Vikan


Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 14

Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 14
EFTIR EYRflNU Anárés Indriöason Lárus Sveinsson. p agið úr kvikmyndinni „Dr. Zhivago" “la® hefur lengi verið vinsælt hér á landi sem víðar — og án efa á það eftir að heyr- ast oft á næstunni, því að það er nú að koma út á íslenzkri hljómplötu — ásamt þremur öðrum, fallegum lögum. Hér er um nokkuð sérstæða hljómplötu að ræða: það er Lárus Sveinsson, sá frábæri trompetleikari, sem leikur og nýtur aðstoðar nokkurra valin- kunnra hljóðfæraleikara annarra og kórs. — Önnur lög á þessari plötu eru „Þögnin“, sem flestir munu kannast við undir heitinu „II silenzio". Lagið er ítalskt að uppruna og hefur heyrzt hér flutt af ítölskum spilurum, en kunnáttumönnum ber saman um, að með- ferð Lárusar á laginu sé hin bezta, sem heyrzt hefur. Tvö íslenzk lög eru á plötunni; lög, sem leikið hafa um eyru landsmanna umliðin ár í hefðbundnum útsetningum en heyrast nú í frísklegri og dæmalaust skemmtilegri útgáfu. Lögin eru „f fjarlægð" eftir Karl Ó. Runólfsson og „í dag skein sól“ eftir Pál ísólfsson. Þá er það góður stimpill á plötunni, að Jón Sigurðsson hefur annast útsetningar og stjórnað söngsveit, sem telur tólf manns. Lárus Sveinsson er ættaður frá Norðfirði. Hann hefur lengi lagt rækt við trompettinn — fyrst naut hann tilsagnar í heimahögum en síðar hélt hann til Reykjavíkur og nam hjá Paul Pampichler Pálssyni. Síðan lá leið- in til Vínarborgar og þar dvaldi Lárus hálft sjötta ár við nám. Lék hann þar með Fíl- harmoníuhljómsveit Vínarborgar og Sinfón- íuhljómsveit Ríkisóperunnar í Vín. Frá því Lárus sneri heim um jólaleytið 1966 hefur hann leikið með Sinfóníuhljómsveit fslands. 41. tbl. "Pop» iieror essi mynd af hljómsveitinni Syn birtist í brezku blaði nýlega, og var þess get- ið, að þeir félagar nytu mikilla vinsælda þar sem þeir leika á ýmsum þekktustu öldur- húsum Lundúna, m. a. í „Marquee Club“, sem er eitt hið vinsælasta í heimsborginni. Eins og þið vitið eflaust lék Gunnar Jökull Hákonarson með þessari hljómsveit til skamms tíma — og hann lék með hljóm- sveitinni inn á ágæta hljómplötu, sem selzt hefur drjúgan í Bretlandi sem og hérlendis. 1 stað Gunnars er nú kominn trymbillinn Ray Steele. Þess er getið, að hljómsveitin njóti sérstakrar hylli fyrir svokallaðar „pop“ óperur, sem liðsmenn hafa sjálfir samið. — Ekki vitum við gjörla deili á þessum afleggj- ara innan „pop“ tónlistarinnar. Plötu hljóm- sveitarinnar „Created by Clive“ hefur verið hrósað mikið í brezku músikblöðunum. Við heyrum ekki betur, en að í þessu lagi sé deilt á þær ungmeyjar, sem leggja það á sig að grenna sig til, þess að líkjast Twiggy, beinagrindinni gangandi, sem fyrir löngu er heimsfræg orðin. Wilson strípaéur og málaferli við Move Við höfum áður sagt frá brezku hljómsveit- inni Move á þessum síðum, en frumleg uppá- tæki þessarar hljómsveitar hafa vakið mikla at- hygli og jafnvel hneykslan — til dæmis það at- hæfi þeirra að höggva í sundur sjónvarpstæki á sviðinu eða jafnvel bifreiðar í heilu líki. Liðs- mönnum þessarar hljómsveitar virðist mjög í nöp við Wilson, forsætisráðherra Breta. Eitt sinn komu þeir með brúðu inn á sviðið, sem bar greinilegan svip Wilsons, og skeyttu þeir skapi sínu á henni! Þeir gengu þó enn lengra nú á dögunum, þegar þeir gáfu út póstkort til þess að auglýsa nýjustu plötu sína. A téðu korti var mynd af sjálfum forsætisráðherranum, þar sem hann lá strípaður í bóli sínu. Kortinu var dreift vítt og breitt og eitt hafnaði inn um bréfarif- una á Dáningstræti númer 10 í London, en þar býr Wilson. Sem raunar vænta mátti var for- sætisráðherrann ekki á þeim buxunum að láta slíka hneysu viðgangast. Hann greip til sinna ráða að bragði og höfðaði mál á hendur hljóm- sveitinni. Þegar þetta er skrifað er ekki útséð um endalok þessa furðulega máls. Eitt er þó víst, að flestum finnst þetta heldur lákúrulegt athæfi til þess að vekja á sér athygli. Hér á myndinni sjáum við Roy Wood, sem er aðal- sprautan í þessari umdeildu hljómsveit. Hljóð- færið, sem hann heldur á er sítar, en sítar er mikið í tízku um þessar mundir eftir að Georg Harrison, bítill, komst upp á lag með að spila á slíkt hljóðfæri. Læraskellan á myndinni er Indversk í húð og hár — og ber það raunar með sér. — Ekki er að efa, að hún veit, hvernig hljóð- færið hljómar, en hvort hún kann að handleika það — það er önnur saga. Sítarinn er hið mesta furðuhljóðfæri og til marks um það má geta þess, að innan í gripnum eru strengir, sem dingla með, þegar kroppað er ( þá, sem utaná- liggjandi eru. Varast ber að álíta, að hér sé á ferðum sams konar hljóðfæri og Neró lék á forðum daga, þegar Róm var ! björtu báli. Sá sítar var af allt öðrum toga. 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.