Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 5

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 5
c/m sfóra, bláa strandtöskLr, sem hún hafði falið þar fyrir um það bil klukkustund. I töskunni voru fallegir, hvítir skór, hvítur hattur með mjóu barði, varalitur, þurrkur með hreinsivökva og vasaspegill með vasaljósaperu, sem fékk straum frá litlu battaríi á bakinu. Hún tók af sér skýluklútinn og með honum músbrúnu hárlufsurn- ar. Undir brúna nælonfrakkanum var hún í fölbláum, látlausum kjól með hvítu leðurbelti. Hún fór upp- undir pilsið og dró burt teppið, sem hún hafði brotið saman fram- an á maganum, lagaði kjólinn aft- ur og herti að sér beltið. Regnkápan og hálsklúturinn, svarta handtaskan, flatbotnuðu skórnir og teppið, fóru ( strand- töskuna. Hún beygði sig niður fyr- ir bakið á bekknum fyrir framan og kveikti Ijósið á litla speglinum. Svo opnaði hún pakkann með þurrkunum. Sextíu sekúndum seinna hafði hún þurrkað burt farðann, sem gerði hana kinnfiskasogna, og yfirskeggið. Hún málaði á sér var- irnar, virti fyrir sér árangurinn og setti síðan spegilinn aftur í strand- töskuna. Hún hafði vafið hárið lauslega upp undir skýluklútinn, nú setti hún það í hnút uppi á höfð- inu, gekk rækilega frá því og lét á sig hattinn. Mínútu síðar var hún úti á kirkju- tröppunum með strandtöskuna á handleggnum og talaði við feit- laginn, vingjarnlegan prest. Hún var að spyrja hann um heppilegustu leiðina út úr borginni til þorpsins Bournisse. Hann gekk með henni yfir torgið, þangað sem grái Citröenbíllinn hennar stóð, og pataði ákaft út í loftið um leið og hann lýsti fyrir henni leiðinni. Lögregluþjónn á mótorhjóli ók umhverfis þau, augun leitandi og kvíðafull, þegar hann virti fyrir sér þá, sem gengu um torgið, og skoðaði bílana á torginu. Modesty hagræddi sér undir stýri og hlustaði af athygli á prestinn, meðan hann endurtók útlistanir sín- ar, þakkaði honum með heillandi brosi og ók rólega burtu. Inni í safninu kom framkvæmda- stjórinn með tvo stóra, samanbrotna segldúka. Hann var aftur búin að fá nokkurn lit í andlitið en hann skalf ennþá og svitinn bogaði af honum. Ransome hafði losað kaðal- inn. Hann tók annan segldúkinn og breiddi gætilega úr honum á gólfið í áttina upp að veggnum og rakti ofan af honum á undan sér. — Það gæti verið einhver vís- bending á gólfinu, sagði hann. — Það verður að varðveita það fyrir lögregluna. — Hafið þér talað við Faunier lögregluforingja? — Auðvitað. Hann sendir tvo leynilögregluþjóna undir eins. Ég á að fara með rammann til aðal- stöðva hans, svo hægt sé að leita að fingraförum á honum. — Ætlar hann ekki að koma sjálfur? spurði framkvæmdastjórinn undrandi. — Sem stendur er hann önnum kafinn við að koma á fót kerfi til að varna konunni að yfirgefa borg- ina með myndina, hreytti Ransome út úr sér. — Hvar er trappan, sem ég bað um? — Henri er að koma með hana . . Framkvæmdastjórinn þagnaði, þeg- ar Henri kom í Ijós með stórar tré- tröppur. — Gerið svo vel að koma ekki nærri, sagði Ransome. Hann tók tröppuna, gekk varlega yfir segl- dúkinn á gólfinu og stillti tröpp- unni upp undir myndinni. Svo sneri hann sér við, tók hinn segldúkinn, klöngraðist upp í tröppuna og breiddi dúkinn varlega yfir allan rammann. Svo lyfti hann ramman- um ofan af veggnum, hvíldi hann efst á tröppunni meðan hann vafði segldúkinn vandlega utan um hann, áður en hann kom niður með birgð- ir sínar. Henri og framkvæmdastjórinn trítluðu ókátir við hlið hans þegar hann skálmaði fram eftir safninu. — Hafið þér bíl, M'sieu? spurði framkvæmdastjórinn. — Já. Hann stendur fyrir utan starfsfól ksdyrnar. — A ég að biðja einn lögreglu- þjóninn að fylgja þér? — Ég vona, sagði Ransome hörkulega, — að nú sem stendur geri lögregluþjónarnir sitt bezta til að fylgja konunni, sem hefur stolið málverki Monsieur Leightons. 