Vikan


Vikan - 12.10.1967, Page 33

Vikan - 12.10.1967, Page 33
Vorosiloff höfðu óvenju góðar söngraddir. Pabbi söng Iíka. Hann bafði gott tóneyra og hreina, liáa rödd. (Mál- rómur hans var bins vegar tilbreytingarlaus, lágur og ekki tiltakanlega skír). Sagt er, að við liafi borið að mamma dansaði þokkafullan, georgiskan lezghinka. í íbúð okkar í Kreml var ráðskona, Þjóðverji frá Ríga í Lettlandi, að nafni Carolina Till, heillandi, gömul kona, nostursöm og flekldaus og einstaklega góð; hún festi hárið með kömbum upp á höfuðið og kórónaði með hnút. Fram til 1933 var allt á heimilinu með fullkoxnlega eðb- legum liætti, undir stjórn mömmu eða i-áðskonunnar, án þess að nokkur merki sæjust um tsjekista eða lífvei’ði eða neitt annað. Eini lifvörðurinn var maðurinn, sem var i bíln- um með pabba og bafði ekkert með heimilið að gei-a. Hon- um var aldrei bleypt neitt i nánd við það. Allir sovézkir leiðtogar bjuggu þessu mjög bkt. Enginn skeytti um hóglífi þótt þeir i-eyndu að veita börnum sínum góða menntun. Þeir réðu barnfóstrur af þeim gamla skóla, sem tíðkaðist fyrir byltinguna, aðallega Þjóðvei'ja. Þessi fyrstu og fjarlægustu ár fóru foi'eldrar mínir iðu- lega suður með vinum sínum, með Abel Jenúkidze, guðföð- ur mönxmu og góðum vini þeirra beggja, með Mikojan, Vorosilof eða Mólótoff ásamt konum þeirra og börnum. Stundum fór pabbi á haukaveiðar með tvíhleyptan riffil. Eða lxann veiddi liéra á nátlarlxeb úr bíl. Keiluspil, billjard, gorodki, allt, sem krafðist skarprar sjónar, lék í höndum bans. Hann synti aldi'ei: liann kunni það ekki. Honum gazt beldur ekki að því að sitja í sól. Það eina, sem honum féll, var að fara í gönguferðir i forsælu. Einu sinni í Moskvu, xneðan ég var kornbarn og móðir mín sýslaði enn um mig, kenndi faðir minn btilsháttar veik- inda i Sotsi. Án þess að liika skyldi hún mig eftír með fóstrunni minni og geilinni Njúsku og fór tíl pabba. Á sumrin voruxn við mest á vei’öndinni niðri og svölunum lians pabba á annarri hæð. Fóstran mín var sifellt að senda mig þangað. „Farðu með þessi í-ibsber til pabba“, eða „færðu nú pabba nokkrar f jólur“ eða „gefðu honum nokkrar lbjur.“ Eg tritlaði af stað og fékk i laun, hvað sem ég kom með, heit- an tóbaksilmandi koss og mildilega umvöndun frá mömmu. Þrátt fyrir lágan aldur naut móðir mín, sem varð þrítug árið 1931, virðingar alls þjónustufólksins. Allir unnu henni. Hún var gáfuð, fögur, einstaklega mild og tilbtssöm. Um leið gat lxún verið ákveðin, þver og ósveigjanleg. Hún var einkar góð við Jakoff, elzta bx-óður minn, son föður míns og fyrri konu lians, Jekaterínu Svanidze, og þótti afar vænt um liann. Jakoff, sem var aðeins sjö árum yngri en hún, unni lienni á saxna liátt mjög og virti hana. Mamma var i miklu vinfengi við alll Svanidzefólkið, við Sashíko og Maríko, systur fyrri konu pabba, sem dó ung, við bróður hennar, Alexander Svanidze og Maríu konu hans. Foi'eldrar mömniu og bræður hennar, frændur mínir Fjodor og Pavel, systir hennar Anna og maður Önnu, Stanislav Redens, voru nær stöðugt heima hjá okkur eins og stór, samhent fjölskylda. Þau voru einstakir persónuleikar, gáfaðir og heillandi. Á líf þeirra næstum allra var bundinn