Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 50
Hfólað I hjóna- handlð Samkvæmt síðustu fréttum þeirra, sem fylgjast bezt með tízkunni í LONDON, er það nýjasti móður í þeirri frómu borg að mæta á reiðhjóli til brúðkaups. Og þetta á ekki eingöngu við parið sjálft, heldur einnig alla gestina, sem við brúðkaup- ið vilja vera. Það þykir ekki alltaf snjallt að vera gamaldags, en stundum getur það ver- ið ágætt, — svona við hátíðleg tæki- færi. AIR FRANCE ER ÞEIRRA STÆRST Úti í hinum stóra heimi hefur oft verið um ]>að deilt, hvert flug- félaganna sé stærst í Evrópu. Nú hefur tímaritið Air Transport World höggvið á deiluhnútinn. Það er hægt að reikna þetta á marga vegu. Ef litið er eingöngu á fjölda fluttra farþega, hefur hið brezka í'élag, BEA (British Eu- ropian Airways) forystuna, en ef miðað er við fragt, er hollenzka flugfélagið KLM stærst. En Air France hefur hæstu tölu i farþega- flutningi miðað við þá kílómetra, sem farþegarnir eru fluttir, flesta flugvelli, og mesta sætafjölda samanlagt. Hér á eftir fylgja listar yfir stærstu flugfélög í Evrópu, og hvernig hlutfallið er á milli þeirra: Fjöldi farþega: 1) Bea, 2) Air France, 3) Lufthansa, 4) SAS, 5) Alitalia, 6) Iberia, 7) Swissair. Farþegaflutningur, miðað við vegalengdir: 1) Air France, 2) Luft- hansa, 3) Alitalia, 4) KLM, 5) BEA, 6) SAS, 7) Svissair. Fragtflutningar: 1) KLM, 2) Lufthansa, 3) Air France, 4) Alital- ia, 5) SAS, 6) Swissair, 7) Sabena. Stærð flugvalla: 1) Air France, 2) BEA, 3) Iberia, 4) Alitalia, 5) Lufthansa, 6) SAS, 7) Sabena. Sætafjöldi: 1) Air France, 2) BEA, 3) Lufthansa, 4) KLM, 5) SAS, G) Sabena, 7) Iberia. Og Air France er ekki aðeins stærst í Evrópu, heldur einnig í öll- um heiminum. Ríkisuppfinning nr. 18-865 frá ár- inu 1881 í Þýzkalandi er svohljóð- andi: Bíll, sem gengur fyrir tengda- mömmu: Þcgar bíllinn er scttur af stað, fær tengdamamma efra og aft- ara sætið, cn þangað verður svolítið að hjálpa henni. Síðan er stöng í sæti tengdamömmu, sem gengur inn í tannhjól, og snýr því, þegar sætið rennur niður. Tannhjólið er siðan í sambandi við aftari öxulinn, og bíll- inn fer af stað. Ef vcgur er ósléttur er reiknað með að tengdamamma hreyfist sjálf, upp og niður, cn ef hann er sléttur, verður að gera ráð fyrir að hún hjálpi sér með fótunum. Þetta er vissulega bráðsnjallt. En englnn má æðrast yfir tengdamömmu héðan í frá, hún gæti komið í góðar þarfir, ef bensínið tæki að hækka á nýjan leik. EKKIER ÖLL VITLEYSAN DÆMDUR NÓBELSVERÐ- LAUNAHAFI ítalinn Danilo Dolci er ekki mikið þekktur maður á íslandi. En hann er merkur og virðingarverður maður. — Hann lifir fyrir baráttu, réttmæta en vonlausa baráttu. Hann lifir fyrir hið þjáða fólk, serh býr á Sikiley, og hann berst gegn hinum alkunna og and- styggilega félagsskap, Mafíunni. Ár eftir ár hefur Dolci verið talinn líklegur til að hljóta friðarverðlaun Nóbels. En norska Stórþingið hefur ætíð brugðizt. Dolci þykir einnig líklegur í ár. En nú eru aðstæðurnar svolítið furðuleg- ar, því Dolci hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og 13.000 króna sekt fyrir meiðyrði. Dolci sleppur þó við að afplána dóminn. Dómurinn var eins og löðrungur framan í nær alla ítölsku þjóðina. — Réttarhöldin í Róm höfðu tekið tvö ár. Málið snerist um það, að Dolcl staðhæfði, að fyrrverandi utanríkis- ráðherra, Bernardo Mattarella hefði verið í nánum tengslum við Mafíuna. Dómstóllinn taldi sannanirnar fyrir því, að ráðherrann fyrrverandi hefði verið 1 sambandi við Mafíuna ekki nógar. Krafizt hafði verið eins árs fangelsis, en dómstóllinn tvöfaldaði dóminn. Dómurinn var sérstaklega harður, og ítölskum dómstólum til stórrar skammar. Nú hafa stuðningsmenn Dolcis á Ítalíu hafið undirskriftasöfnun til áréttingar því að Dolci hljóti friðar- verðlaun Nóbels. Stórþingið norska á að veita þau í haust. 50 VIKAN !• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.