Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 15
Dé Gaulle skipar Frökkum: Héðanaff drekkið þið dræ! Langar sfgar - efttur eru hœfttulegar! Nýju, löngu sígarctturnar eru að lcggja Bandaríkin undir sig. í fyrra voru þær aðeins tvö prósent af ölluni sígarettum, scm í landinu seldust. En í ár er gert ráð fyrir að salan á þeim verði fimmtán pró- scnt af heildarsölunni. Þessar nýju sígarettur eru tiu sentimetra langar, rúmum sentimetri lcngri cn King size-afbrigði það, scm áður hafði verið auglýst upp. Þær eru nú send- ar á markaðinn undir um tuttugu vörumerkjum. Markaðssigur þeirra cr að mestu að þakka harðvít- ugri auglýsingastarfscmi. í Bandaríkjunum eru þær kallaðar 100, því þær eru hundrað miliimetra lang- ar. Það cr farið að flytja þær út. En nú hefur æðsti maður bandaríska heilbrigðis- eftirlitsins, dr. William Stewart, greitt harða atlögu að hundrað millimetra sigarettunum. Hann litur svo á að heilsutjón af völdum reykinga muni aukast við tilkomu þeirra. Hann hefur meira að segja lagt til við þingnefnd, scm um málið fjallar, að þessar löngu sígarcttur verði bannaðar. Röksemdir hans eru þessar: Sá, sem hallast að löngu sígarettunum, reykir allavega jafnmargar og áður. Hann skilur ekki heldur eftir lengri stubb en fyrr. Og þar eð siðasti þriðjungur sígarcttunnar inni- lieldur nærri helminginn af öllu tjöruefninu í henni, verða þær löngu sérstaklcga háskalegar! — Elskan, sagði brúðurin morguninn eftir brúð- kaupið. — Ég hefði kannski átt að segja þcr það fyrr, en ég þjáist af astma! — Guði sé lof, svaraði brúðguminn feginsamlega. — Þá hætti ég að halda að þú sért að hvæsa á mig! Garrison- rannsöknirnar: Einn dæmdur. MaÖur einn hefur verið dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Ncw Orleans, fiar sem hinar svo- kölluðu Kennedyrannsóknir fara fram að tilhlutan Garrisons. Ástæðan til þess var að hann gat ómögu- lega haldið sér saman. Dean Andrews, feitlaginn og gæfuleysislegur ná- ungi, sem kallar sig málafærslumann þegar hann hcfur mikið við, hefur samt verið heppinn að einu leyti, ef það skyldi verða honum til einhverrar hugg- unar. Það eru sem sé ekki horfur á öðru en hann verði eini maðurinn, sem dómfelldur verður í öllu málavafstrinu út af forsetamorðinu. Andrews var dæmdur fyrir að sverja rangan eið. Eftir morðið á Kennedy var hann hvað eftir annað yfirheyrður af FBI. Warren-nefndinni og að lokum af Garrison, sem var svo sannfærður um, að sam- særi lægi að baki morðinu, að hann veðjaði starfs- heiðri sínum á þann hest. Garrison, sem ætlaði að ákæra mann að nafni Clay Shaw, vildi láta Andrews standa fast við þann framburð sinn að Shaw og Clay Bertrand væri einn og sami maður. Þetta gerði Andrews einn daginn. Næsta dag sagði hann svo eitthvað annað og eitt- hvað enn annað þriðja daginn. Þegar Andrews hafði verið lesinn dómurinn, og hann gert sér grein fyrir sögulegri þýðingu lians, sagði liann kuldalega: — Af þessu má draga þann lærdóm að maður á að gera svo vel að halda kjafti. Sérstaklega ef mað- ur hefur jafn auðugt ímyndunarafl og ég. Nú vill de Gaulle að Frakkar drekki aðeins vín, sem framleidd eru í land- inu sjálfu. Til þessa liefur sá verið liátt- ur Fransmanna að brugga sér blöndur úr innlendum vinum og erlendum — yfirleitt i þeim fróma tilgangi að ná meira alkóhólmagni i sopann. En þetta befur stjórnin nú bannað. Franskir vínyrkjubændur eru auð- vitað liiminlifandi, en vínsalamir eru eklci eins lirifnir. Þeir eru hræddir um að þetta lcunni að draga úr vínneyzlu og þá auðvitað vínsölu um leið. Meginmagn erlenda vínsins, sem blandað hefur verið með, hefur verið flutt inn frá Alsír. Meðan Frakkar réðu yfir því landi, fluttu þeir inn þaðan ár- lega um sextán milljónir hektólítra víns. Hin nýja stjórnartilskipun mun gera að verkum, að innflutningurinn hrekkur niður i fjórar milljónir hektó- lítra. Þetta þýðir mikið efnahagslegt áfall fyrir Alsíringa, enda kváðu þeir mjög uppnæmir út af þessu tiltæki de Gaulles. Sumir hafa lálið í ljósi, að ekki niundi það skaða Frakka að ráði þótt þeir drægju eitthvað úr drykkjuskapn- um. Engin þjóð í heimi drekkur meira vín en þeir. Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá franska innanríkisráðu- neytinu torguðu Frakkar 5,8 milljörð- um lítra árið sem leið. Ein milljón og sex hundruð þúsund karlmanna og fjögur hundruð þúsund konur drekka meira en tvo lítra daglega, og hjá meirihluta landsmanna nær neyzlan einum líter á dag. Afleiðingin hefur orðið sú, að fleiri deyja úr misnotkun alkóhóls í Frakk- landi en í nokkru öðru landi. í fyrra dóu nærri þrjátíu og þrjár manneskj- ur af hverjum hundrað þúsund úr of- drykkju eða afleiðingum hennar. Næst- mesta vinland heimsins er Ítalía, og þar drakk sig i hel tuttugu og einn maður af hverjum hundrað þúsund. 1 Bandaríkjunum er hliðstæð prósenta „aðeins“ ellefu komma níu og í skandi- navisku löndunum sjö, eða um fimm sinnum lægri en franska drykkjudauða- l>rósentan. I)e Gaulle segir: ÞaS getur verið hættulegt að blanda — að niinnsta kosti fyrir fjárliag ríkisins! Pipulagningamelstarinn var að leggja lærlingnum lffsreglurnar. — I okkar starfi þurfum við oft að koma inn á lieimili annarra, sagði hann. — Við megum ævinlega búast við að lenda í óþægiiegri aðstöðu við og við, cn út úr því má alltaf komast með ofboðlítilli lsurteisi og lipurð. Ég skal taka dæmi: Um daginn þurfti ég að gera viö pípu í baðherbergi og óð beint inn í það, en þar var þú ung og íðilfögur stúlka að baða sig. Ég hörfaði náttúrlega þegar í stað og sagði: — Fyrirgcfið, herra minn. Þá hélt auðvitað stúlkan, ?.ð ég licfði ekki séð hana að neinu ráði svo hún þurfti ckki að fara hjá sér. Strax næsta dag kom lærlingurinn riðandi heim á verkstæðið, með glóðaraugu á báðum, rifin fötin og blóðnasir. — Hvaö kom fyrir þig? hrópaði meistarinn. — Þú og kurteisin þin, volaði lærlingurinn. — Ég fór aö Iaga sturtuna i brúðhjónaíbúðinni á hótelinu og ég var kominn liálfa leiö í gegnum hcrbergið, þejar ég tók eftir pari í bólinu. Ég gerði bara eins og þú kenndir mér, sagði: — Fyrirgcfið, herrar minir . 1. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.