Vikan - 12.10.1967, Page 29
um það, sem ég sá og reyndi sjálf. Ég get skrifað um þau
27 ár sem ég var hjá pabba, um fólkið sem kom heim til
bans eða stóð honum nærri, um allt sem var í kringum
okkur og mótaði lif okkar.
Kannski eitthvað atliyglisvert finnist í annálum fjölskyld-
unnar.
Ekki langt frá Kúntsevó er dimmt, autt hús, þar sem
faðir minn liafðist við síðustu 20 ár ævinnar, eftir lát
mömmu. Þetta liús er að sumu leyti eins og ævi hans sið-
ustu 20 árin.
Þetla var dásamleg, rúmgóð, nýtízku einnar hæðar datsja
í garði milli skóga og blóma. Allt þakið var stórar sólsvalir,
þar sem mér þótti gaman að lilaupa um og leika mér. Ég
man þegar öll fjölskyldan kom til að sjá nýja liúsið og hve
þá var glalt á hjalla. Móðursystir mín, Anna, og maður
hennar, Stanislav Redens, komu. Lika móðurbróðir minn,
Pavel frændi, og kona lians Evgenía. Alexander frændi og
Maria Svanidze frænka voru þar líka, og bræður mínir
Jakoff og Vasili.
En nú þegar glampaði á nefklemmurnar lians Bería
í einhverju horninu, þótt hann væri enn auðmjúkur og
færi lítið fyrir lionum. Ilann kom við og við frá Georgíu
til „að hylla“ pabba. Allir, sem stóðu okkur nærri hötuðu
hann, allt frá Redens og Svanidze hjónunum, sem var allt
of vel lcunnugt um starf hans í georgísku Tsjekunni (Tsjeka
var sérstök stofnun í Sovét sem vann sem leyniþjónusta
gegn gagnbyltingu — þýð.). Allir i fjölskyldunni fyrirlitu
hann og bauð ótti i grun, sérstaklega mamma, sem eins og
pabbi sagði mér „reifst“ og krafðist þess þegar 1929 að „þess-
um manni yrði ekki leyft að stíga fæti inn á okkar heimili."
Pabbi sagði mér frá þessu seinna, þegar ég var orðin
fullorðin: „Ég spurði hana, hvað væri atliugavert við liann.
Bentu á staðreyndir. Ég er ekki sannfærður. Ég sé engar
staðreyndir.“ En hún lirópaði aðeins: „Hvers konar stað-
reyndir viltu? Ég sé bara að hann er þorpari! Ég vil ekki
liafa hann liér!“ Ég sagði henni að fara til Helvítis. „Hann er
vinur minn. Hann er góður tsjekisti. Hann hjálpaði okkur
að afstýra mingrelísku uppreisninni i Georgíu. Ég treysti
honum. Staðreyndir, ég vil fá staðreyndir!“
Nú myndi enginn þekkja húsið fyrir sama. Pabbi lét
endurbyggja það livað eftir annað. Kannski fann hann
bara ekki hugarró, þvi það var eins með öll hans hús. Ann-
að hvort var of lítið sólskin handa lionum, eða þá það
vandaði verönd i skugga. Ef það var aðeins ein hæð, þurfti að
bæta annarri við, og væru þær tvær, nú þá var að rífa aðra.
Hann byggði aðra hæðina í Kúntsevó 1948. Næsta ár hélt
liann mikla móttöku í stóra salnum fyrir sendinefnd frá
Kina. önnur hæðin var aldrei notuð oftar.
Pabbi halöist við á jarðhæðinni. Hann bjó i einu herbergi
og lét það raunar duga til alls. Hann svaf á sófa, sem var
búið um eins og rúm á nóttunni, og hafði síma á borði við
hliðina. Stóra borðstofuborðið var lilaðið opinberum skjöl-
um, dagblöðum og bókum. Hann borðaði við annan endann,
þegar hann var einn. Pabbi valdi lyfin sín sjálfur, því eini
læknirinn, sem hann treysti, var Vínógradoff, sem hann
kallaði til sín einu sinni eða tvisvar á ári. Stóra, þykka
mottan og arininn voru þau einu þægindi, sem pabba
munaði i.
Eftir striðið komu allir félagar Politburo i „mat“ á
næstum liverju kvöldi. Þeir átu í aðalstofunni, þai’ sem
pabbi tók lika á móti gestum. Eini útlendingurinn, sem ég
sá þar, var Iosip Broz-Tito árið 1946. En allir aðrir leið-
togar erlendra kommúnistaflokka — enskra, amerískra,
franskra og ítalskra — liafa komið þangað, mjög senni-
lega. Það var i þessari stofu, sem faðir minn lá í marz 1953.
Sófi við vegginn var hans dánarbeður.
Pabbi var alla daga frá vori til hausts úti á veröndunum.
Svetlana barnung með Bería. „Hann var holdtekja austurlenzkra undirferla,
smjaðurs og hræsni, sem hafði lánazt að slá ryki í augu jafnvel pabba, sem
var venjulega erfitt að blekkja.“
Hin siðustu árin var pabba sérstaklega kær litil verönd
vestan á húsinu, þaðan sem hann gat liorft á sólsetrið. Ver-
öndin vissi út að garði. Litil verönd með glerveggjum, byggð
eftir stríðið, stóð í garðinum milli blómstrandi kirsuberja-
trjáa.
Garðurinn, blómin og skógarnir allt í kring voru tóm-
stundaiðja pabba og tæki til afslöppunar. Hann stakk aldrei
upp né tók sér skóflu i hönd eins og reglulegir garðyrkju-
menn gera. Endrum og eins þreif liann skæri og klippti
eina eða tvær greinar, víðtækari varð ekki garðyrkjan hans.
Hann reikaði tímunum saman um garðinn eins og í leit
að hljóðum, þægilegum stað, án árangurs. Á sumrin var
«. tbi. VIKAN 29