Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 32
hann daglangt utan dyra á reiki og lét færa sér opinber skjöl, dagblöð og te út i garðinn. Það var hóglífi í hans þrá og skilningi. Síðast, þegar ég kom til Kúntsevó, tveimur mánuðum áður en hann dó, kom nokkuð mér óþægilega að óvörum. Um alla veggi voru uppglenntar timaritamyndir af bömum, drengur á skíðum, stúlka að drekka geitarmjólk úr horni, börn undir kirsuberjatrjám og svo framvegis. Þetta var bókstaflega téiknimyndasýning — andlitsmyndir af rit- höfundum svo sem Gorki og Sjólókoff og fleiri, sem ég man ekki einu sinni liverjir voru. Það var einnig innrömmuð eftirprentun af hinu fræga málverki Repíns „Svar Dnjepr-kósakkans til soldánsins“ í aðalstofunni. Pabbi unni þessari mynd og hafði mikla á- nægju af að fara með bið klúra svar sjálft fyrir hvern þann, sem nærstaddur kunni að vera. Hærra uppi á veggnum var andlitsmynd af Lenin, engan veginn sú bezta. Eftir að mamma dó, voru stórar ljósmyndir af henni hengdar upp í skrifstofu pabba og í borðstofuna þar. En pabbi var þar ekki þá og þetta hafði enga þýðingu. Sú hugmynd, að Stalín byggi í Kreml var fölsk. Það var aðeins í óeiginlegum skilningi, að skrifstofa pabba og starf var i Kreml . Einkennilegir atburðir gerðust i Kúntsevó eftir að pabbi dó. Strax næsta dág — löngu fyrir jarðarförina — kall- aði Beria lieimafólkið, þjónustuliðið og lífverðina, saman, og sagði því, að þegar í stað ætti að fjarlægja reytur pabba — enginn bafi liugmynd um bvert — og það ætti allt að yfirgefa staðinn. Eigur pabba voru allar fluttar eittlivað, lil eins- konar vöruliúss sem leynilögreglan átti nóg- af. Þjónustu- fólki, sem bafði unnið pabba af trúmennsku í 10 eða 15 ár, var bókstaflega kastað út. Þorri liðsforingjanna í líf- verðinum var fluttur til annarra borga. Tveir þeirra skutu sig. Seinna, 1955, þegar Bería sjálfur var „fallinn“, var hafizt handa um að færa búsið í sitt fyrra borf. Eigur föður míns voru fluttar þangað aftur. Fyrrverandi þjónustufólki og foringjum var boðið að koma aftur. Það var í undirbún- ingi að opna safn, eins og í liúsi Leníns í Lenínskí Gorkí. En svo kom tuttugasta flokksþingið. Eftir það var öllum hugmyndum um safn að sjálfsögðu varpað fyrir róða. íbúð- ir þjónustufólksins eru nú sjúkrahús eða hressingarhæli. En búsið sjálft er drungalegt, lokað, dautl. Stundum hef ég martröð um þetta hús og vakna köld af skelfingu. Húsið, sem ég eyddi í bernsku minni var eitt sinn í eigu bins yngri Zúbaloffs, olíukóngs frá Batum. Zúbaloffarnir áttu olíuvinnslustöðvar í Baku og Batum. Nafn þeirra var pabba og Mikojan vel kunnugt, en þeir stýrðu verkföllum í þessum vinnslustöðvum í uppliafi 20. aldar. 1919, eftir byltinguna, þegar tækifæri gafst til að nýta mörg yfirgefin hús og eignir utan við Moskvu, minntust þeir báðir nafnsins Zúbaloff. Mikojan og fjölskylda lians, Vorosíloff, Sjaposníkoff og fjöl- margar aðrar gamlar bolsévíkafjölskyldur settust allar að í Zúbalóvó tvö, eins og það var kallað, en pabbi og mamma lögðu undir sig liús, sem nær var og minna, kallað Zúbalóvó fjögur. Hús Mikojans er til þessa dags nákvæmlega eins og hinir útlægu eigendur skildu við það. Við innganginn er marmarastytta af hundi, eftirlæti fyrri eigenda. Veggimir eru klæddir með góbelíni