Vikan


Vikan - 12.10.1967, Side 45

Vikan - 12.10.1967, Side 45
PHIUPS Kæliskápar Höfum fyrirligg jandi 5 stærðir af hinum heims- þekktu PHILIPS kæliskóp- um. 137 L 4.9 cft. 170 L 6.1 cft. 200 L 7.2 cft. 275 L 9.8 cft. 305 L 10.9 cft. Afborgunaskilmólar. Gjörið svo vel að líta inn. n Ji A a ... VIÐ'OÐINSTORG SlMI 1 0322 25 menn á meðal hippanna, sem handtaka u. þ. b. 20 hippa á viku, aðallega fyrir að vera með marijú- ana-birgðir undir höndum. En þeir koma ekki upp um, hvar birgðirn- ar eru. Þennan sama dag á einnig að halda „ástarsamkomu" í hverfi hippanna. Blöðin kalla þetta mjög sérstakt fyrirbæri, þ6 að ég geti ekki betur séð en að „ástarsam- koma" sé full sterkt orð fyrir þessa samkomu. Klukkan 2 á þessum laugardags- eftirmiðdegi setja hipparnir upp pall í einum af stærstu görðunum f San Francisco, og síðan dynur sú hávaðamesta músik, sem ég hef á ævi minni heyrt. Slðhærðir og skeggjaðir dansa hipparnir. Og það fyrsta, sem ég tek eftir, þegar ég kem inn á svæð- ið, er marijúana-lyktin. En þeir skemmta sér ágætlega. Þarna hegða hipparnir sér á ann- an hátt en ég hef áður séð. Þarna á sér ekkert leyndardómsfullt stað. Gleðin situr í fyrirrúmi. Mæður dansa með smábörnin bundin á bakinu, börn dansa og elskendur liggja í grasinu. Hipparnir spila tryllingslega tón- list, — tónlistin er snar þáttur f Iffi þeirra. Þeir skiptist í flokka, og bera flokkarnir hin ýmsu nöfn, sem ekki eru aðeins þekkt á staðnum, heldur heimsþekkt: „Big Brother", „Hold- ing Company", „Jeffersen Airplane" og „The Grateful Death". Þeim sfð- astnefnda er stjórnað af manni, sem er kallaður Pigpen. Hann hefur brjálæðislegt útlit og semur tónlist, sem bftillinn Paul McCartney segir að sé ágætlega keppisfær við brezka dægurlagatónlist. Bitlarnir eru fyrirrennarar þeirr- ar tónlistar, sem hipparnir dýrka, og McCartney hefur viðurkennt, að hann hafi neytt þessara lyfja öðru hvoru, en eftir dauða Brians Ep- steins, sem lézt af neyzlu LSD, hafa allir Bítlarnir snúið baki við eitur- lyfjum og leggja nú stund á ind- verska heimspeki. — The Rolling Stones færðu sig meira upp á skaft- ið f þessa áttina hvað tónlistinni viðvíkur, og nýlega voru tveir for- sprakkar hljómsveitarinnar dæmdir fyrir notkun eiturlyfja. Tvær stúlkur afklæða sig alveg. Enginn sér neitt athugavert við það, nema kannske lögreglan. Sfrenur, hróp og köll. Umferðin er stöðvuð báðum megin garðsins. Stúlkurnar tvær eru fjarlægðar af staðnum, en engum dettur þó f hug að dreifa mannfjöldanum, ekki einu sinni lögreglunni. Ég geng burtu, og kem til baka f Ijósaskiptum. Eitthvað hefur gerzt, því hipparnir eru ekki einir lengur. Innan um þá er komið fólk, sem drekkur af flöskum. Hipparnir eru í rús, hin eru full. Þegar síðasta hljómsveitin pakk- ar saman, fer stjórnandi samkom- unnar upp á pallinn, og biður gesti um að hjálpast að við að hreinsa eftir samkomuna. Og það er svo sannarlega gert. Þá kastar einhver dauðadrukk- inn náungi tómri flösku inn á svæð- ið. Stjórnandinn gengur til mín: — Svona eru samkomur eyði- lagðar, segir hann. — Áfengi. Það er það, sem er vandamál f heim- inum. Við gerum engan skaða af okkur, þótt við séum undir okkar áhrifum, en áfengið, það drepur. Þar sem ég yfirgef garðinn geng ég fram á stúlku, sem liggur f gras- inu og stynur. Gul froða vellur út um munnvik hennar. Þetta kalla LSD-neytendur „misheppnaða" ferð, og þær eru sfzt fátfðari. Og það verður ekki annað sagt, en að regla þeirra breiðist ört út, því þessa manntegund má nú orð- ið finna í nærri þvf hverri einustu stórborg í Bandaríkjunum. Hipparnir eiga sér boðorð, sem gjarnan má lesa einhvers staðar í hverfi þeirra. T. d.: 1. Gerðu það sem þig langar til, hvar sem þig langar til og hve- nær sem þig langar til! 2. Komdu! Yfirgefðu það þjóð- félag, sem þú þekkir! 