9 Willie Garvin þurrkaði hárið af miklum krafti og horfði f spegilinn yfir vaskinum. A kinnunum hafði hann stóra, vota bómullarpúða, sem hann hafði plástrað niður. Hann lét frá sér handklæðið, hallaði sér upp að speglinum, lyfti öðrum bóm- ullarpúðanum og gægðist undir. Hann kinkaði kolli ánægjulega og svipti púðanum af. Bómullinn var óhrein og ýrð með svörtu, en það voru engin merki um púður bruna á hörundinu. Hann fór eins að með hina kinnina. Nefið var ekki lengur hátt og bogið. Á þv( var nú aðeins ofur- lítil skinnspretta, þar sem hann hafði þrýst út vaxinu, sem dr Ge- orge Brissot hafði sprautað undir hörundið. Hann var með klemmu á sárinu núna, en eftir einn eða tvo daga yrði það fullgróið. Klukkuna vantaði tfu mínútur ( miðnætti. Hann átti aðeins eftir að gera eitt til þess að verða aftur eins og hann sjálfur. Willie hafði legið á gólfinu aftur í gráum Citröenbíl Modesty, þær klukkustundir sem aksturinn tók til litlu (búðarinnar aftan við forn- verzlunina, í úthverfi Parísar. Bíll- inn, sem Willie hafði notað í hlut- verki „Ransomes", stóð yfirgefinn á vegi í skógi, aðeins um fimm mílur frá Musée. Þar hafði Mo- desty beðið hans. Hann hrærði í svörtu, freyðandi vatninu, sem hann hafði notað til að þvo litinn úr hárinu, og horfði á það hverfa ofan í gegnum niður- fallsrörið ( vaskinum. Nú kom stundin, sem hann hafði verið að fresta. Hann tók upp ofurlítinn staut með sogskál á endanum, hallaði sér aftur upp að speglinum og losaði varlega brúnu kontaktsjón- glerin, sem hulið höfðu blá sjá- öldur hans sjálfs. Ef til vill mátti venjast þv(, að troða þessum andskotans aukahlut- um ( augun á sér og taka þá úr aftur, hugsaði hann, en hann var ekki vanur þv( og líkaði það bölv- anlega. Hann setti sjónglerin í kassa með bómull og tók upp stóra málm- sígarettuhylkið. Þetta var hulstrið, sem hann hafði lagt á borð framkvæmdastjórans. ( meirihluta þess var eins watts transi- tor riðill, sem gaf frá sér bylgjur af svipaðri tíðni og sjónvarpið í skrifstofu framkvæmdastjórans, og hafði þar af leiðandi gjöreyðilagt myndina. [ hylkinu var aðeins rúm fyrir fjórar sígarettur. Ein var eftir. Hann tók hana upp, kveikti ( henni og greiddi síðan blautt hárið, áður en hann fór inn í hitt herbergið. Modesty var hanzkaklædd og önnum kafin að hreinsa málverkið með blautum pensli. Hún átti að- eins eftir nokkra ferþumlunga. Hún leit upp og brosti. — Nú Ifzt mér betur á þig, Willie vinur. Púðurbruninn var full dramatískur, og mér leizt aldrei á nefið á þér. — Ég var ekkert of hrifinn af því sjálfur, viðurkenndi Willie. — Hvernig er málverkið? — Ljómandi. Þetta brugg þitt rennur af. Enginn skaði skeður. Hún hélt áfram að hreinsa málverk- ið af mestu natni. Willie sat og reykti og horfði á hana vinna. — Það er skemmtilegt að fá tækifæri til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, sagði hann eftir nokkra þögn. — Það er allt ( lagi að