og á neðri hæðinni eru gluggar með steindu gleri. Okkar liús var liins vegar eilífum breytingum háð. 1 upp- hafi lét pabbi grisja skóginn umhverfis húsið og fella helm- inginn af trjánum. Hann gat aldrei látið sér nægja að skoða náttúruna; hann varð að umskapa hana. Ilann lét setja nið- ur ávaxtatré, jarðaberjaplöntur, hindberjarunna og ribs. Við systkinin ólumst upp á stað sem var raunverulega lítið býli með sínum eigin sveitastörfum — heyskap, sveppatínslu og berjauppskeru, okkar eigið ferskt hunang á hverju ári, okkar eigið súrsultað grænmeti og niðursoðið, okkar eigið alifuglakjöt. Mamma bafði áliuga fyrir nokkru öðru, menntun okkar og uppeldi. Þótt ég væri aðeins sex og hálfs árs þegar hún dó, kunni ég þá þegar að lesa og skrifa bæði rússnesku og þýzku. Vasili hafði undursamlegan kennara, tAlexander Múravjoff, sem endalaust fitjaði upp á heillandi uppátækj- um: útilegur næturlangt í hreysi og matreiðsla fiskjar á árbakka, bnetutinsla og leiðangrar í sveppaleit. Vetur og sumar kom kennari að nafni Natalía Konstantin- ovna — enginn kallaði þær barnfóstrur lengur — og deildi dögum til að kenna okkur að móta leir, sýna okkur hvernig við ættum að búa til eigin leikföng úr viði, lita og teikna og fleira. Öll þessi menntunarvél malaði og spann og það var mamma, sem setti bana í gang, þótt hún væri nokkurn veg- inn aldrei beima. Fyrst vann mamma á tímaritstjórn og síð- an gekk bún í Iðnaðarakademíuna. Hún var eilíflega ein- livers staðar á fundum, og liverja fríslund með pabba. Hann var allt liennar líf. Ég man aldrei eftir að hún kyssti mig eða léti vel að mér. Hún var hrædd um að spilla mér því pabbi dekraði nóg við mig hvort sem var. Og bve stórkostegar barnaveizlur voru haldnar okkur! Ég man síðasta afmælisdaginn minn, meðan mamma lifði enn. Það var í febrúar 1932, og ég varð sex ára. íbúðin í Kreml var krökk af börnum. Við fórum með vísur á rúss- nesku og þýzku og ádeiluvers um þá, sem bera kápuna á báðum öxlum í stjórnmálum og beita losti til að bafa áhrif. Við dönsuðum úkraínskan gópak. Artjom Sergejeff, vinur Vasili bróður míns og nú margheiðraður hershöfðingi lá á fjórum fótum með bjarnarfeld yfir sér og urraði, meðan einbver las ævintýri eftir Krýloff. Pabbi var þarna líka. Hann horfði bara á, að sjálfsögðu, en liann hafði gaman af því. Stundum naut hann þess að lieyra börn leika sér Nikolaí Búkarín, sem var bvers manns hugljúfi, kom oft á sumrin. Hann fyllti húsið af dýrum, sem hann var hrif- inn af. Broddgeltir voru í eltingaleik á svölunum, sokka- bandasnákar sóluðu sig i krukkum, taminn refur hentist yfir garðinn og bæklaður haukur frýndi út úr búri. Ég man óljóst eftir Búkarín í síðri blússu og línbuxum og sandalaskóm. Hann lék sér við bömin og striddi fóstrunni minni, sem hann kenndi að hjóla og skjóta úr loftriffli. Allir skemmtu sér, þegar hann var annars vegar. Árum síðar, löngu eftir að Búkarín var látinn, var „refurinn hans Búltar- íns“ enn á spretti um Kreml, sem þá var auð og yfirgefin, og í feluleik í Tainitsky-garðinum. Fullorðna fólkið hélt oft samkvæmi á afmæbs- og há- tíðisdögum. Semjon Búdíenni kom þá gjarnan með harm- onikkuna sina og lék rússnesk og úkraínsk lög. Búdienni og 32 VIKAN 41 tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.