Vikan


Vikan - 12.10.1967, Page 27

Vikan - 12.10.1967, Page 27
eitthvað næstuni virðulegt, var að gerast í þessu herbergi. Aðeins einn liagaði sér þannig, að það var næstum við- bjóðslegt. Það var Bería. Hann var yfir sig æstur. Andlit- ið á lionum, andstyggilegt þegar bezt lét, var nú rangsnúið af ástríðum hans, metorðagirnd, grimmd, lymsku og hungri í völd og meiri völd. Hann lagði svona mikið að sér á þessari örlagarílcu stund til að þræða hinn eina rétta meðalveg, að vera kænn, þó ekki of kænn. Hann gekk að rúminu og starði langa stund á andlit hins deyjandi manns. Við og við opnaði pabbi augun en var að þvi er virtist meðvitundarlaus eða í móki. Bería starði án afiáts á þessi möttu augu, ákafur einnig nú að sannfæra pabba um að hann væri allra tryggastur og trúastur, eins og liann hafði neytt ýtrustu krafta til að sýnast í augum pabha. Því mið- ur tókst honum það of lengi. Síðustu mínúturnar kom Beria allt í einu auga á mig og skipaði: „Farið með Svetlönu hurt!“ Fólkið í kring starði, en enginn hreyfði sig. Sömu selcúnduna og öllu var lokið þaut hann fram í ganginn á undan öllum öðrum. Hávær rödd hans rauf þögnina við dánarbeðinn, og sigur- hljómurinn duldist engum, þegar hann hrópaði. „Krústal- joff! Bílinn minn!“ Hann var stórkostlegt nútímadæmi um hinn snjalla hirð- mann, holdtekja austurlenzkra undirferla, smjaðurs og hræsni, sem hafði lánazt að slá ryki í augu jafnvel pabba, sem venjulega var erfitt að blekkja. Mikið af því, sem þessi skepna gerði, er nú blettur á nafni föður míns og í mörgum efnum voru þeir samsekir. En ég er ekki í minnsta vafa um, að Bería notaði lymsku sína til að snúa á pabba í þeim efnum og svo hefur hann hlegið að því í laumi á eftir. Allir hinir leiðtogarnir vissu það. Nú kom allt hið illa innra með lionum fram í dagsljósið — hann gat ekki haldið aftur af því. Það var langt frá að ég væri sú eina, sem sá það. En hinir urðu skelfingu lostn- ir. Þeir vissu, að um leið og pabbi gæfi upp andann, myndi enginn í öllu Rússlandi hafa meiri völd. Faðir minn var meðvitundarlaus. Slagið hafði verið al- varlegt. Hann hafði misst málið og hægri hliðin var lömuð. Hann opnaði augun þónokkrum sinnum, en augnaráðið var matt og enginn vissi, hvort hann þekkti nokkurn. Hvenær sem hann opnaði augun lutu þeir yfir hann, lögðu að sér að heyra orð eða þólt ekki væri nema að lesa ósk í augum hans. Ég sat við hliðina á honum og hélt i hönd hans og liann horfði á mig, þó er ég viss um að hann sá mig ekki. Ég kyssti andlit hans og hönd. Ég gat ekki annað gert framar. Það er undarlegt, en þessa veikindadaga, meðan liann var ekki annað en líkami, sem sálin var flogin burtu úr, og síðar, kveðjudagana í Súlnasalnum, unni ég föður mínum dýpra en nokkru sinni áður. Hann hafði verið mjög fjar- lægur mér, okkur, börnunum sínum, og öllum sínum ætt- ingjum. Hann hafði ekki gefið sér tíma til að sjá fimm af átta barnabörnum sínum. Samt elskuðu barnabörnin hann, þau sem aldrei sáu liann, og elska hann enn. Þegar hann fékk frið að lokum á dánarbeðnum og andlitið varð fallegt og friðsælt, fann ég lijarta mitt bresta. Hvorki fyrr né síðar lief ég fundið svo þungan straum sterkra, mótsagnakenndra tilfinninga. Meðan ég stóð í Súlna- salnum dag eftir dag, gegnköld og ófær um að tala (ég stóð í bókstaflegri