brugga upp ýmsa leiki, bara [ þykjustunni, til að hlægja að því, en það er gaman þegar maður getur reynt þá til hlítar. — Já, og það kom sér vel að hafa þennan reiðubúinn. Þetta var góður leikur. Hún leit upp. — Einn af þínum allra beztu Willie. — Mínum? Þú áttir hugmyndina, Prinsessa. — Það er auðvelt að láta sér detta eitt og annað í hug. Þú gerðir þetta kleift. Hún hreinsaði með rök- um klút síðustu leifarnar af máln- ingunni. — Nú skulum við sjá hvern- ig þetta lítur út. Willie setti á sig hanzka, setti myndina upp á borð og lét hana hallast upp að vegg, og svo gengu þau bæði eins langt burtu og komizt varð í herberginu. Féte Dans Les Bois sýndi glæsi- legar hefðarkonur og fyrirmenn ( ffnasta skarti átjándu aldarinnar, að snæðingi í skógarrjóðri. — Málaðu svona mynd í dag, sagði Willie, og þú myndir hvergi fá að sýna hana annarsstaðar en á konfektöskju. — Fínnst þér hún ekki faííeg? spurði hún undrandi. — Mér finnst þetta stórkostlegt. Ég á bara við, að mótívið og að- ferðin eigi ekki við í núna. En þessi Watteau hefur svo sannarlega getað málað. Sjáðu þessa liti, Prins- essa. — Og hvernig hann notar þá. — Já. Hún starði á málverkið um hríð og svo sagði hún hægt: — Það er .... Hún yppti öxlum: — Ég veit ekki hvað. — Perlumóðurlegt, sagði Willie, og hún hló. Endrum og eins gróf hann upp furðuleg orð. — Þú hefur verið að laumast til að lesa bókmenntir aftur, sagði hún. — Þetta er rétt hjá þér. Það glitrar eins og perlumóðurskel. — Maður lærir mikið á því að lesa tónlistargagnrýnina í dagblöð- unum, sagði Willie og hló. — Mér finnst það stórkostlegt. — Hvað meinarðu? Willie lokaði augunum, hugsaði sig um eitt andartak. Svo tók hann til máls, eins og hann væri að lesa. — Stefin í þessu litla, lokaða verki, eru mött fremur en gljáandi, með stuttaralegu einleiksmillispili, vefn- aðurinn gisinn, en þó með perlu- móðurlegum blæ. Að telja flutning slíks verk ekki krefjast nema Iftil- hæfrar túlkunar og innlifunar, væri fáránlegt vanmat. — Ó, nei, Willie. Þú ert að búa þetta til. Ekki vanmat. Hann opn- aði augun. — Alveg rétt, Prinsessa. Þú ættir að lesa þessa tónlistar- gagnrýni. Hún er dýrðleg. — Ég verð að reyna það. Og það minnir mig á það, . . . Þvottapolo- naisan þtn var dýrðleg. — Jæja, svo þú hefur opnað Gurlain öskjuna? — Já, og segulbandið er gim- steinn. Guð má vita, hvað þú hefur lagt mikla vinnu ( það, en ég dáð- ist að hverri sekúndu af árangrin- um, Willie. Hann glotti ánægjulega. Gekk að fornum vínskáp úti í herberginu, opnaði flösku af rauðvíni og hellti f tvö glös. Tveir gamlir, kurfslegir hæginda- stólar stóðu upp við gamaldags kolaofn við einn vegginn í herberg- inu. Willie dró stólana svolftið fram, tók glösin og rétti Modesty annað. Þau settust með vínið og horfðu þegjandi á myndina, nutu hvíldar- innar sem kemur eftir spennandi törn. Eftir stundarkorn sagði Mo- desty: — Hringdir þú ( Weng út af Lucille? — Hm, sagði hann. — Allt í tagi, Prinsessa. Hann kom henni ( flug- vélina og hringdi til skólans sama kvöldið til að vera viss um að hún hefði komizt heilu og höldnu til Tangier og tekið hefði verið á móti henni þar. — Engin vandræði með hana. — Eftir því sem Weng sagði, fékk ég þá hugmynd að hún hefði ver- ið að nöldra yfir því að við skyld- um ekki hafa fylgt henni. Framhald f næsta blaði. «•tw- VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.