Vikan


Vikan - 12.10.1967, Side 47

Vikan - 12.10.1967, Side 47
Skíliritvilii heifir BROTHER Létt, falleg, sterk. 44 lyklar, ásláttarstillir, svart og rautt lit- arband, stálkápa og leðurlíkis- taska. Sjálfskipting á litarbandi. Lykill í borðinu leysir út ef tveir eða fleiri stafir festast uppi. Fullkomnasta, fallegasta og ódýrasta skólá- og ferðaritvélin á markaðinum. Verð kr. 2750- BORGARFELL HF. Skólavörðustíg 23. — Og ef lögreglan gæfi okkur frið í þrjá mánuði, þá gætum við lagt þetta land undir okkur, segir Pétur. Eg velti vöngum yfir þessu. Á þremur mánuðum væri auðveld- lega hægt að ná í 250.000 ung- menni. Ef algjört frelsi ríkti myndi þetta unga fólk streyma til San Francisco. Þetta unga fólk hefur af einhverj- um ástæðum ient í mótstöðu við þjóðtélagið, kannski vegna styrj- alda, það hefur tapað hugsjónum sínum, er einmana og hrætt . . Kalífornía gæti orðið þessu fólki Paradís, LSD gæti gert Iff þess lit- ríkara, tónlistin dáleitt það . Einhvern veginn hefur það verið almenn skoðun, að fólk á borð við Pétur sé í algerum minni hluta í velferðarríkjunum. Einstaka frum- menn með brennandi sálir. Þeir vilja komast þangað sem þeir geta gleymt og þeir vilja ekkert yfir- vald, enga foringja. En þessu fólki fjölgar stöðugt. Og þvert ofan í yfirlýsingar sínar byrjar það að fylgja nýjum foringjum. Það er orðið algerlega viljalaust, og nýr maður með ein- hvers konar skoðanir gæti haft mikil áhrif, með hjálp LSD. Pétur segir, aS þau þurfi þrjá mánuði. Ef til vill er þaS lauslega áætlaS. En þaS gæti leynzt ugg- vænlegt sannleikskorn í þessum fullyrSingum hans. Marilyn Monroe Framhald af bls. 23. 4. og 5. tug aldarinnar voru falln- ar eða við það að falla. Sú fremsta þeirra, Greta Garbo, hafði ekki gert neina mynd síðan árið 1940, og sú mynd var fyrir neðan allar hellur. Aðrar leikkonur þessara tíma, svo sem Jenette McDonald, Janet óaynor og Norma Shearer voru álitnar orðnar gamlar konur, þótt þær væru um fertugt eða yngri. Barnastjörnurnar Shirley Temple, Deanna Durbin og Judy Garland, sem höfðu verið örugg tekjulind, voru hættar að draga að. Betty Grable, sem hafði verið f miklu uppáhaldi hjá hermönnunum, var nú ekki orðin mikils virði fyrir framleiðendurna. Sonja Heine hafði lagt skautana á hilluna. Marlene Dietrich hafði þá þegar fengið tit- ilinn „Fallegasta amma f heimi". Hedy Lamarr var hneyksli. Og hin fallega Eleanor Powell var farin að kenna í sunnudagaskólum. Auðvitað reyndu þessar konur að halda sér „volgum". Esther Will- iams var ennþá vinsæl sundstúlka. Systurnar Joan Fontaine og Olivia de Havilland höfðu góð hlutverk, en þær voru heldur óöruggar hvað tekjur af myndum þeirra snerti. Constance og Joan Bennett, Barbara Stanwyck, Rosalind Russel og Kat- harine Heburn voru allar ágætar leikkonur, — en þær voru bara ekki í fremstu röð. Joan Crawford gerði hvað eftir annað „come back" til- raunir, en þær misheppnuðust jafn oft. En hverjar voru þá í fremstu röð? Þær voru sárafáar. Greer Garson var mjög framarlega, — en hún giftist milljónamæringi og hætti að lifa fyrir frama sinn. Ingrid Berg- mann var önnur, — en hún féll í algjöra ónáð í Hollywood eftir Rosselini-málið. Þetta voru heldur betur breyttir tfmar í Hollywood. Það sem fyrst og fremst gerðist var hin gamla og sígilda kenning um hverfulleikann. Gömul ráð og gamlar aðferðir dugðu ekki lengur. Þessir miklu og frægu kvikmyndaframleiðendur þessara tfmi voru orðnir og urðu gamlir, þreyttir menn. En mitt f þessari vitleysu óx upp ný kynslóð