Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 25
svo jöfn í allsleysi okkar. Við stefnum til nýja heimsins og þú þarfnast
einhvers til að sjá fyrir þér, er ekki svo?
Hún kinkaði kolli nokkrum sínnum. Það hefði verið auðvelt að svara
„já“ og gefa sjálfa sig á vald því látlausa lifi, sem hún hafði þegar
kynnzt og líkað svo vel.
— Ég ann börnum þínum, svaraði hún. — Ég hef gaman af að hirða
um þig, Maitre Berne, en . . . .
— En hvað?
— Eiginkona hefur aðrar skyldur gagnvart eiginmanni sínum!
Hann horfði beint á hana. Hann hélt enn um hönd hennar og hún
fann hann titra.
—- Ert þú þessháttar kvenmaður, að þú skelfist þær skyldur? spurði
hann blíðlega. — Eða finnst Þér ég kannske likamlega fráhrindandi?
— Nei, það er alls ekki Það, mótmælti hún einlæglega. Svo tók hún
allt í einu að segja honum skipulags- og samhengislaust sorgarsögu
sína, sem hún hafði engum getað sa^ áður. Hún sagði honum frá
þvi þegar höllin var brennd, hvernig liflRifteium var kastað á spjóts-
oddana, hvernig drekarnir höfðu auðn^ÍSÍ hana og nauðgað meðan
þeir myrtu son hennar. Henni var léttir af að tala um Það. Það sem
hún var að lýsa særði hana ekki eins lengur og hún tók eftir því
að hún gat talað um þetta, án Þess að draga neitt undan. Eina sárið
sem enn var opið var minningin um Charles-Henri, sofandi, dáinn í
örmum hennar.
Tárin runnu niður eftir kinnum hennar.
Maitre Berne hlustaði á hvert einasta orð, án þess að láta sjá á
sér nokkur svipbrigði.
Lengi á eftir var hann djúpt hugsi. Hann gat ekki hugsað um dáfagr-
an iíkama hennar, þannig svívirtan, því hann hafði tekið þá ákvörð-
un að hugsa aldrei um fortíð konunnar, sem kölluð var Dame Angeli-
que, af því enginn vissi fyrir víst hvað hún hét. Hann vildi aðeins fá
að tala við konuna, sem sat hér framrni fyrir honum, konuna sem
hann unni, ekki þessa óþekktu konu sem sagði frá framandi og skelfi-
legu lífi, með augum sem skiptu litum eins og hafið. Ef hann leyfði
sér að geta sér þess til eða uppgötva hvað hún hafði einu sinni verið,
myndi hann verða brjálaður, að lokum sagði hann ákveðinn:
— Eg er hræddur um að þú gerir töluvert of mikið úr hlutunum,
að þú ímyndir þér að það, sem þú hefur orðið að reyna, komi i veg fyrir
að þú getir á ný lifað lífi heilbrigðrar húsfreyju, í örmum eigin-
manns, sem ann þér í blíðu og stríðu. Hefðirðu verið óreynd jómfrú,
þegar allt þetta gerðist, er mjög sennilegt að þetta hefði valdið þér
miklu varanlegra tjóni. E'n þú ert fullvaxin kona og ef það er nokk-
ur sannleikur í þeim glósum, sem ég heyrði þennan villimannlega
Þorpara, sem stýrir fari okkar, Rescator, gera í gær, hefur þú ekki
altlaf verið beinlínis hrædd við karlmenn. Það var fyrir löngu og
nú er hvorki hugur þinn né likami sá sami og þegar þú -undirgekkst
allt þetta. Konur eru eins og tunglið og árstíðirnar, í getu sinni til
að endurnýja sig sífellt. Þú ert önnur nú orðið. Hvers vegna lætur
Þú minninguna um þessa hræðilegu atburði hvíla á þér eins og möru
og sliga þig niður — Þú, sem ert fersk eins og nýþroskaður ávöxtur.
Angelique hlustaði á hann ofurlítið undrandi. Henni var fróun i
að hlýða á orð hans, sem einkenndust af almennri skynsemi og ræða
hans var alls ekki ruddalega fram sett. Já, hvers vegna ætti hugur
hennar ekki að hagnast á þeirri nýju lífsorku sem hún fann í líkama
sínum? Hvers vegna ekki að skola burt öllum þessum óhreinu minn-
ingum? Hversvegna ekki að byrja allt að nýju, jafnvel hina sidul-
arfullu reynslu ástarinnar.
— Þú hefur sennilega rétt fyrir þér, sagði hún. —- Ég hefði átt að
ýta frá mér minningunni um alla þessa atburði. Það er möguleiki að
ég mikii þær fyrir mér, vegna þess að þær eru i huga mínum, vegna
þess að þær eru tengdar dauða eins sonar míns. Því get ég ekki
gleymt.
— Þess krefst enginn af þér. En engu að síður hefurðu lært að
lifa á ný. Og ég skal jafnvel ganga lengra til að lægja ótta þinn.
Ég er handviss um að þú þarfnast aðeins kalmannsástar til að
vakna fullkomlega til lífsins á ný. Án þess að vilja saka þig um ást-
leitni, Dame Angelique, er eitthvað við þig sem hrópar á ást .... og
það ert þú sjálf sem hrópar.
— En þú getur þó ekki sakað mig um að hafa gefið þér undir
fótinn á nokkurn hátt, mótmælti Angelique hneyksluð.
— Ég hef átt nokkrar ■ erfiðar stundir, þín vegna, svaraði hann
þumbaralega.
