Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 14
Getur það verið, að London verði fyrsta borg-
in í heiminum sem setur skatt á bíla, sem
keyra inni í borginni? Það bendir allt í þá
átt, eins og nú stendur-
Fyrir einu ári síðan skipaði brezka ríkis-
stjórnin tvaer nefndir, til þess að rannsaka
og reyna að finna lausnir á hinu gífurlega
umferðaröngþveiti, sem fer að verða og er
jafnvel orðið i heimsborginni. Nefndirnar eru
skipaðar fulltrúum frá borgarasamtökum,
lögreglunni og bílaiðnaðinum. Og sá, sem
stendur fyrir þessu, er frú Barbara Castle,
samgöngumálaráðherra Bretlands.
En ekkert hefur verið gert ennþá og
ástandið fer dagversnandi.
Lögreglan og borgarasamtökin eru sam-
mála um, að iausnin á þessu vandamáli sé
að láta sérhvern bílstjóra, sem ætlar sér að
keyra inni í London borga skatt, sem sam-
svarar 35 krónum íslenzkum á dag.. — Þeir
segja að þetta yrði til þess að helmingurinn
annað hvort ræki erindi sitt annars staðar
eða ferðast með almenningsvögnum.
Bilaframleiðendum finnst þetta að sjálf-
sögðu engin lausn á málinu- Þeir vilja selja
fleiri bíla. Þess vegna gengu fulltrúar þeirra
fyrir ríkisstjórnina og lögðu til, að byrjað
væri að framleiða nýja bíla, sem hefðu þann
tiigang einan að flytja fólk á og af vinnustað,
og tækju aðeins eina eða tvær manneskjur.
Það er þegar búið að teikna bíl, sem er ekki
nema 90 sm breiður og 178 sm langur- Og
þeir leggja til, að gerðir verði sérstakir veg-
ir fyrir þessa bíla, sem jafnvel verði látnir
vera fyrir ofan þær götur, sem nú eru fyrir
hendi.
— Þú spyrð, af hverju ég komi slompaður heim?
Það skal ég segja þér, væna min. Ég var bara ekki
með meiri peninga á mér!
14 VIKAN 1 tbI
Helló, Lyndon!
söng Pearl BaiLey og dró Lyndon B. John-
son og Lady Bird með sér inn á sviðið eftir
hátíðafrumsýningu á „Hello Dolly“. Forset-
inn varð hálf vandræðalegur þarna á svið-
inu, og andstæðingar hans fengu nýtt vopn
á móti honum: Hann syngur jafn illa og hann
steppar!
Vel puntaður náungi sat í Vestfjarðarútunni úti við
glugga og reif niður stafla af dagblöðum, sem hann
hafði á hnjánum, og kastaði snifsunum jafnt og
þétt út um gluggann. Kona, sem sat hjá honum,
undraðist þetta og um síðir spurði hún: — Til hvers
ertu að þessu? — Til að hræða burtu fílana, svaraði
hann. — En það eru engir fílar á íslandi, sagði kon-
an. — I»á sérðu hvað þetta er gagnlegt, svaraði mað-
urinn og kastaði út einum snepli enn.
Elnn millimeter
er ekki nóg
Efiir núverandi reglugerð á íslandi verður
mynstrið á hjólbörðunum að vera að minnsta
kosti 1 millimetrar á dýpt. En rannsóknir frá
ýmsum löndum halda því fram að þetta sé
of rýmilegt. Sérfræðingar segja að dýptin
þurfi að vera að minnsta kosti 2—3 milli-
metrar, til þess að öryggið sé nokkurn veg-
inn tryggt, að minnsta kosti á blautum veg-
um-
Rannsóknir hafa sýnt við próf á nýjum
hjólbörðum, með 8—10 mm mynsturdýpt, og
slitnum hjólbörðum, þar sem mynsturdýptin
hefur aðeins verið 1 mm, að nýi hjólbarðinn
missir um það bil fimmta hluta af gripi sínu,
og þá er miðað við hundrað km hraða á vegi
þar sem vatnið mælist 1 mm, á móti þurrum
vegi. Slilni hjólbarðinn nær aðeins einum
þriðja af þeim gripmöguleikum.
Nýtízku, fyrsta flokks hjólbarði á, með 100
km hraða á jöfnum, malbikuðum vegi og í
meðalrigningu, að geta hrint af snertifletin-
um um það bil 5 lítrum af vatni á sekúndu,
lil að ná nokkurn veginn góðu gripi á göt-
unni. Hver mynsturhluti af hjólbarðanum
snertir veginn á einum fimmtugasta úr sek-
úndu í hverjum snúning. Á þessu andartaki
ó hann að hrinda frá sér vatninu á veginum
og þrengjast í gegnum rakalagið sem eftir
er, og þar að auki að halda hraðanum....