nýti-
legra hverjum nemanda. Þó ber
að varast í þessu efni sem öðr-
um að leita langt yfir skammt.
Þótt skólar taki í þjónustu sína
tækni og nýjungar hvers konar,
má ekki gleyma þeim fræðum
gömlum, sem enn eru í fullu
gildi, þótt ekki sé um stundar-
sakir samkvæmt tíðarandanum
að hafa þau í heiðri.
Nýlega birtist í fylgiriti eins
Reykjavíkurblaðsins grein á for-
síðu um heiðarleika. Hún var
skrifuð af frægum, norskum pró-
fessor. Við fyrstu sýn kom það
spánskt fyrir sjónir, að svo lærð-
ur maður skyldi skilgreina ná-
kvæmlega jafn sjálfsögð og al-
kunn fyrirbæri sem heiðarleika,
ráðvendni, samvizkusemi, lög-
hlýðni og fleira í þeim dúr. En
við nánari athugun vaknaði hver
spurningin á fætur annarri: —
Skyldi ekki vera fyllsta ástæða
til að hefja kennslu í siðfræði í
skólum landsins? Skyldi kynslóð,
sem hefur vanið sig á skattsvik
Framhald á bls. 35.