Vikan - 12.10.1967, Side 49
neinu? spurði pempíulegur kven-
blaðamaður.
— Jú, sagði Marilyn. — Ég var
( herberginu.
Þetta var fyrsta af mörgum til-
svörum hennar, sem urðu fleyg. —
Marilyn Monroe gat verið hvort
tveggja, fyndin og orðhvöss.
Fyrirtækið ætlaði að hætta við
myndina, en þá tóku að streyma
inn bréf í þúsunda tali, þar sem
farið var fram á að fá fleiri mynd-
ir með Marilyn. Og fleiri og fleiri
blaðamenn báðu um viðtöl.
Og blaðamaður nokkur spurði
hana: — Hverju klæðizt þér, þegar
þér sofið, ungfrú Monroe? — Ör-
fáum ilmvatnsdropum, svaraði hún.
Gat það verið, að leikkonan
hefði ekki tapað neinu á þessu
hneyksli? Öllu fremur hagnazt á
þv(? Og það leið ekki á löngu áð-
ur en fyrirtækið hafði náð í fjöl-
mörg handrit að myndum fyrir
hana. Nú fór þetta að ganga.
Það var ekki nóg með að hún
væri orðin skærasta stjarna í Holly-
wood. Hún var orðin tákn hinnar
fullkomnu konu í Amerfku.
Norski blaðamaðurinn segir einn-
ig frá því, að einu sinni sem oftar,
þegar hann hitti Monroe ( sam-
bandi við starf sitt, þá kom hún til
hans og sagði: — Hvernig gengur
það, víkingur? — llla, svaraði hann.
— En hjá yður? — llla Ifka, svar-
aði hún.
Gat það verið að það gengi illa
hjá heimsins þekktustu leikkonu?
Og þá var hún nýgift. Joe Di
Maggio hét maðurinn, og var mik-
il beisboltahetja f Amerfku.
Og í næsta skipti, sem þau hitt-
ust lét hún sem hún kannaðist ekki
við hann. Hún virtist þá vera tauga-
óstyrk, en annars eins og hún átti
að sér, hló með opinn munn og
klæddist flegnum kjól. Vinsældir
hennar fóru sívaxandi.
En skömmu seinna fékk Ekko að
vita, hvernig á þessu stóð. Austur-
rfskur kunningi hans fullyrti við
hann, að faðir Marilynar hefði ver-
ið Norðmaður. Hvernig hann hefur
komizt að þessu veit Ekko ekki, en
til þess hafði hann notað aðferðir
leynilögreglumannsins.
Ekko hringdi strax í kvikmynda-
verið, þar sem Marilyn var að
vinna, en fékk sömu svör og blaða-
menn fengu ætíð: Ungfrú Monroe
er upptekin. í Hollywood hefur
lengi verið talað um blaðajárntjald-
ið, það er múrinn, sem sumar stjörn-
urnar eru varðar með.
Ekko spurði Austurrfkismanninn
aftur, hvar hann hefði fengið þess-
ar upplýsingar, en um það vildi
hann ekkert segja. En hann full-
yrti, að maðurinn hefði heitið
Mortensen og verið frá Álaborg
eða Kristjánssandi. Hann hafði bú-
ið með móður hennar, eignazt með
henni barn, en hlaupizt skjótlega á
brott og ekki látið sjá sig framar.
Seinna heyrði Ekko, að Marilyn
hataði Norðmenn. Allir Norðmenn
voru í hennar augum eins og mað-
SKERM-
STÆRÐIR:
19-23-25“
VERÐ:
14.975.-
til
23.975.-
23“ TEAK-TÆKI KRÓNUR 19.890.-
10% AFSLÁTTUR GEGN STAÐGREIÐSLU.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI:
DRÁTTARVELAR HF.
Hafnarstræti 23
Söluumboð: KAUPFÉLÖG UM LAND ALLT.
Stillingar og viðgerðir: RADIOSTOFAN, ÓÐINSGÖTU 2.
4i. tbi. vnCAN 49