Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 33
* OPAL 20 DENIER OPAL 30 DENIER OPAL ER TÍZKUSOKKUR ★ OPAL ER VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OPAL KREPSOKKAR OPAL KREPSOKKAR 30 DENIER OPAL KREPSOKKAR 60 DENIER OPAL ER Á HAGSTÆÐU VERÐI NOTIÐ AÐEINS BEZU FÁANLEGU SOKKA Einkaumóoð fyrir OPAL TEXTILWERKE G. m. b. h. REINFELD. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478 Kartöfluréttir Framhald af bls. 47. ið kjúklingana af pönnunni og látið renna af þeim á þykkum pappír, — haldið heitum. Látið kartöflublönd- una í smurt, eldfast mót og hafið yf- irborðið slétt. Bakið í 10 mín. eða þar til það er gegnheitt. Berið fram með kjúklingunum ofan á og skreytið með tómatsneiðum. NÝRU í KARTÖFLUHRING. 1 kg kartöflur, salt, pipar, 4 lamba- nýru, 1 lítill laukur, \'4 bolli sveppir, 2 súputeningar, % úr hálfpotti heitt vatn. \'4 bolli svínafeiti, tæplega \'4 bolli hveiti, 2 matsk. smjör, 1 matsk. rjómi. Flysjið kartöflurnar og hreinsið vel. Setjið í pott og hyljið með köldu vatni, bætið 1 tsk. salti í. Takið húðina ut- an af nýrunum og skerið í hálft, tak- ið stilkinn innan úr, skerið síðan 1 fjórðuparta. Kryddið með salti og pipar. Flysjið lauk og saxið smátt. Þvoið og saxið sveppina. Leysið ten- ingana upp í heita vatninu. Hitið feit- ina í steikarpönnu, setjið nýrun í og steikið í 4 mín. Setjið á heitt fat. — Steikið laukinn í sömu feiti þar til hann er ljósbrúnn, stráið hveiti yfir og blandið vel, haldið áfram að steikja þar til allt er brúnt, eða ca. 7 mín. Jafnið með soðinu og hrærið vel, bæt- ið nýrunum í og sveppunum og látið malla 1 20 mín. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru meyrar, en detta ekki í sundur, hellið af þeim og látið aft- ur í pottinn og þurrkið yfir litlum hita í ca. mínútu. Hrærið smjör og mjólk saman við og þrýstið í vel smurt hringform, hvolfið síðan á fat. Fyllið hringinn með nýrnablöndunni. í nýrnajafninginn má setja 1 matsk. af sherry til bragðbætis. KARTÖFLUPÖNNUKÖKUR. 3 rifnar kartöflur, 2 matsk. hveiti, 3/4 tsk. salt, 1 egg, lauslega þeytt. 1 tsk. lyftiduft. Blandið öllu saman, líka vökvanum, sem kom af rifnu kartöflunum. Setj- ið með skeið á heita, lauslega smurða pönnu, vel heita. Hafið þær fremur þunnar, en þó ekki um of. Snúið einu sinni og berið fram sjóðheitar. KARTÖFLUR EFTIR UPPSKRIFT KOKKSINS IIJÁ CHRISTIAN DIOR. 3 fremur stórar kartöflur, skornar í lengjur, 1 tsk. salt, 4—6 baconsneið- ar, skornar í bita, 3 laukar, skornir í þunnar sneiðar, Vi tsk. pipar, 2 matsk. smjör, 1 bolli vatn. Setjið kartöflur og lauk til skiptis í smurt mót. Kryddið hvert lag með salti, pipar og smásmjörbitum. Setjið baconbitana ofan á. Hellið vatni yfir þannig að allt í mótinu vökni. Bakið 1 fremur lítið heitum ofni í 40—60 mín. STEIKTAR KARTÖFLUR. 5 bollar soðnar kartöflur, skornar í sneiðar, 3 matsk. feiti. Vz tsk. salt, Vt tsk. pipar, 1 bolli rjómi, e. t. v. súr. Sjóðið kartöflurnar í hýðinu og lát- ið kólna. Flysjið og sneiðið mjög þunnt. Bræðið smjörið á pönnu, þeg- ar það er heitt eru kartöflusneiðarn- ar, saltið og piparinn sett í og steikt þar til það er gulbrúnt. Rjómanum bætt í og látið malla þar til rjóminn hefur sogazt í kartöflurnar. Nægir handa sex. Röndótt telpnapeysa Framhald af bls. 47. umf. án úrt. Takiö síðan úr á sama hátt í 3 hv. umf. þar til 22 (24-26) 1. eru eítir og látið þær á þráð. Vinstra framstykki: Fitjið upp 42 (45—48) 1. og prjónið munstur en sleppið röndunum í 5 jaðarl. að framan en prjónið í stað þeirra með grunnlitnum og tyllið síðan samskeyt- unum lauslega saman í höndum frá röngu. Prjónið að handvegi sömu lengd og á bakstk. og takið þá úr fyrir ská- erminni. Fellið fyrst af 4 1. og takið síðan úr 1 1. í hverri umf. 6 (5—3) sinnum og eru þá eftir 32 (36—41) 1. Prjónið 2 umf. án úrt. og takið síð- an úr í 3. hv. umf. þar til 26 (28— 30) 1. eru eftir. Takið þá úr fyrir hálsi jafnhliða handvegsúrtökunni, látið 5 1. að fram- an á öryggisnælu og takið síðan úr 1 1. 14 (15—16) sinnum. Ilægra framstykki: Prjónið eins og vinstra framstykki en gagnstætt. Haf- ið samskeytin við rendurnar fyrir hnappagöt og gangið frá þeim með þynntum garnþræðinum og tungu- spori. Ermar: Fitjið upp 46 (52—56) 1. og prjónið munstur 28 umf. Aukið þá út 1 1. báðum megin með 2ja sm milli- bili þar til 54 (60—66) 1. eru á prjón- inum. Prjónið áfram þar til ermin frá uppfitjun mælir 21 \'2 (24—261,**) sm eða er hæfilega löng og endar með sama munstri og peysubolurinn. Takið þá úr á sama hátt og á bak- stykkinu þar til 4 (6—12) 1. eru eftir og látið þær þá á þráð. Leggið stk. á þykkt stk., nælið form þeirra út með títuprjónum, leggið raka klúta yfir og látið gegnþorna næturlangt. Saumið peysuna saman með þynnt- um garnþræðinum og aftursting eða varpspori séu jaðrarnir þéttir og jafn- ir. Hálslíning: Takið 5 1. af öryggisnæl- unni, takið upp 12 (13—14) 1. síðan geymdu 1. ermarinnar, 22 (24—26) 1. á bakstk., 4 (6—12) 1. á hinni erm- inni, 12 (13—14) 1., og 5 1. af hinni öryggisnælunni. Þá eru 64 (72—88) 1. á prjóninum. Búið til lykkjur með því að draga upp garnið af hnykl- inum með prjóni frá röngu á réttu, en takið ekki upp laus bönd. Prj. 9 umf. garðaprj. og fellið af fremur laust. Brjótið hálslíninguna inn á röngu og tyllið lauslega niður í hönd- um. L tbi. viivAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.