Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 8
HVERJIR ERUOFT
VIKAN HEFUR TALIÐ SAMAN AF HVAÐA MÖI
VIÐ ÁRAMÓT þykir hlýða að líta um öxl og huga að því helzta,
sem gerðist á liðnu ári. Blöð, útvarp og sjónvarp flytja annál árs-
ins bæði í gamni og aivöru. Vinsælastur slíkra upprifjunarþátta er
spjall útvarpsstjórans á gamlárskvöld. Hann er orðinn jafn skyldur
áramótunum og skeggið hökunni. Hann þreytir ekki hlustendur
með langri tölu, heldur telur réttara að telja það helzta, sem hlýtur '
árs og töldum saman, hverjir það væru, sem blöðin birtu oftast
myndir af. Niðurstöður rannsóknarinnar getur að líta á þessum
síðum. Við birtum umfangsmiklar og virðulegar töflur, rétt eins
og Hagtíðindin. Fyrst er skrá yfir þrjátíu menn, sem oftast birtust
myndir af í öllum blöðunum, en síðan er tafla fyrir hvert blað.
að teljast töluverð tíðindi.
Fyrstu vikur nýja ársins halda áfram að berast samlagningar-
fréttir úr ýmsum áttum. Við fáum að vita hversu margar flug-
vélar hafi lent á Keflavíkurflugvelli; hversu margir bíleigendur
hafi orðið að aka nýja Keflavíkurveginn og hjálpað með því vega-
gerðinni að leggja vegleysur einhvers staðar úti á landi. Við fáum
að vita, hversu margir hafi kvatt þennan heim á árinu, sumir svo
snarlega, að þeim veittist ekki tóm til að verða sáttir við gjald-
heimtuna. Og auðvitað fáum við líka að vita, hversu margir nýir
borgarar litu dagsins Ijós í fyrsta sinn, — splunkunýir einstaklingar,
sem kannski verða einhvern tíma menn til að borga skattinn sinn.
VIKAN hefur eins og önnur blöð talsverðan áhuga á tölum og vill
ekki láta sitt eftir liggja til að koma slíkri speki á framfæri við
lesendur sína. En við ákváðum að freista þess að beina tölfræðinni
inn á einhverjar nýjar brautir; nema ný lönd í leit að skemmti-
legri niðurstöðu.
Við flettum dagblöðum höfuðstaðarins fyrstu tíu mánuði liðins
VITUR MAÐUR hefur sagt, að ekkert kitli meir hégómagirnd
mannskepnunnar en það að sjá mynd af sér í blaði. Ef þetta er
rétt, hefur könnun okkar leitt til þeirrar niðurstöðu, að stjórn-
málamönnum og leikurum líði að jafnaði betur en öðrum.
Af þeim þrjátíu mönnum, sem oftast birtust myndir af í öllum
blöðunum samanlagt, eru 17 stjórnmálamenn, 10 leikarar, 2 íþrótta-
menn og loks rekur lestina einn fulltrúi skapandi listar hjá menn-
ingarþjóðinni, Halldór Laxness Nóbelsskáld. Enginn verður spá-
maður í sínu föðurlandi, stendur einhvers staðar.
Til þess að fullnægja öllu réttlæti skal tekið fram, að alþingis-
kosningar fóru fram á árinu, en þá gengur flest úr skorðum í þjóð-
félaginu, ekki sízt dagblöðin. Á töflunum má sjá, að þeir stjórn-
málamenn sem fremstir eru í flokki og hæst gnæfa, koma fyrstir
að marki í þessu myndakapphlaupi blaðanna. Þó ber að hafa í huga,
að bæði er hægt að birta myndir af mönnum í virðingarskyni og
til að reyna að gera þá hlægilega. Hið síðarnefnda hefur orðið
hlutskipti margra stjórnmálamanna, ekki sízt þess sem hreppti
efsta sætið.
8 VIKAN L