leikkvenna. Sú kynslóð ríkti á 6. tug aldarinnar og á fyrri helming þess 7. Það voru að eiga sér stað kynslóðaskipti. Það hefur verið venjan, f flestum tilfellum, að þeir sem hafa þénað mest fé á kenjum hverfulleikans, hafa fengið versta útreið hjá honum, áður en hann hefur kvatt. Sú stúlka, sem kemur fram upp úr þessu neyðarástandi f Holly- wood, og vekur mesta athygli hét réttu nafni Norma Jean Baker. Hún var fædd árið 1926, og það leit ekki vel út fyrir henni f frumbernsku hennar. Hún ólst upp við hinar hörmulegustu aðstæður, og beið þess vart bætur síðan. Þessi- stúlka er raunar þekktari undir nafninu Marilyn Monroe. Sag- an af bernsku hennar er f stuttu máli sú, að hún var fædd utan hjónabands, móðir hennar varð geðveik, þegar telpan var nokkurra ára gömul, þá flæktist hún á milli ruddalegra fósturforeldra og end- aði svo á barnaheimili níu ára göm- ul. Það er og vitað, að það hafði slæm sálræn áhrif á hana, þegar náungi, sem bjó á heimili einna fósturforeldra hennar, nauðgaði henni. Sextán ára var hún gift manni, sem nú er lögregluþjónn i Los Ang- eles.. Það var óhamingjusamt hjónaband og endaði með skilnaði eftir að hún hafði reynt að fyrir- fara sér í fyrsta skipti. Þá fór hún að vinna í verksmiðjum fyrir stríðs- iðnaðinn, en hún átti sfna drauma, eins og títt er um ungar stúlkur. Hennar draumar fjölluðu um kvik- myndir. Við þetta fyrirtæki var hún kjör- in fegurðardrottning, og þá gerðist hún fyrirsæta, svona í aukavinnu. Hún lét taka af sér nektarmyndir, og á þeim myndum var hún eins kviknakin og nokkur kvenmaður getur verið. Þessar myndir vöktu enga athygli, þegar þær voru tekn- ar, en eftir að hún varð fræg leik- kona, fóru þær að ganga út. Þetta varð hneyksli á ameríska vfsu. Þegar kvikmyndastjörnur verða frægar, eru alltaf sagðar miklar sögur um það, hvernig þetta allt saman byrjaði. Venjulega eru þetta sögur um skrítnar tilvil janir og dramatíska atburði. Og það er einnig sögð saga af upphafi Mari- lynar Monroe. Hún er svolítið óvenjuleg, en hvort sem hún er sönn eða login, þá lýsir hún leik- konunni vel. Hún hafði hvað eftir annað reynt að vekja athygli framleiðendanna á sér, en ekkert gekk. Hún fékk einhvern smánarsamning hjá Fox kvikmyndafélaginu, en þeir voru fljótir að kveðja, þegar samningur- inn rann út eftir eitt ár. Þá fór hún til Columbia, og fékk þar örlítið hlutverk, en enginn man eftir því. Hún var látin fara þaðan, áður en langt um leið. Myndin var afspyrnu léleg, en það skipti í sjálfu sér engu máli. Það sem kannske réði úrslitum, var framkoma Marilynar Monroe við fyrirtækið. Forstjóri fyrirtækisins hét Harry Cohn. Hann hafði byggt fyrirtækið upp sjálfur, og ríkti yfir því eins og fullkominn harðstjóri og hafði í hótunum, bæði við leik- ara og tæknimenn. Það var altal- að, að ef ung leikkona átti að eiga einhverja von um uppleið hjá Col- umbia, þurfti hún fyrst að hafa komið við í rúminu hjá Harry Cohn. Marilyn átti að fá sömu meðferð og aðrar ungar leikkonur þarna við fyrirtækið. En hún, sem kannske var þekkt fyrir eitthvað annað en klausturlifnað, vildi hvorki sjá né heyra þennan mann. — Ég hef sett stolt mitt t það að ráða sjálf, hvaða karlmenn ég umgengst, sagði hún. Harry Cohn hataði hana eftir þetta. Aftur á móti þótti hann sjálf- ur ekki beint vandaður að eðlis- fari. Hann hafði fengið titilinn „Hataðasti maðurinn í Hollywood". Hann var duglegur, en tillitslaus, — voldugur, en fantur að eðlisfari. 41-tbl- VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.