Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 22
Em l Andrés Indriöason ROLLINGARNIR Þessar myndir af Rollingunum hafa vakið mikla kátínu aðdáenda þeirra víða um heim, en þótt myndirnar séu allar úr frumbernsku þeirra, má þó þekkja svip, ef betur er að gáð. Efst sjáum við Bill Wyman, bassaleik- arann, f. 24 oktober 1941. Þá er Keith Rich- ard, gítarleikari og lagasmiður, f. 18 desem- ber 1942. Brian Jones kemur næstur. Hann situr í fangelsi þessa dagana og mun halda þar upp á afmæli sitt 28. febrúar, en hann er fæddur árið 1944. Þá er Charlie Watts, trymbillinn, sem er elztur þeirra félaganna, fæddur 2. júní 1941. Neðsta myndin er svo af Mick Jagger, söngvara og höfuðpaur hljómsveitarinnar. Hann er fæddur 26. júlí 1944. Gerð hefur verið heimildarkvikmynd um Bob Dylan og nefnist hún „Don‘t Look Back“ (Littu ekki um öxl). Mynd- in var tekin áriff 1965, þegar Bob Dylan var á hljómleikaferð um Bretland. Sýn- ing myndarinnar, sem var frumsýnd í New York nýlega, tekur hálfa aðra klukkustund. Myndin hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda, en þeir, sem unnu aff gerff hennar, höfðu úr nógu að moða, því að hefði allt verið sýnt, sem tekið var, hefði sýning myndarinn- ar staðið í 20 klukkustundir! Bob Dylan hefur ekkert látið á sér kræla í langan tíma. Hann lenti í umferðarslysi fyrir einu og hálfu ári, en kunnugir herma, aff hann sé nú kominn á stjá aftur og munu hinir f jölmörgu aðdáendur hans eflaust vera hressir yfir þeim tíðindum. V____________________________________y Rööön er kcmin að Mike Nesmith Þeim, sem vel fylgjast með því, sem gerist í dægurlagaheiminum, hefur orðið tíðrætt um það, að Mike Nesmith hefur gert sér grunnt á fæti við unga og bráðfallega tízku- sýningardömu, Samantha Juste. Samantha, | * sem er tuttugu og tveggja ára og ættuð frá Manchester, hefur notið vinsælda hjá ungu fólki í Bretlandi um langa hríð, því að hún hefur haft hönd í bagga með vinsælum þætti í brezka sjónvarpinu, sem ætlaður er ungu fólki. Samatha hefur áður heillað fleiri dæg- urlagagoð en Mike Nesmith. Um skeið var hún i kompaníi við Paul Ryan og þar áður Tony Hicks, gítarleikara The Hollies. En nú er rómantíkin milli hennar og Mike í algleym- ingi, og Mike hefur jafnvel gefið í skyn, að hún sé sú útvalda. Samatha brosir útundir bæði eyru þessa dagana og lætur sér í léttu rúmi liggja, þótt ungu dömurnar í kringum hana séu óhressar og líti hana hornauga. 22 VIKAN »• m

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.