merkingu, því þótt reynt væri mikið til áð láta mig setjast og jafnvel settur stóll upp að mér, var mér ómögulegt annað en að standa), gerði ég mér ljóst að einhvers konar frelsun var í nánd. Ég fann, að liún myndi létta af mér og öllum öðrum því oki, sem á okkur liafði livílt. Það var verið að spila gamalt þjóðlag frá Georgíu, lag- ið var dapurlegt og þrungið tilfinningu. Ég horfði á fallega andlitið í dapurleika sínum og ró og hlustaði á jarðarfarar- tónlislina og fann sorgina nísta mig í sundur. Ég hugsaði um hvað ég liafði verið slæm dóttir, og ég liafði fremur verið lionum sem framandi vera en dóttir og aldrei verið til hjálpar þessai’i einmana sál, þessum veika, gamla manni þegar hann var skilinn eftir einn á jökultindi hefðarinnar. Samt var liann, þegar öllu var á botninn hvolft, faðir minn, faðir, sem hafði gert sitt bezta til að elska mig og sem ég átti margt gott upp að inna engu siður en slæmt — raunar meira gott en slæmt. Alla þessa daga gat ég ekkert grátið og ég borðaði ekki. Pabbi dó erfiðum og hræðilegum dauðdaga. Þetta var í fyrsta og enn sem komið er eina sinn, sem ég hef séð nokk- urn deyja. Guð lætur aðeins þá réttlátu ldjóta léttan dauð- daga. Blæðingin breiddist smátt og smátt út um heilann. Þar sem hjarta hans var heilbrigt og sterkt, truflaði blæðingin öndunarstöðvarnar hægt og hægl og olli köfnun. Andar- drátturinn varð styttri og styttri. Síðasta dægrið var súr- efnisskorturinn áberandi. Andlitið breyttist og varð dökkt. Varirnar sortnuðu og andlitsdrættirnir urðu óþekkjanlegir. Síðustu stundirnar voru ekkert annað en hæg kyrking. Dauðastríðið var hræðilegt. Hann bókstaflega kafnaði fyrir augunum á okkur. Þegar síðasta andartakið sýndist komið, opnaði hann allt í einu augun og leit yfir alla í herberginu. Þetta var skelfi- legt augnaráð, örvita eða ef til vill reitt og fullt af hræðslu við dauðann og ókunnugleg andlit læknanna, sem lutu yfir liann. Á augabragði leit hann yfir allan hópinn. Svo gerðist nokkuð óskiljanlegt og voðalegt sem ég hef ekki getað gleymt til þessa dags og skil ekki. Allt í einu lyfti liann vinstri höndinni eins og hann væri að benda á eitt- hvað fvrir ofan og boða bölvun yfir okkur öll. Handhreyf- ingin var óskiljanleg og mettuð ógnun og enginn veit, hverj- um eða hverju hún var ætluð. í næstu andrá, eftir loka- áreynslu, sleit andinn sig lausan úr viðjum holdsins. Holdið lifði enn. Andlitið varð fölt og fékk á sig venju- legan svip. Á fáeinum sekúndum varð það friðsælt, fallegt, óraskanlegt. Við vorum öll þögul nokkrar mínútur. Þær voru eins og aldir. Svo ruddust stjórnarmennirnir til dyra. Þeir urðu að fara til Moskvu, til Miðnefndarhússins þar sem allir sátu og biðu eftir fréttunum, sem allir áttu leynilega von á. 1 hreinskilni sagt voru þeir á valdi sömu mótsagnatilfinn- inganna og ég — sorgar og léttis. öllum öðrum en úrþvættinu Bería urðu þetta miklir geðshræringadagar, allir reyndu að hjálpa og báru kvíð- boga fyrir framtíðinni. Margir grétu. Ég sá Vorosiloff, Kaganóvits, Malenkoff, Búlganín og Krúsjeff társtokkna. Staðreyndin er sú, að aulc þess að vera tengdir honum með sameiginlegum málefnum, voru þeir undir áhrifavaldi hins einstæða persónuleika hans, sem ómögulegt var að standast. «. tbi. vnCAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.