Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 23
•••••••• <<:<<:
Það er músik, sem máll skiptir
Traffic er ein af þeim hljómsveitum, sem
eru í hvað mestu áliti í Bretlandi þessa dag-
ana. Einn iiðsmanna hljómsveitarinnar er
Stevie Winwood, sem áður söng með Spencer
Davis Group. Þegar Stevie Winwood hljóp í
burtu frá Spencer og stofnaði Traffic, héldu
flestir, að Stevie mundi bera uppi þá hljóm-
sveit og vera sá liðsmanna, sem mest mæddi
á. Þessi hefur hins vegar ekki orðið raunin,
og í laginu ,,Hole in my shoe“ er það David
Mason, sem er aðalsöngvarinn. „Ef sú stað-
reynd, að það er ég sem syng lagið, hefur
sannfært fólk um að við erum ekki Kvartett
Stevie Winwoods, þá erum við allir ánægð-
ir“, sagði David, þegar þessi mál bar á góma.
Og hann héll áfram: „Við höfum allir eitt-
hvað til málanna að leggja, og það vildi bara
svo til, að rödd mín hentaði laginu betur en
rödd Stevies." Ég hef hins vegar síður en
svo nokkra löngun til að verða „andlit hljóm-
sveitarinnar". Mér hefur alltaf gramizt sá
hugsanamáti, sem virðist viðtekinn, að mað-
ur verði að vera einhvers konar „goð“ til
þess að fólk fáist til að hlusta á mann. Vilji
menn verða goð, er nóg að ganga fram á
sviðið og gera ekkert meðan æpt er. Það er
músik, sem máli skiptir hjá okkur“.
MAMAS OG
/
RAPAS HÆTTA
Bandaríska söngsveitin vinsæla, The
Mamas and Papas, hefur nú ákveðið
að draga sig í lilé og hætta öllu hljóm-
leikastússi. Söngkonan Cass Elliott lét
svo ummælt nýlega, og þó væri ekki
loku fyrir það skotið, að þau syngju
á plötur af og til. Það hefur gengið á
ýinsu hjá fjórmenningunum þann tíma
sem þau liafa staðið í sviðsljósinu, en
nú hyggjast þau njóta Iífsins í ró og
næði á ehiliverri eyju í Miðjarðarhafi
og lála sönginn lönd og leið.
OKKAR FYLGJ-
ENDUR HLUSTA
Alan Price er mjög vinsæll hljómlistarmaður, en
hverjir eru aðdáendur hans? Ólíkt því sem er um
margar hljómsveitir, sem hafa áunnið sér töluverðar
vinsældir, hefur hljómsveit Alans engin cinkcnnandi
hljómbrigði (það sem hljómlistarmenn hér kalla
„sound‘)“. Með hverri nýrri plötu hljómsveitar hans
koma fram ný hljómbrigði. Nefna má lögin „Put a
spell on you‘ og „The House that Jack built“, sem
eru mjög ólík hvað þetta snertir.
„Ég tel við eigum enn töluverðan hóp fylgjenda,“
segir Alan, „aðdáendur okkar eru um og yfir tvítugt
og margir þeirra hafa áhuga á nútíma jass. Þeir
koma til að hlusta á okkur fremur en dansa. Þeir
kunna að meta góða músik, en æpa ekki! Margir
fylgjenda okkar eru af karlkyni, þar sem við ger-
um okkur ekki far um að vera ,,sexy“ eða höfða
til stúlkubarnanna“.
Herd — nýgræðingar á vinsælda-
lista.
Tónsmiðimir Howard og Blaik-
ley — þeir sömdu lagið Zabadak.
Dave Dee og félagar — alltaf
jafn vinsælir.
V________________________________________)
Flestar hinna þekktari hljómsveita hafa í
sínum röðum lagasmiði, sem semja lög
til að leika á hljómplötur. Má þar nefna
m. a. Bítlana, Rollingana, Hollies, Kinks
og Bee Gees. En svo eru líka aðrar hljóm-
sveitir, sem oftast eru í vandræðum, þeg-
ar þær þurfa að verða sér úti um lög til
að leika á plötu. Og þá er að leita til
þeirra, sem hafa að atvinnu að semja
dægurlög. í Bretlandi fæst fjöldinn allur
af mönnum við slíka iðju, en hinir þekkt-
ustu eru sennilega Burt Bacharach (samdi
m. a. „What‘s new Pussycat?), Chris And-
rews (hefur samið flest þeirra laga, sem
Sandie Shaw hefur sungið á plötu), Tony
Hatch og Ken Howard og Alan Blaikley.
Hinir tveir síðastnefndu starfa saman, og
hefur samvinna þeirra borið margan góð-
an ávöxt. Þeir hafa.m.a. samið lög fyrir
Dave Dee og félaga, nú síðast hið frum-
lega lag „Zabadak", sem komst í efsta
sæti brezka vinsældalistans í nóvember
sl. Þeir hafa sjálfir látið svo um mælt,
að þeir leitist sífellt við að koma fram
með eitthvað nýtt, að lögin þeirra séu
ekki í anda þeirrar stefnu, sem mest er
í tízku í tónlistinni hverju sinni. Þeir,
sem hlusta á lagið „Zabadak“ komast fljótt
að raun um, að ekki er gott að átta sig
á textanum. Howard og Blaikley hafa í
þessu lagi búið til sitt eigið ímyndaða
lungumál! Þeir benda á að textinn skipti
ekki svo ýkja miklu máli; að fólk komi
heim úr sumarleyfi erlendis syngjandi á
i. tbi. VIKAN 23