3. Reyndu að fá alla sem þú talar við til þess að skipta um skoð- un. Snúðu þeim til okkar, ef ekki til „feðranna", segðu þeim frá ást- inni, fegurðinni, heiðarleikanum og skemmtununum. Heimspeki hippanna er að mörgu leyti skyld kenningum Tómasar More, þeim, sem hann setti fram í bók sinni um fyrirmyndarland- ið Útópíu. Þar þurfti enginn að vinna meira en 6 tfma. Jafnvel er heimspeki þeirra f tengslum við þjóðfélagskenningar Platós, sem komu fram í bókinni „Lýðræði". í rfki hippanna eru allir jafnir og hafa nóg og vinna jafnt. Þar er enginn metnaður sem spillir fyr- ir. Hipparnir afla sér fjár á ýmsan hátt. T. d. selja þeir myndir og gefa út blöð. Ferðamennirnir kaupa mikið hjá þeim. Eiturlyfin eru talsvert dýr. Tæp- lega 30 grömm af marijúana, sem er nóg f 40 „smóka", kosta 10— 15 dali. Skammturinn af LSD kost- ar 2VÍ2 dal. Það kemur enn dagur, og hann er sá síðasti sem ég dvel í hverfi' hippanna. Fyrst hafði ég verið hrifinn af mörgu f fari þeirra. Snilli þeirra, frumleika og hreinskilni. Nánari kynni kenna, að það hlýtur að verða grunnt á slfkri hrifningu. Álitsbreytingin varð, þegar ég kom í Grafara-verzlunina. Grafar- arnir eru hippar, sem hafa takmark og tilgang. Þeir gera ýmislegt fyr- ir fólk. Verzlunin þeirra heitir „Trip without a Ticket" eða „Ferð án far- miða". Þetta lítur helzt út fyrir að vera verzlun sem verzlar með not- uð föt. Og hún verzlar Ifka með slfkt. Eini munurinn er sá, að þar er allt ókeypis. Tröppur liggja upp á verkstæð- ið. Á skilti stendur, að fólk geti tekið hvað sem það vill. Grafararnir eru púrftanar hipp- anna. Og þeir nota ekki einu sinni allir eiturlyf. Þeir gera hvað sem er fyrir hvern sem er, ef þeir mögu- lega geta. Þeir fæða hippana og klæða og finna fyrir þá húsnæði. Allt þetta gera þeir fyrir ekkert. Ég tala við manninn, sem byrj- aði þessa starfsemi. Hann sagði, að hún ætti sér ekkert upphaf, — þetta hefði allt saman gerzt af sjálfu sér. Ég spyr, hvernig þessu sé stjórnað. Hann segir, að því sé yfirleitt ekki stjórnað. Náungi, sem heitir Pétur, réttir mér pípu, sem nýbúið er að skera út. — Þessa notar maður til þess að reykja hassf, segir hann. — Finnst þér hún ekki skemmtileg? Mér finnst hún vel gerð. — Þú mátt þá eiga hana. Trúir þú á frelsi? Gott, allt á að vera frjálst. Við eigum vélar, þessar vél- ar framleiða aðrar vélar. Þær vél- ar vinna. Þá þarf enginn að vinna. Við höfum allt, sem okkur lystir. Heldur er þetta barnalegt. — Hvers er fólk þurfandi? Á Expo eru þeir með vél, sem getur búið til sjónvörp fyrir allan heim- inn á 187 mínútum. Ég er sammála honum um, að sjálfvirknin sé að verða mikið vandamál f Amerfku, og ef hann gæti sannfært fólk um, að það sé kannske ekki nauðsynlegt að vinna, þá er hann að vinna gott starf. — En Pétur skilur ekki svona kfmni. — Kjaftæði, maður, segir hann. Fullkomið kjaftæði. Eftir 10 ár mun enginn skilja svona kjaftæði. 41. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.