Hann horfði á hana, af svo mikilli ákefð að einu sinni enn leit
hún undan. Þótt hún reyndi að berjast á móti því, var henni síður
en svo ami að því að uppgötva, að þessi óumbreytanlegi mótmæl-
andi gæti lika átt sínar veikleikastundir.
— Meðan við vorum í La Rochelle, tilheyrðir þú mér. Þú nauzt
skjóls undir mínu Þaki, hélt hann áfram. — Þér virðist eins og augu
allra manna ætli að gleypa þig, að þeir gangi á eftir þér másandi af
girnd.
— Þú ýkir.
— Ég er i -mjög góðri aðstöðu til að dæma um það. Hver voru tengsl
þin og Rescators? Hann var elskhugi þinn, var ekki svo? Það leynir
sér ekki.
Allt í einu greip hann hörkulega um hönd hennar og hún fann
hve óvenjulega sterkur hann var. Jafnvel þótt hann væri vanastur
sinni átakalitlu vinnu sem kaupmaður. Hún mótmælti kröftuglega.
— Það hefur hann aldrei verið.
— Þú lýgur! Jafnvel hinn saklausasti kemst ekki hjá því að skynja
böndin, sem hlekkja ykkur saman, þegar þið eruð í návist hvors
annars.
— Ég legg hátíðlegan eið út á að hann hefur aldrei verið elskhugi
minn.
— Hvað er hann þá?
— Ef til vill ennþá verra! Hann var húsbóndi minn. Hann keypti
mig dýrum dómum og ég slapp úr klóm hans, áður en hann hafði
tækifæri til að njóta fjárfestingar sinnar. Svo nú er staða mín gagn-
vatr honum — ja, vafasöm; og ég verð að viðurkenna að mér er ekki
vel rótt.
— Og þó leynir sér ekki að þú ert hrifin af honum.
Angelique var að hugsa um að svara honum hörkulega, en hún
hugsaði sig um og bros ljómaði upp andlit hennar.
— Jæja, Maitre Berne, ég held að við höfum rétt í þessu uppgötvað
frekari hindrun fyrir hjónaband okkar.
— Hvaða hindrun?
— Skapgerðir okkar. Við höfum haft iangan tima til að kynnast
hvort öðru og ég veit að þú ert af þeirri manngerðinni sem vill
láta hlýða sér, Maitre Berne. Meðan ég var i þjónustu þinni gerði
ég mitt bezta til að hlýða þér, en ég veit ekki hvort ég væri eins
þolinmóð, ef ég væri konan þín, því ég er vönust að ráða fyrir mig
sjálf.
— Sannleikurinn á skilið að fæða af sér sannleika. Einnig þú vilt
láta hlýða þér, Dame Angelique og þú hefur undravald á mér. Ég
stóð i langri og striðri baráttu við sjálfan mig, áður en ég gat séð
hlutina í réttu ljósi, því ég óttaðist að gera mér grein fyrir hve ger-
samlega þú gætir náð valdi yfir mér. Þar til kemur einnig sú staðreynd
að viðhorf þitt til lífsins er miklu frjálsara og auðveldara en það
sem við Húgenottarnir erum vanir að hafa. Við erum syndugir menn
og við gerum okkur ljósar snörur lífsins, og hyldýpið við fætur okk-
ar. Konur valda okkur ótta — ef til vill vegna þess að við höfum
gert þær ábyrgar fyrir niðurlæging-u okkar. Ég skriftaði fyrir séra
Beaucaire.
— Og hvað sagði hann?
— Hann sagði: Vertu auðmjúkur við sjálfan þig. Gerðu þér ljósa
þrá þina, sem er, þegar allt kemur til alls, fullkomlega eðlileg og
helgaðu hana krafti hins heilaga hjónabands, svo hún geti lyft þér
upp, í stað þess aö draga þig niður. Svo ég fylgi ráði hans. Nú er það
undir þér komið, hvort ég get hlýtt þvi út i æsar. Það er undir okk-
ur báðum komið að láta af Því stolti, sem gæti staðið í vegi fyrir
gagnkvæmum skilningi okkar.
Hann settist upp, lagði annan handlegginn um mitti hennar og dró
hana að sér.
— Maitre Berne, þú ert særður!
— Þú veizt fullvel að fegurð þín gæti vakið dauða til lífsins.
Kvöldið áður höfðu aðrar hendur gripið um hana með sama af-
brýðisofsanum. Ef til vill hafði Maitre Berne rétt fyrir sér, þegar
hann sagði að hún Þyriti ekki annað en njóta ástar karlmanns, til
að finna á ný kveneðli sitt. En samt, þegar hann reyndi að finna
varir hennar, barðist hún ósjálfrátt á móti.
— Bkki strax, hvíslaði hún. — Ó, gerðu það, ég bið þig, gefðu mér
lengri umhugsunartima.
Kaupmaðurinn beit á jaxlinn og átti í strangri baráttu við sig,
svo strangri að hann fölnaði af áreynslu. Svo lét hann Angelique
lausa og lét fallast aftur á bak á koddana. Augu hans hvíldu ekki
lengur á henni, heldur starði hann með einkennilegu augnaráði á
litla silfurpottinn, sem Máraþræll Rescators hafði fært honum stöpp-
una i, nokkr-u fyrr.
Allt í einu þreif hann pottinn og þeytti honum ofsalega í vegginn
á móti. Framhald á bls. 28.
1 tbi. VIKAN 25