Vikan


Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 6

Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 6
Modess ,,Blue Shield" eykur öryggi og hreinlæti, því bló plasthimnan heldur bindinu rakaþéttu að r.eSan og á hliðunum. Bindið tekur betur og jafnara raka og nýtist því fullkomlega. Silki- mjúkt yfirborð og V-mynduð lögur gerir notkun þess óviðjafnanlega þægilega. Aldrei hefur bindi verið gert svo öruggt og þæg'legt. Modess DÖMUBINDI Einkaumboö: GLÓBUS h.f. Cl L IZSxJ 3 SKARTGRIPIR um SIGMAR & PÁLMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 Laugaveg 70 - Sími 24910 KURTEISIR KARLMENN. Kæri Póstur! í 35. tbl. Vikunnar, 31. ágúst 1967 las ég í Póstinum grein frá 29 nra gamalli ekkju, sem rekur raunir sínar varðandi skemmt- analífið. Samkvæmt því, sem þessi ekkja segir, virðast flest allir karimenn, sem skemmtistaðina sækja, vera áheflaðir ruddar. Ég get ekki samþykkt þetta. Ástæðan fyrir ruddamennsku karlmannanna gagnvart kven- fólki er fyrst og fremst sú, að ís- lenzkar konur kunna ekki að mefa kurteisi íslenzkra karl- manna, þegar þeir sýna hana, og þar af leiðandi vill enginn karl- maður kasta perlum sínum fyrir svín. í öðru lagi, því miður döm- ur mínar, er helzt ekki hægt að kynnast dömum hér heima öðru- vísi en maður sé dálítið eða jafn- vel allmikið drukkinn. Ég er 30 ára gamall og ókvænt- ur. Ég hefði ekkert á móti því að kynnast þessari ekkju, sem skrifaði umrædda grein í Póst- inn og kallar sig J. J., með það fyrir augum að bjóða henni út eitthvert laugardagskvöld og sýna henni fram á, að kurteisir karlmenn finnast hér á landi enn. K. K. Við leggjum eindregið til, að J. J. þekkist boð K. K. og fari með honum út að borða eitthvert laugardagskvöldið til þess að sannfærast um, að enn finnist að minnsta kosti einn skikkanlegur karJmaður. Ef hún þiggur boð- ið, þá er hún vinsamlega beðin að hafa samband við Póstinn hjá Vikunni og fá upp nafn og heim- ilisfang K. K. BROSANDI FLUGFREYJUR. Kæri Póstur! Þar sem þetta er í fyrsta skipti, sem við skrifum þér, vonumst við eftir svari sem fyrst. Við höfum mjög mikinn áhuga á flugfreyjustarfi og ætlum að spyrja þig nokkurra spurninga varðandi starfið og vonum, að þú getr svarað þeim fyrir okkur, án útúrsnúninga. 1. Hvaða aldur þarf? 2. Hvaða menntun þarf? 3. Hve langan tíma tekur flug- freyjunámskeiðið? Og ef þú veizt eitthvað meira um flugfreyjustarfið, viltu þá gjöra svo vel og fræða okkur um það. Með fyrirfram þökk. Tvær áhugasamar úti á landi. Við höfum reyndar oft áður gefið upplýsingar um hið marg- rómaða og heillandi flugfreyju- starf, en skulum reyna að rifja eitthvað upp af því aftur, fyrst þið biðjið svona vel. Flugfélögin auglýsa í blöðunum, þegar þau þurfa að ráða nýjar flugfreyjur og þær munu ekki teknar yngri en 18 ára. Síðan er valið úr um- sóknunum og góðrar tungumála- kunnáttu er krafizt, þótt ekki séu nein sérstök próf skilyrði. — Síðan eru umsækjendur látnir á nokkurra vikna námskeið og eft- ir það er ráðið samkvæmt ár- angrinum á námskeiðinu. — Á fyrstu árum millilandaflugsins þótti það afar fínt að vera flug- freyja og það þykir það víst enn, þótt ekki sé starfið eins spenn- andi og þá. Sumir vilja meina, að flugfreyjur séu valdar eftir útlitinu og þá sérstaklega bros- inu, en það munu nú vera ýkjur. GANGBRAUTARSLYSIN. Kæri Póstur! Eins og þú sjálfsagt hefur veitt eftirtekt, þefur verið allmikið um, að ekið hafi verið á eða yf- ir gangandi vegfarendur á leið sinni yfir „zebra-gangbrautir“. í flestum eða öllum þessum tilfellum hefur sökinni verið skellt á ökumennina. Ég er hins vegar á allt annari skoðun. Ég tel, að sökina eigi fyrst og fremst þeir, sem eiga að vinna að auknu öryggi í umferðinni og í öðru lagi tel ég, að gáleysi, hugsunar- leysi og kæruleysi hins gangandi vegfarenda sé ekki sízt hvað or- sök þessara slysa. Ef við víkjum nú fyrst að sök yfirvaldanna: Hvernig er t. d. hægt að ætlast til þess að öku- menn taki eftir þessum gang- brautum í myrkri og slæmu skyggni? Lögreglan talar um „merklar" gangbrautir. Jú, það er svo sem hægt að sjá þessi hvítmáluðu strik á malbikinu i góðu skyggni, en um leið og kom- ið er myrkur og/eða skyggni orð- ið lélegt sést illa eða jafnvel ekki neitt. Ég er t. d. alveg viss um, að ef ég væri ekki beinlínis búin að leggja það á minnið hvar þess- ar gangbrautir eru staðsettar í 6 VIKAN «•tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.