Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 48
^5
Vsgsluvoftorð
og barneignir
Ljósmyndarar liéngu i hrönnum á og
við hilinn, þegar söngvarinn Eddie Fis-
cher sótti konu sína Connie Stevens
ásamt þriggja daga gamalli dóttur
þeirra lijóna á fœðingardeildina i Bur-
bank í Kaliforníu. Þau opinberuðu trú-
lofun sína i febrúar í fyrra, en hafa
samkvæmt upplýsingum blaðafulltrúa
síns verið iieimullega gift lengi. Stóra
spurningin, sem meira að segja stór-
Llaðið Time befur velt fyrir sér, er
þessi: Ilve lengi? — Kjaftakerlingarnar
eru yfir sig spenntar en þær fá víst að
liinkra við eftir fullvissunni. Það fauk
í Eddie, þegar blaðamennirnir spurðu
iiann í „fimmtugasta og ellefta skipti“,
eins og þeir kalla það þarna úti, þegar
eittbvað er orðið óteljandi, og hann
breytti út úr sér: Nægilega lengi. Verð-
ur maður að ganga með vígsluvottorð-
ið á jakkabrotinu, til að geta eignazt
bam í þessu landi? Blaðafulltrúi þeirra
fölnaði, svona klám er erfitt að for-
svara í USA.... *.
48 VIKAN !• tw-
Vísincflalegur
löffalestur
í nýrri deiid viS St. Jörgens sjúkrahúsið í
Gautaborg er nú í fyrsta sinn tekið að sjúk-
dómsgreina sjúklinga með því að „lesa í lófa“
þeirra.
Línur handa og fóta breytast nefnilega, ef
eitthvað gengur úrskeiðis með krómósóm-
uppbyggingu líkamans, en slíkur ruglingur
kemur fljótlega niður á sál og líkama. Sam-
bandið, sem læknarnir hafa fundið milli
handa- og fótafara er alger nýjung. En það
eru ekki línurnar í lófunum, sem lesið er úr,
heldur hið fíngerða mynstur húðarinnar, —
svokallað dermatoglyfur-
Rannsókn húðmynstursins er þó aðeins
hjálparatriði enn sem komið er. Framhalds-
stig rannsóknarinnar er svo greining krómó-
sómanna í hvítu blóðkornunum. En rannsókn
húðmynstursins er þó talin sérlega mikilvæg
þegar börn eiga í hlut. Þá er hægt að upp-
götva sjúkdóma og truflanir löngu áður en
slíkt kemur upp á yfirborðið, til dæmis í
sambandi við kynþroskann. Oft verður þá
hægt að koma í veg fyrir afbrigðilegt kyn-
ferðiseðli með hormónagjöfum, ef nógu
snemma er til þeirra gripið.
★
Allt fólk er
umferð
Svíar reikna með, að slysum fari fjölgandi
af völdum umferðarinnar, þegar lengra líður
frá H-breytingunni. Meðal annars vegna þess,
að fótgangandi fólk hefur ekki tileinkað sér
að víkja til hægri í stað vinstri áður, og það
hlýtur að tefja fyrir að menn fái það nógu
rækilega inn í sig að víkja til hægri, ef þeir
gera það einungis undir stýri. Og fyrr en
víking til hægri er orðin ósjálfrátt viðbragð,
verður varla um öryggi í umferðinni að ræða.
Sérfræðingum telst til, að 95% allra Svía
víki enn til vinstri á gangstéttum og haldi
sig vinstra megin þegar þeir streyma yfir
merktar gangbrautir, þykkur flaumur í hvora
átt. Ef til vilil á það líka sinn þátt í því, hve
treglega gengur að muna hægri-regluna, að
járnbrautir Svía og neðanjarðarbrautir fara
enn eftir vinstri-reglunni.
Nú er að hefjast hjá þeim herferð meðal
fótgangandi fólks. Það á að læra að víkja til
hægri og halda sig til hægri og þjálfa sig í
að gera hægri hreyfingu að ósjálfráðu við-
bragði. „Við verðum að gera fólkinu skiljan-
legt, að Svíþjóð hefur tekið upp hægri um-
ferð, og umferð er ekki einungis á hjólum,
fólkið sem gengur á gangstéttunum og í göng-
um bygginga, já, allt fólk, sem er á vísvit-
aðri hreyfingu, það er líka umferð.
★
IVIeira blátt
blöð
Dönsku þjóðinni til gleði var sú frétt
látin spyrjast, að Margrét Þórbildur
prinsessa og Henrik prins ættu von á
barni í apríllok. Og á sama tíma vænta
þau Margriet Ilollandsprinsessa og liann
Pietur hennar sér erfingja.
★