Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 49
ILíf og leslcur
Æðsti draumur hvers nauts er að ná í nauta-
banann og leggja hann, en oftar er liað þó
tuddi, sem verður að velta um það er lýkur.
Þó er þetta tvísýnt, þegar mannlegar verur
leika bæði hlutverkin, nauts og nautabana,
og ekki er meiningin að drepa neinn í bók-
staflegum skilningi. En það er einmitt þann-
ig at, sem þau leika gjarnan Catherine Dene-
uve og Sammy Frey, þar sem þau vinna við
gerð kvikmyndar í Rivierunni. Engu skulum
við spá um endalok atsins að jafni, en svo
mikið er víst, að þetta er leikur sem reynir
á taugar og vöðva, svo það er gott að fá sér
bað á eftir. En það er mál manna, að Kata
og Sammy séu ærið leikfull — milli þess
sem þau eru að leika.
Er Twiggy
miiljónaviröi
Ein dægurfluga er stutt við stýrið — eða hvað? —
Spurningin er að þessu sinni borin upp varðandi
Twiggy, fyrirsætuundrið írá Lundúnum.
Margir álitu að vegsemd hennar sem bezta fyrir-
s.'cta veraidar gæti ekki enzt nema i nokkra mán-
uði. En það ætlar að verða bið á því að stúlkur með
brjóst komist í tizku aftur. Twiggy stendur því enn
Uteð pálmann í höndunum. Þetta heldur að minnsta
kosti Stan Weston í New York, sem hefur einkarétt
^ nafni stúlkunnar til auglýsinga á allrahanda dóti.
bfú fyrir jólin ætlar hann að fylla heimsmarkaðinn
•heð alls konar Twiggy-leikföngum og tízkuvarningi,
Sem hann reiknar með að renni út eins og heitt
brauð. Hann telur að Twiggy-dýrkunin sé enn að-
eins á byrjunarstigi — 1968 nái hún fyrst hámarki.
Twiggy, seytján ára koknístúlkan frá Lundúnum,
sem orðin er að slíku goði, var upprunalega upp-
götvuð af unnusta sínum, David Nigel, sem skírði
hana Twiggy og sjálfan sig Justin de Villeneuve.
Síðan er nú liðið ár, og eru þau bæði orðin marg-
milljónerar af uppgötvuninni................
Meðal munanna, sem von er á fyrir jólin, er
Twiggy-brúða, og segir Justin de Villineuve að þau
muni græða tólf hundruð milljónir króna á henni
einni. Auk þess er von á Twiggy-treyjum, Twiggy-
pennum — iöngum og mjóum með kúluoddi —
Twiggy-baðfötum og fleiru og fleiru. Síðan en ekki
sízt má minnast á svokölluð Twiggy-augnalok —
fölsk auðvitað. Eru þau óspart auglýst með því að
minna á, að Twiggy eigi augnalokunum frægð sína
að þakka fyrst og fremst.
Weston og fleiri eru staðráðnir í að mjólka heim-
inn um óteljandi milljarða út á Twiggy-æðið. en
hvort það tekst á reynslan eftir að sýna.
MUNN VIÐ
MUNN
Teddie heitir hundur, 10 ára gamall, á heima
í Covina í Kaliforníu Hann er bastarður
séffers og sjó-sjó-hunds. Eigandinn heitir
Cliff Adams, hann er blaffaútg-efandi. — Nú
bar svo til í haust, að Teddie veiktist illa,
og dýralæknirinn taldi hann vera orffinn
hjartveikan. Nema hvaff Cliff annaffist Tedd-
ie af mikilli natni í veikindum hans og vakti
yfir honum nótt sem dag-
Svo fék Teddie slæmt kast, og Cliff fann,
að hundshjartaff liætti aff slá. Þá kastaffi liann
sér niffur, opnaði ginið á dýrinu, tróff andlit-
inu eins Iangt upp í þaff og komizt varff, tók
síffan aff lílga hundinn við meff munn-viff-
munn affíerffinni. Jafnframt neri hann bringu
Teddies, þar sem liann þóttist vita aff hjart-
aff væri fyrir innan. Þegar hann hafffi gert
þetta í fáeinar mínútur, fór titringur um
Teddie og svo beit hann húsbónda sinn í
nefiff. Cliff strauk sér um nefið og var
ánægffur. Teddie var lifnaffur viff.
Fyrir fjórum árum bjargaði þessi sami
Teddie lífi húsbónda síns, meff því að rjúka
upp gjammandi þegar hann fann lykt af gasi
í íbúðinni, þar sem Cliff svaf. Sá síðarnefndi
vaknaffi viff gá þess fyrrnefnda og fékk borg-
iff sér út úr ibúffinni, sem á skömmum tíma
breyttist í banvænan klefa af áköfum gas-
leka.
Nú hefur Cliff launað líku líkt-
1 tbl VIKAN 49