snöggur endir með sorg- legum hætti. Hvorki stjórnmál né bylting sýna lífum og örlögum manna nokkra miskun. III TTERNI mömmu og bernskuumhverfi gerðu út um aðaleinkenni persónuleika hennar. Afi, Sergei Alblújeff, var af bændafjölskyldu í Voronez héraðinu. Amma hans var sígauni. Það blýtur að liafa verið úr sígaunablóðinu, sem Allilújeffarnir fengu sitt suðræna og fremur útlendingslega yfirbragð, svört augu sín og mjallbvítar tennur, dölckt hörund og granna líkami. Það var ef til vill líka frá sígaununum, sem afi fékk óslökkvandi frelsisþorsta og þörf tíl að flakka úr einum stað í annan. Hann varð vélvirki og réðist til vinnu við járnbrautarverkstæði i Transkákasus. 1898 gekk hann í rússneska sósíaldemókratíska verkamannaflokkinn. Afi var aldrei kenningarsinni eða mikilvægur maður i flokknum. Hann var einn hinna óbreyttu bðsmanna. Afi og fjölskylda lians liafði fjögurra herbergja íbúð i Sankti Pélursborg. Hún var ekki stór, en þó eins og prófessor í Sovét getur mest dreymt um nú til dags. Rörn lians gengu í framhaldsskóla í Sankti Pétursborg og ólust upp eins og sannir rússneskir menntamenn. Eftir byllinguna vann afi á sviði raforkumála. Sem gam- all bolsévíki var liann liandgenginn liinum gamla kjarna byltingarmannanna. Hann var ótrúlega næmur, blíður og kurteis maðut’, sem gat lynt við alla, þó var hann í senn sterkur liið innra, stoltur og ærlegur. Allt til æviloka — bann dó 1945 79 ára að aldri — var liann ósvikinn byltíngar- sinni og liugsjónamaður af gamla skólanum. Afi bjó hjá okkur í Zúbalóvó og var i uppáhaldi hjá öllum sínum barnabörnum. Hann var með hefilbekk og bvers kyns verkfæri í herberginu sínu. Hann leyfði okkur að rúskotast í safninu og birða það, sem við vildum. Afi var sífellt að búa til og brasa hluti, brýna og skipuleggja og gera við ýmislegt, sem aflaga fór á heimilinu, meira að segja raflögnina. Lát mömmu varð afa mikið áfall. Hann fór ekki úr her- berginu sínu í marga daga í senn, bjó tíl eitt og annað og dundaði við rennibekkinn. Svo varð hann veikur. Mig grunar, að fyrst hafi andinn veikzt og síðan bkaminn. 1938 varð hann fyrir nýju áfalli, þegar Pavel sonur lians lézt. 1937 bafði tengdasonur lians, Stanislav Redens, verið tekinn höndum. 1948 var dóttir lians, Anna, einnig send í fangelsi. Guði sé lof, að afi lifði ekki tíl að vera vitni að því: hann dó 1945 úr lungnakrabba. Ég heimsótti bann á sjúkrabúsið ekki löngu áður en bann dó og varð fyrir áfalli. Ilann gat ekki lengur talað. Hann lagði bara liöndina yfir augun og grét bljóðlega, því bann fann, að fólkið var að koma til að kveðja. Margir gambr bolsévíkar komu að opinni kistu hans í Ryltingar- safninu til að kveðja. Og í líkbúsinu liéll gamb byltingar- maðurinn Litvin-Sedoi ræðu, sem ég skildi ekki þá til fulls en man æ síðan og skil nú fullvel. Hún liófst svona: „Við, bin eldri kynslóð marxistískra bugsjónamanna . . ..“ Amma, Olga Fedorenkó, var ekki fullra 14 ára, þegar bún batt fötin sín saman í lcnippi, kastaði þeim út um gluggann, renndi sér sjálf á eftir og strauk með afa, ungum verkamanni i Tífbs. Hún var fædd og upp alin í Georgíu. «• tbl- VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.